Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 49

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 49
385 L ÖGRJETTA Það átti að verða málgagn þeirra, sem vildu hægari sókn í stjórnmálabaráttunni en hinir, sem fylktu sjer undir merki Jóns Sigurðssonar. En blaðið varð skammlíft, og sama reyndist um fleiri blöð, sem stofnuð voru í sama tilgangi á næstu árum, svo sem „Ný tíðindi“ og „Ingólf“. Þau lifðu að- eins fá ár hvert um sig. Um 1860 söfnuðust margir ritfærir menn að nýju blaði, sem „íslendingur“ hjet og vel var til vandað. En hann fjell samt í valinn eftir fá ár. Þjóðólfur var eina blaðið, sem hjelt velli. Á Akureyri hófst blaðaútgáfa 1853 fyrir forgöngu Björns Jónssonar frá Grenjaðar- stað, sem áður hafði verið bóndi á Möðru- völlum í Hörgárdal og síðar verslunarstjóri á Siglufirði og Akureyri. Var hann kominn yfir fimtugt, þegar hann tók að fást við blaðaútgáfu, en hjelt svo út við hana til hárrar elli. Blaðið hjet „Norðri“, hálfsmán- aðarblað í líkri stærð og Þjóðólfur og var Björn ritstjóri 3ja fyrstu árganganna, en síðan sjera Sveinn Skúlason fram til 1861. Þá tók Björn aftur við og kallaði nú blaðið ,,Norðanfara“ og gaf það út frarn á árið 1885, en dó ári síðar, 84 ára gamall. Fyrir 1874 voru aðeins gefin hjer út blöð í Reykjavík og á Akureyri. Margir þjóðkunnir menn lögðu meiri eða minni skerf til blaðamenskunnar á þessum árum, auk þeirra, sem nefndir hafa verið, svo sem Páll Melsteð, Halldór Kr. Friðriks- son, Jón Hjaltalín, Jón Pjetursson, sjera Magnús Grímsson, Pjetur Guðjohnsen, Benedikt Sveinsson o. fl. Og eins blaða- manns er ógetið, sem vakti á sjer almenna athygli kringum 1870, þótt ungur væri, en það er Jón Ólafsson. Má án efa líta á fyrstu framkomu ’ hans í blaðamenskunni sem merki um þann anda, sem ríkjandi var meðal ungra manna, einkum stúdenta, á síð- ustu árum stjórnmálabaráttunnar fyrir 1874. Fyrsta blaðið, sem hann var við rið- inn, ,,Baldur“, var gert upptækt, er hann birti í því, tvítugur að aldri, kvæðið „Is- !endingabrag“, sem síðar varð alkunnugt. Flýði hann þá til Noregs. Tveimur árum síðar byrjaði hann „Gönguhrólf“. Var þá landshöfðingjaembættið nýstofnað hjer gegn vilja Islendinga og var Jón Guðmunds- 386 son mjög hvassyrtur út af því í Þjóðólfi, en stúdentar og- skólapiltar gerðu uppþot gegn landshöfðingjanum og varð Jón Ólafs- son talsmaður þeirra í Gönguhrólfi, svo að sökin skall á honum. Landshöfðingi höfðaði n:ál gegn blaðinu. Það varð að hætta og Jón flýði land í annað sinn, og nú til Ame- ríku. Þeir voru viðkvæmnari embættismenn- irnir og valdhafarnir í þá daga en þeir eru nú orðið, því skammir Jóns um Finsen iandshöfðingja eru smáræði á móti því, sem helt er yfir valdhafana í blöðunum nú orðið. Að þjóðhátíðinni lokinni, haustið 1874, var nýtt blað stofnað í Reykjavík og nefnt „Isafold“, útgefandi og ritstjóri Björn Jóns- son. Björn var bóndasonur úr Dalasýslu, en hafði á undanförnum árum stundað laga- nám við háskólann í Kaupmannahöfn, kynst þar Jóni Sigurðssyni og orðið sam- verkamaður hans við „Ný fjelagsrit“ og aðdáandi hans, eins og títt var um unga Ilafnar-íslendinga á þeim árum. Björn var þá 28 ára gamall, hafði ekki lokið námi, en hugur hans snúist að þjóðmálum. Brátt kom það fram í blaðamenskunni, að hann var ágætlega ritfær. Hann fór hóflega og gætilega á stað, en blað hans náði fljótt vinsældum og varð við hliðina á Þjóðólfi, sem sjera Matth. Jochumsson átti þá og stýrði, annað aðalblað landsins. Stjórnmála- stríðið lá að miklu leyti niðri fyrstu árin eftir 1874. En er endurskoðunarbaráttan hófst, undir forustu Benedikts Sveinssonar sýslumanns, dró ísafold sig í hlje og var þá talin íhaldsblað og stjórnarblað. Hún var altaf andvíg Benedikt Sveinssyni, var með „miðluninni“ svonefndu 1889 og með dr. Valtý Guðmundssyni, er hann kom fram með sínar tillögur 1897. En áhrif Björns og ísafoldar höfðu frá byrjun farið sívaxandi og nokkru fyrir 1890 er hún orðin stærsta blað landsins, ráðrík og fylgin sjer og læt- ur flest mál mjög til sín taka. En yfirhönd- inni í stjómmálunum ná þau Björn og ísa- fold samt aldrei fyr en í kosningunum 1908. Annar helsti blaðamaðurinn á þessum ár- um er Jón Ólafsson, nokkrum árum yngri en Björn, eigi síður en hann ágætlega rit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.