Lögrétta - 01.07.1932, Síða 52

Lögrétta - 01.07.1932, Síða 52
391 LÖGRJETTA 392 II. Jeg er nú kominn fram að þeim tíma, þegar jeg fór að hafa persónuleg kynni af biaðamenskunni. Jeg kom heim frá háskól- anum í Kaupmannahöfn sumarið 1896. Ilafði á undanförnum árum verið töluvert riðinn við Hafnar-Islendinga-blaðið „Sunn- anfara“, hafði keypt það og gefið út um hríð í Kaupmannahöfn, en flutti það nú heim. Um tíma var jeg við ritstjórn „Dag- skrár“, en stofnaði svo blaðið „ísland“. Það, sem vakað hafði fyrir mjer í Kaupmanna- höfn og fyrst eftir að jeg kom heim, var, að Islendingar ættu að krefjast skilnaðar frá Danmörku. En þær skoðanir fengu þá ekki fylgi nema nokkurra ungra manna, og þegar deilan skall yfir milli Valtýinga og Heimastjórnarmanna druknuðu þær alveg. Kynlegast var, að málgagn Benedikts Sveissonar. „Dagskrá“, sem Einar skáld Benediktsson þá stýrði, gerði sjer mest far um að rífa þær niður og dæma sem barna- skap og flónsku. En Benedikt sagði mjer sjálfur, að ef hann yrði undir í deilunni við Valtýinga, þá tæki hann upp skilnaðarkröf- urnar. En þær komu ekki fram fyr en iöngu síðar, og þá frá Landvarnarflokkn- um. Haustið 1907 var fyrst stofnað Blaða- mannafjelag í Reykjavík, og bendir það á, að blaðamönnunum sjálfum hafi, sumum að minsta kosti, fundist þörf á, að þeir breyttu eitthvað framkomu hver gegn öðrum og gætu unnið saman, er um sameiginleg á- bugamál væri að ræða. Forgönguna höfðu þeir Jón Ólafsson og Björn Jónsson. Jón gekk á milli og talaði fyrir málinu. Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir hefur síðar sagt mjer, að upphaflega hafi hún vakið máls á þessu við Björn. Það fór svo, að fjelagið var stofnað. En tveir blaðamenn vildu ekki í það ganga: Hannes Þorsteinsson og Einar Benediktsson. Hannes kom þó á fyrsta fund- inn. En þeim Birni samdi þar ekki um sam- eiginlegan auglýsingataxta, og Hannes fór. Fjelagsskapurinn gekk vel framanaf. Jón var kosinn formaður, Björn gjaldkeri og jeg skrifari. Aðrir í fjelaginu voru: hjónin Valdimar og Bríet, Einar H. Kvaran og síð- ar Jón Jacobson landsbókavörður. Frú Bríet var þá útgefandi og ritstjóri Kvennablaðs- ins, sem orðið var mjög útbreytt blað og vinsælt hjá kvenþjóðinni. Jón Jacobson var þar sem fulltrúi útgefenda „Nýju aldarinn- ar“, en hún var nýtt blað, sem Jón ólafs- son stýrði, stofnuð af forvígismönnum kaupfjelaganna eftir þinglokin 1897 og er fyrsta kaupfjelagablaðið hjer, en kaupfje- lagaforkólfarnir á þingi fylgdu þá og lengi síðan Heimastjómarflokknum að málum, sem þá var að myndast í þinginu. Fundir Blaðamannafjelagsins voru í fyrstu haldnir í litlu herbergi í Iðnaðarmannahúsinu, uppi. Við komum þar saman einu sinni í viku, borðuðum þar stundum, að minsta kosti Björn, Jón og jeg, drukkum ætíð kaffi og spjölluðum saman, oft fram á nætur. Fyrir kom það, er sölu var lokið í veitingahúsinu, að þau hjónin Bríet og Valdimar buðu öll- um heim til sín, og þá var sest þar að kaffidrykkju. Stundum sátum við þrír eftir, er aðrir fóru, Björn, Jón og jeg. Þeir voru þá kátir og ljeku á als oddi og hafði jeg mikið gaman af tali þeirra, Jón var óþreyt- andi í því, að segja sögur af náunganum og Björn var líka miklu meira fyrir það gef- inn, en margur mun ætla. En góða sam- komulagið stóð ekki lengi. Stafsetningar- deilan mikla kom þá upp og er mjer það enn með öllu óskiljanlegt, hve miklum hita og heift hún gat hleypt í menn. Blaða- mannafjelagið samþykti nokkrar breyting- ar á stafsetningarreglum þeim, sem þá voru tíðkaðar, en þær voru að minsta kosti þrjár, vildi samrýma þær og tók sína rit- venjuna úr hverri. Um þetta var rifist af heift bæði í blöðum og á opinberum fund- um. Og af því að jeg af vissum ástæðum gat ekki fylgst með blaðamannafjelaginu í þessu máli, þótt mjer væri í raun og veru stafsetningarmálið ekkert kappsmál, var jeg rekinn úr fjelaginu. Vera má þó, að aðrar deilur hafi eins miklu ráðið um þetta, þótt þessi væri höfð á oddinum. Annars sýnist mjer nú eftir á, að blaðaerjur þær, sem jeg átti í á þessum árum, hafi stund- um verið eins mikið mjer að kenna og hinum. Nokkru fyrir aldamótin hófst deilan milli Valtýinga og Heimastjórnarmanna, og þá fyrst fór að myndast hjer í landinu reglu-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.