Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 44

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 44
375 LösGRJETTA 376 l’aðan var hann fluttur sofandi heim til sín. — Það hafa verið makalaus skáld, hessir sem gerðu þessi kvæði sem kend eru við Hómer, þar sem hinn sanni verulegleiki (Realitet) er svo fagurlega saman ofinn við rómantíska fegurð, að það hefur verið fyr- iimynd um allar aldir. Jeg skal taka einn stað, lýsinguna á staðnum þar sem Feak- arnir lentu með Odysseif (Od. XIII 96) : „I 1 þöku landi er vík nokkur kend við Forkunn, gamlan sjávarguð. Þar ganga tveir sæbratt- ir eyrar-oddar fram fyrir víkina, og taka úr í hvassviðrum stórsjóinn að utan, en þar fyrir innan geta þau þóptusterku skip legið festarlaus, þegar þau eru komin upp í lendinguna. Inn við víkurbotninn er við- smjörsviðartrje með löngu laufi, og nálægt trjenu er yndislegur hellir dimmur; hann er helgaður þeim landvættum er kallast vatna- gyðjur. I hellinum eru skaftker og brúsar af steini, og hafa hunangsflugur þar í bu sín; þar eru afarlangir vefjarrifir af steini, og vefa vatnagyðjurnar þar forkunnar fagran sjávarpurpura; þar eru og sí-renn- andi vatnslindir. Tveir eru munnar á hell- inum, annar móti norðri, og ganga menskir rr.enn niður um þann munnann; annar munninn veit móti suðri, sá er helgari en hinn munninn; þar er inngangur hinna ó- dauðlegu guða, og þar ganga aldrei menn um“ — fegri náttúrulýsingu get jeg ekki ímyndað mjer, og hún er fögur einmitt af því hún er svo rómantísk. Þessi Rómantík gengur í gegnum allan skáldskap Grikkja og Rómverja, sem af öllum mönnum með viti hefur verið tekinn sem fyrirmynd og leiðarstjarna; af því smekkur þessara fornu skálda var svo hreinn og skeikaði ekki, það var eins og hinn guðlegi andi fegurðarinn- ar væri yfir þeim og stýrði þeim, án þess þeir vissu sjálfir. — Jeg hef ekkert tæki- færi til að fara nákvæmlega út í þetta efni og nefna til skáld á öllum tímum; jeg hef áður minst á Shakespeare, sem venjulega ekki er kallaður rómantískur, en hvað er t. a. m. Macbeth annað en Rómantík? Spá- nornirnar á heiðinni í stormi og skruggum — jeg hef drepið á þetta hjer á undan, en jeg bæti því hjer við, að í öllum leikjum Shakespeare’s er Rómantík, og nú seinast í fyrra var Othelle tekinn fyrir og snúið í hárómantíska Operu af Verdi, og fór í sig- urhrósi um alla Evrópu, l^rátt fyrir alla Realista — þannig er hver Opera, þær eru allar rómantískar. — Þessi fámenni Real- ista-flokkur hefur einnig fengið nokkra áhangendur í Noregi, og Henrik Jæger hef- ur verið að hrósa Henrik Ibsen fyrir það, að hann útrými Rómantíkinni, en það er eintómt orðaglamur. í „Olaf Liliekrans“ segir Ibsen: „Ilar dti aldrig hört om Haugkongens Skat, der lyser sorn röden Guld hver Nat? Men vil du með Hænder tage derpaa, intet du finder uden Grus og Straa; og hör nrig, Alfhild, det vel sig hænder at Livet artcs paa samme Sæt: kom dct ikke for nær, det træffer sig let at Fingrene smaa du brænder" ... (Hugmyndin er alls ekki ný; hjá Goethe er hún t. a. m. í vísu sem heitir „Die Freu- den“: ,Es flattert um die Welle“ o. s. frv., og sama hugsun kemur ótal sinnum fyrir) — svo segir sá realistiski dómari: „Det er som man ser den ibsenske Pessimisme, der her træder frem for förste Gang og lader Ligklokkerne ringe over Romantiken med dens sværmeriske Optimisme“ (ó, hversu hátíðlegt!) — og svo ýmislegt annað um „Kampen mellen Romantik og Virkelighed“ o, s. frv. — en þetta eru tómir útúrsnún- ingar, eða þá misskilningur; því hvorki Ib- sen nje önnur skáld hafa trúað á „Roman- tik“ sem „Virkelighed" (verulegleika), held- ur hafa þær rómantísku hugmyndir ein- ungis verið brúkaðar sem fegurð — annars mætti líka bera upp á Goethe, að hann hafi trúað fyrir alvöru að „der Erlkönig“ (álfakon- ungurinn) væri til, og svo mætti segja um fleiri; það getur verið að Schellings menn sumir hafi trúað þessu, en hinir seinni hafa ;kki skoðað það öðruvísi en sem skáldlega fegurð. Aftur á móti verður því ekki neit- að, að það má misbrúka Rómantíkina, svo hún verður alt of svæsin og ber alt ofur- liði, eins og Richard Wagner (3) ber ljós- astan vott um. Grundtvig gamli keyrir miðaldar-Rómantík inn í nútíðina með öðrum eins nöfnum og „Danmarks Krö-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.