Lögrétta - 01.07.1932, Síða 37

Lögrétta - 01.07.1932, Síða 37
361 LÖGRJETTA 362 er það víst, eins og Hegel hefur tekið fram, að menn hafi oft verið kallaðir Atheistar, ef þeir ekki trúðu beinlínis öllu því sem kirkjan kennir; en þessir menn, sem jeg á hjer við, eru ekki þeir menn, sem leita sannleikans af hjarta og alvöru; þeir kann- ast hvorki við persónulegan guð nje annað líf — ekki af því þeir hafi nokkra skoðan, þar sem þeir hvorki hafa lesið neitt að ráði, það menn viti, nje hugsað neitt, heldur er þetta hjá þeim tómt orðaglamur, þeir neita öllu, og hæðast náttúrlega að þeim, sem eru svo mikið „á eftir tímanum" að hafa'þess- konar trú. Þetta stendur í sambandi við aila þeirra „skoðan“ á skáldskapnum — eða rjettara sagt við allt þetta mas, sem þeir hafa um hann, og um suma sem þeir leggj- ast á; þeir vilja eyðileggja alt sem var fyrir þeirra daga, nema fáeina útvalda, sem þeir skjóta skjólshendi yfir; þeim finst alt gam- alt, sem er orðið níu eða tíu ára; þegar maður er fertugur, þá er maður óbrúkan- legur, hvað þá ef maður er eldri — því skyldi þá ekki líka guð vera orðinn of gam- all fyrir þessa æskunnar Apollóna, eða öll vor trú á eftir tímanum? Eins og rótin til þessara vorra ungu skáldkappa er í Danmörku, í Brandes, eins hefur Brandes fengið sinn Atheismus frá Frakklandi, frá París — þar sem Ernest Renan hefur ritað um Krist og sögu Gyð- inga, sem hann kallar svo, en sem er ekkert annað en ljettúðugur Róman — þar sem Emil Zóla er, þessi merkilegi rithöfundur, sem þeir eru svo hrifnir af fyrir það, að hann lýsir ekki öðru en viðbjóðslegustu hlandforum hins argasta skríls og úrþvætt- is mannfjelagsins, þar sem útfarinn hórkall og kneipu-slarkari er látinn heita „Jesús Kristur“ — þetta þykir þeim skáldskapur, þetta segja þeir sje sá ekta og eftirsóknar- verði „Realismus“. — Vjer heyrum oft prje- dikað um trúarefni, eða rjettara sagt, að tómur Moral eða skynsemistrú eigi að koma í stað trúarinnar — það á að afnema hug- myndina um persónulegan guð, og setja sl^ynsemina í staðinn, eða náttúruna, eða einhverjar djúpsettar physiskar Combina- tionir, eins og Háckel vill — hann heldur því fram, að af stundan náttúruvísindanna muni fram koma sú sanna trú, sem sje inni- falin í rjettum skilningi á alheiminum og öllum hans undrum, en nú er Háekel Athe- isti og trúir á ekkert nema þá líkamlegu hluti, svo ekkert er til nema materían ein, og fyrir svoleiðis menn getur ekkert verið til nema Moral. Annars gæti mótsögn verið í þessum skoðunum, því: getur ekki rjettur skilningur á alheiminum einmitt leitt til trú- arinnar á persónulegan guð ? — Það hefur . aldrei verið til nein atheistisk þjóð, það er að segja: engin þjóð hefur afneitað guðs- hugmyndinni með vilja og skoðan, en Athe- ismus hefur ætíð verið isoleraður eða hjá einstökum mönnum, og það mjög fáum. Raunar hafa menn ekki fundið merki til neinnar trúar hjá allralægstu mannflokkum, t. a. m. á Nýja-Hollandi, en þar er ekki um neinn „Atheismus“ að tala. Frá steinaldar- þjóðum finnast engar menjar, sem af verði ráðið um trú, en þeir gátu tilbeðið náttúr- una eða náttúru-hluti (Fetisch; þetta kem- ur enda fyrir hjer á landi í heiðni: Þorsteinn rauðnefur blótaði foss í Rangá) — og þó að menn fyrst hafi verið alveg trúlausir, þá gat trúin myndast smám saman af náttúru- skoðan, og vitum vjer þetta um margar þjóðir; það getur verið fult eins góð og rjett trú eins og hin svokallaða „opinberaða“ trú, sem einungis er kennd af mönnum. Sje náttúran guðs verk, hvað er þá að þeirri trú, sem fram gengin er af þeim? 1 Páls- kirkjunni í Lundúnum er minnisvarði yfir Wren, sem bygði kirkjuna, og er þetta letur á: „Si monumentum quaeris, circumspice" — má ekki eins segja þetta um guð og nátt- úruna? Ef vjer getum ekkert sannað, þá geta hinir enn síður sannað. Deistarnir hafa þó ætíð náttúruna og mannlega þörf að styðjast við; Atheistarnir ekkert nema neit- anir. En alstaðar hafa menn seint eða snemma þó komist að þeirri niðurstöðu, að eintómur Moral er ónógur; menn þurfa eitt- hvað annað og meira, og þetta meira — nefnilega guðs-hugmyndin — hefur fram- boðið sig sjálft: það er náttúran öll, sem ber vitnið. En hversu oft týnum vjer, og íinnum ekki, þó að það liggi beint fyrir augum vorum. Það mun þykja meira „móð- ins“, meira „Brandesarlegt" að vera Athe-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.