Lögrétta - 01.07.1932, Page 36

Lögrétta - 01.07.1932, Page 36
359 360 LÖGRJETTA guðdómlega fegurð hafi horfið með syndinni og breytst í skrælingjamynd; en þetta fell- ur um sjálft sig, því mörg manneskja er enn guðdómlega fögur, hversu syndug sem hún er. Einn hinna yngri rithöfunda segir: Vjer setjum okkur eitthvert mai'k eða takmark, sem vjer viljum ná; það er Idealið, sem vjer sækjumst eftir; en einmitt af því það er Ideal, fullkomleikinn, þá náum vjer því aldrei algjörlega, því Idealsins eðli er ein- mitt það, að það getur aldrei orðið veru- legt nema sem fegurð, og vjer getum ekki notið þess nema sem fegurðar, en sú nautn er alveg ideel, hugmyndarleg, en ekki reel. Það er engin reel nautn, þó að vjer getum þreifað á marmaramynd eða málverki, eða biaði með kvæði á: þetta er eins „noli me tangere“ eins og sönglistin. Sá sem hefur ideella lífsskoðan, getur aldrei fengið hvíld, hann kemst aldrei að takrnarkinu, hann fær aldrei ósk sína uppfylta, af því hún er ideel; hann er á sífeldri ferð, altaf mitt í straumn- um til þess að ná því sem ómögulegt er að ná. Lífið er alt af tómar tilraunir, tómar breytingar til einhvers betra, af því allir sækjast eftir Idealinu — vjer sjáum það í öllum hlutföllum lífsins, í uppáfinningum, í stjórn og lagaverki, í verslun og allri vinnu. Sú idealistiska lífsskoðun fjarlægir oss ekki frá lífinu, eða verulegleikanum, heldur eru Idealistarnir þvert á móti sannir veruleg- leikans menn, þeir eru altaf önnum kafnir í að gera Idealið að verulegleika, eða að realisera Idealið. En einmitt af því þeir sækjast eftir því fullkomna, þá geta þeir ekki staðnæmst eða hindrast af neinni fyr- irstöðu, þeir geta aldrei orðið „conservativ", og enn síður afturhaldsmenn eða afturfara- menn. — Það sem seinast liggur fyrir Real- istunum, er þá kyrðin, hvíldin, því ein- hverntíma verða þeir að ná einhverju tak- marki sem náð verður, af því þeir ekki fara út fyrir veruleikann eða það endanlega, og þeir hljóta þá loksins að komast í „stagnation", í endanlegleikans fúlu mýri, þar sem aldrei andar framfaranna blær og þar sem er ekkert vaxandi blóm. En nú er öll „stagnation“ ómöguleg fyrir mannlegan anda — „mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“ — það rekur að því aftur, sem jeg hef áður tekið J’ram, að þeir verða einmitt Idealistar. Eng- inn algjörður Realisti, og enginn algjörður Idealisti hefur nokkurn tíma verið til. Ekki Hannes Halstein á stúdentsárum sínum í Kaupmannahöfn. ein einasta hugmynd er til nema í Combina- tíonum. Þessi þrjú nöfn, sem jeg hef nefnt áður, Idealist, Romantiker og Realist, eru einstrengingslega og heimskulega borin fram af vorum yn,gri mönnum, sem í raun- inni hafa litla þekkingu, og enga skoðan — vita ekkert hvað þeir tala um. í Heimdalli hefur Hannes Hafstein ritað æfisögu-ágrip Brandesar, og eftir hans eig- in fyrirsögn, að því er höfundurinn segir. Þar er sagt frá hversu fullur Brandes hafi verið af efasemdum út af trúnni, sundur rifinn og kvalinn af óttalegu sálarstríði og brennandi þorsta eftir rjettlætinu, og nú fór liann að blaða í biblíunni til þess að leita sjer huggunar og fullnægingar í hinni eilífu bók, til þess að leita að guði, en hann fann ekki guð, og komst svo að þeirri niðurstöðu, að „þar er enginn guð“. Maður finnur ekki altjend guð þó maður blaði í biblíunni. Brandes varð þess vegna að vera Atheisti, og svo verða allir hang „lærisveinar", þessir nýju Realistar, að verða Atheistar. Raunar

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.