Lögrétta - 01.07.1932, Page 42

Lögrétta - 01.07.1932, Page 42
371 372 LÖGRJETTA —1805) og Goethe (1749—1832), hin miklu höfuðskáld, sem hófu fegurðina og fegurð- artilfinninguna upp á sinn hæsta tind, eink- um Goethe, sem var skáld, nátturufræðing- ur, fornfræðingur, fagurfræðingur og sagn- fræðingur. Goethe hefur verið kallaður Realisti, og honum talið hað til hróss af sumum, en hann er alt eins Idealisti og Romantiker — einn höfundur hefur jafn- vel sagt að hann væri hinn mesti Idealisti sem nokkurntíma hefði verið til; Schiller er alment kallaður Idealisti, en hann er alt fyrir það einnig víða rómantiskur og víða fullkomlega realistiskur, af þeirri einföldu orsök, að alt þetta finst sameinað hjá liverju skáldi, enda hjá hverjum manni yfir höfuð. En hversu mikið sem ágæti þessara manna var, þá fullnægði það samt ekki öll- um til iengdar. Menn heimta sífelt breyt- ingu: „mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“ — þetta kem- ur altaf aftur og aftur. Hin fornu Ideöl eru og verða altaf köld og dauð, menn heimt- uðu eitthvað annað, en gerðu sjer þó ekki ljósa hugmynd um hvernig það ætti að vera — menn heimtuðu líf og trú, og án efa hafði katólska kirkjan einnig áhrif á þetta, þó að hreifingin væri mest hjá Lút- ersmönnum — menn sneru sjer aftur til miðaldanna með öllu þeirra andalífi, álfum og forynjum, og þannig kom upp hin svo- nefnda „nýja Rómantík“. Goethe þótti of kaldur, of eintrjáningslega klassiskur, Schiller of eintrjáningslega idealistiskur og heimspekilegur; mönnum líkaði hvorki frelsið nje heimspekin, og þótti þetta ekki leiða að því takmarki sem menn ættu að ná; þeim fanst alt leiða menn inn í trúleysi, materíalismus, efasemdir og svikula drauma. Þeir ætluðu því að stofna nýjan skáldaheim, þar sem menn gæti fundið sannleikann, þar sem geislandi dimma Ijeki um gulllega ávexti og ódáinsblóm, þar sem andinn gæti unað sjer í undursamlegu hálfrökkri og eilífri sælu. Veruleg hugsun nægði ekki lengur, heldur átti nú alt að skoðast og skiljast með „innri sjón“, með einhverjum mystiskum anda-krafti. Það var eins og miðaldirnar ættu að rísa upp aftur með öllum þeirra mysticismus, riddaraskap og æfintýrum — lífið var ekki annað en skáldlegt spilverk, skáldskapurinn ekki ann- að en mystiskur leikur, þar sem hver mátti lifa og láta eins og hann vildi. — Um þetta leyti (seinast á 18. og framan af 19. öld) var mikil heimspekileg hreifing í Þýska- landi, Aristoteles og Plato, Bruno og Spin- oza voru lesnir, og enn fleiri heimspekinga- rit, og tóku menn upp ýmislegt úr þeim og lögðu til grundvallar fyrir skoðaninni á heiminum og skilninginum á hinum eilífu sannleikum, sem Kant, Fichte, Herbart og Hegel reyndu til að finna; það var andstæði meðvitundar og hlutarins, sín sjálfs o g veruleikans. Alt Þýskaland var þá altekið af „heimspekingum“, og einn af þeim var Schelling (1775—1854). En þar sem hinir sögðu að skýra mætti hvað með öðru, og allt þetta væri ekki annað en misjöfn stig af sama eðli, þá skoðaði Schelling það sem verulegar mótsetningar, og sagði að þær væru allar sameinaðar í guði, og í rauninni guð sjálfur, andinn og náttúran væru sam- einuð í guði, eða: að andi og náttúra væri hið sama, það ideala og reala hið sama. Þessu mótmæltu hinir og sögðu að mótsetn- ingamar yrðu enn skarpari og ólíkari með þessum hætti, því Schelling flytti þær frá hinum endanlega heimi til guðs eigin veru; en þá varði Shcelling sig með því, að sam- eining eða miðlun mótsagnanna yrði ekki skilin nema á mystiskan hátt, með „intellect- uel Intuition“, sem hann kallaði svo, sem er — innri sjón skilningsins, en alls ekki með eintómri skynsemi. Schelling var mjög vel lærður og náttúrufróður, og framsetti kenn- ingar sínar skáldlega og fjörugt, og fylgdu þeim margir merkir menn, Oken, Görres, Tieck og margir fleiri, og af þessum kenn- ingum myndaðist hinn nýi rómantiski skáldaflokkur. Skoðanir hans má framsetja hjer um bil með þessum orðum: Einungis skáldið heíur lykilinn til hins mystiska undraheims, til náttúrunnar með öllum hennar leyndardómum, einungis skáldið skilur sameiningu hins gjörvalla í guði. 1 skáldskapnum fær skáldið meðal til að láta alt þetta í ljósi, og þannig fær allur þessi skáldskapur á sig meir eða minna mystisk-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.