Lögrétta - 01.07.1932, Síða 47

Lögrétta - 01.07.1932, Síða 47
381 LÖGRJETTA 382 Islensk blaðamenska*6flf öríndí 8ftír Þorst. Gíslason I. Það er talið, að íslensk blaðamenska hefj- ist með Mánaðartíðindum Magnúsar Ketils- sonar sýslumanns 1773. Síðan eru nú liðin nær 160 ár. En um blaðamenskuna í heild, sem þátt í þj óðarmenningunni, hefur miklu ininna verið skrifað en ætla mætti. Til eru æíisögur nokkurra helstu blaðamannanna, sem dánir eru, svo sem Magnúsar Stephen- sen, Jóns Guðmundssonar, Björns Jónsson- ar og Jóns Ólafssonar, og Hannes Þor- steinsson skjalavörður hefur skrifað sögu elsta blaðs landsins, þegar það átti fimtíu ára afmæli, en það var Þjóðólfur 1898 og var Hannes þá ritstjóri hans og útgefandi. Þeirri sögu fylgir nákvæm skrá yfir íslensk blöð fram til þess tíma, og kom þetta út í blaðinu sjálfu í nóvember 1898. Vilhjálmur Þ. Gíslason magister skrifaði í Eimreiðina 1923 grein í minningu þess, að þá var blaðamenska hjer á landi hundrað og fimtíu ára gömul. Þar er nokkuð sagt frá upphafi blaðamenskunnar erlendis, sögu hennar, starfsaðferðum og áhrifum, og svo er þar litið yfir blaðamenskuna hjer á landi og getið að nokkru flestra hinna merkari íslenskra blaða og tímarita. Á ensku hefur Halldór prófessor Hermanns- son skrifað sögu íslenskra tímarita fram til 1874, í Islandica. Þessar þrjár ritgerðir eru helstu yfirlitsgreinarnar, sem fram hafa komið um þetta efni. Það gefur að skilja, að á þeim tíma, sem jeg hef hjer til umráða, get jeg aðeins minst á nokkra höfuðdrætti í sögu blaða- menskunnar, og í sambandi við þá minst helstu mannanna, sem dýpst spor hafa markað á þessu sviði, og svo einstakra at- burða, sem einkennandi eru annaðhvort fyrir viss tímabil eða mennina, sem um er að ræða. *) þetta er innleiðsla að umræðum þeim, sem ióru fram í útvarpinu síðastliðinn vetur um ís- lenska blaðamensku og margir tóku þátt í. Eins og fyr segir, er talið að íslensk blaðamenska hefjist með Mánaðartíðindum Magnúsar Ketilssonar sýslumanns í Dala- sýslu. Þá var prentsmiðja í Hrappsey á Breiðafirði, og þar voru þau prentuð. Þau voru á donsku og hjetu ekki Mánaðartíð- indi heldur Maanedstidende. Ekki ber þó að skilja þetta svo sem höfundurinn væri ó- þjóðlegur maður og vildi útrýma íslensk- unni. Hann neitar þessu sjálfur og segist þvert á móti eiga örðugt með að skrifa dönsku. En blaðið var einkum ætlað em- bættismannastjettinni og verslunarstjettinni og í þeim báðum var margt danskra manna, sem ekki skildi íslensku. Mánaðartíðindin komu aðeins út í fjögur ár, 1873—76, en úr því hefst útgáfa íslenskra tímarita, og er byrjunin gerð af íslendingum í Kaup- mannahöfn með útgáfu ársrita Lærdóms- listafjelagsins. Jón Eiríksson konferentsráð hafði þar forgönguna og ritin komu út í 15 bindum og fluttu margar þarfar og fróð- iegar hugvekjur. Þá tekur Magnús Step- hensen við með sínum mörgu frjettaritum og fræðiritum. Magnús var hjer nær ein- ráður um alla bókagerð um aldamótin 1800 og góðan spöl frameftir 19. öldinni, enda rjeði hann hjer þá mestu á öllum sviðum. Með starfsemi Hins íslenska bókmentafje- lags, sem stofnað var 1816, fluttist þunga- miðja bókagerðarinnar aftur til Kaup- mannahafnar, með því að Hafnardeild fje- lagsins varð mestu ráðandi um allar fram- kvæmdir þess, og hún fór að gefa út vand- að frjettarit, „Skírnir", sem nú er elsta tímarit Norðurlanda. Svo koma þjóðernis- vakningar-tímaritin: Ármann á Alþingi 1829, Fjölnir 1835 og Ný fjelagsrit 1841. Öll eru þau stofnuð af Hafnar-Islending- um og koma út í Kaupmannahöfn. Hjer heima kom út „Sunnanpósturinn“, sem miklu minna kvað að, og síðar „Reykjavík- urpósturinn". Jón Sigurðsson kallar tímarit sitt „Ný fjelagsrit“ og minnir með því á, að það eigi að verða framhald Lærdóms-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.