Lögrétta - 01.07.1932, Síða 48

Lögrétta - 01.07.1932, Síða 48
383 L ÖGRJETTA 384 listafjelagsritanna gömlu. Þessi þrjú síð- astnefndu tímarit eru á bókmentasviðinu fulltrúar þeirrar sterku þjóðarvakningar, sem hjer varð á fyrri hluta 19. aldarinnar, og vekjararnir eru fyrst og fremst þessir menn: Baldvin Einarsson, Brynjólfur Pjet- ursson, Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæ- mundsson og Jón Sigurðsson. Þeir dóu allir ungir, nema Jón Sigurðsson. Svona var málunum komið, þegar elsta blaðið var stofnað hjer á landi, „Þjóðólfur", 1848. Alþingi hafði þá verið endurreist fyrir nokkru og frelsis- og framfara-hreyf- ingar höfðu magnast í þjóðlífinu, svo að menn fundu til þarfar fyrir stærri og tíð- ari málgögn en tímaritin. Nokkrir menn í Reykjavík tóku sig þá til og afrjeðu stofn- un hálfsmánaðarblaðs og nefndu „Þjóðólf“. Sjera Sveinbjörn IJallgrímsson, aðstoðar- prestur á Kálfatjörn, tók að sjer ritstjórn- ina. Þjóðólfur varð frjálslynt blað og lenti í erjum við valdamennina hjer í Reykjavík, sem studdu dönsku stjómina að málum, svo að Sveinbjörn varð um eitt skeið að láta prenta blaðið í Kaupmannahöfn, af því að valdamennirnir hjer, sem prentsmiðjunni rjeðu, vildu ekki prenta það. Varð Svein- björn svo, eftir fjögur ár, að hætta útgáf- unni. En þá, 1852, tók við blaðinu maður, sem getið hefur sjer ágætan orðstír í sögu íslenskrar blaðamensku og var ritstjóri og útgefandi „Þjóðólfs“ yfir 20 ár, eða fram til vors 1874. Þessi maður var Jón Guðmundsson al- þingismaður. Hann var jafnaldri Jónasar Hallgrímssonar, lítið eitt eldri en Jón Sig- urðsson, og því hálffimtugur að aldri, er hann tók við ritstjóm Þjóðólfs, stúdent frá 1832, og þar næst eftirmaður Jónasar Hall- grímssonar á skrifstofu Ulstrups landfó- geta. Síðan umboðsmaður Kirkjubæjar- klausturs, bjó 10 ár í Kirkjubæ á Síðu og var fulltrúi Skaftfellinga á þjóðfundin- um 1851. Áður hafði hann tekið próf í dönskum lögum í Kaupmannahöfn og verið settur sýslumaður í Skaftafellssýslu. En fyrir framkomu sína á þjóðfundinum var hann sviftur embætti. Honum var ásamt Jóni Sigurðssyni og Eggerti sýslumanni Briem falið af þjóðfundinum að færa kon- ungi kæru út af f-ramkomu stiftamtmanns, en úr þeirri för kom Jón heim embættis- laus, og tók þá við Þjóðólfi. Hann átti sæti á ráðgjafarþingunum frá byrjun og var kosinn á fyrsta löggjafarþingið, en andað- ist áður það kæmi saman, 31. maí 1875. Á baráttuárunum frá þjóðfundinum og fram til 1874 hygg jeg að enginn maður liafi haft meiri áhrif á skoðanir almenn- ings en Jón Guðmundsson, að Jóni Sigurðs- s^ni einum undanskildum. Og enginn efi er á því, að „Þjóðólfur“ hefur haft miklu stærri lesendahóp en „Ný fjelagsrit“, þótt ritgerðir Jóns Sigurðssonar þar sjeu altaf leiðarstjarnan í stjórnmálunum og hann ieiðtogi þingsins. Hannes Þorsteinsson segir svo frá útbreiðslu „Þjóðólfs" 50 fyrstu ár- in: Jón Guðmundsson tók við blaðinu af Sveinbirni með rúmum 800 kaupendum. Hjá Jóni Guðmundssyni náði það aldrei hærri kaupendatölu en rúml. 1200, og með þeirri kaupendatölu seldi hann það sjera Matth. Jochumssyni 1874. Hjá Jóni Ólafs- syni, sem gaf það út frá 1881—87, varð kaupendatalan 1400, hjá Þorleifi Jónssyni, frá 1887—91 varð hún 1700, og 1898 hefur hún hjá Hannesi Þorsteinssyni komist upp í rúrnl. 2000. Enginn efi er á því, að Þjóð- ólfur hefur fram til 1874 haft hæsta kaup- endatölu allra íslenskra blaða, svo að há- markið hefur þá verið 1200 kaupendur. Blaðið varð hjá Jóni Guðmundssyni viku- blað, en var í litlu broti. Ekki var það fjöl- breytt að efni, en innihaldið var veigamikið og rúmið vel notað. Það, sem hjelt Þjóðólfi uppi á þessum árum, fremur öllum samtíð- arblöðum hans, var án efa fastheldni hans við málstað íslendinga í stjórnmálabarátt- unni og það álit, sem Jón Guðmundsson vann sjer með þingmensku sinni og blaða- rnensku. „Þeim heiðri verður Jón aldrei sviftur“, segir Hannes Þorsteinsson, „að hann hafi fyrstur hafið íslenska blaða- mensku til vegs og virðingar, og sýnt, að liún væri vald, sem menn yrðu að óttast og virða, ef rjett væri að farið“. Nýtt blað var stofnað í Reykjavík ári síðar en Þjóðólfur og hjet „Landstíðindin“, ritstjóri Pjetur Pjetursson, síðar biskup.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.