Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 54

Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 54
895 LÖGRJETTA 396 Heimastjórnarmanna, vegna, að mig minn- ir, smávægilegs ágreinings um einhver at- riði sambandslagafrumvarpsins, sem auð- gert virtist að jafna. Jeg man ekki betur en að það væru þeir Jón Ólafsson og Björn M. Ólsen, sem mest beittu sjer fyrir brott- rekstrinum. Ritstjóm stjórnarblaðanna var þá þannig fyrir komið, að stjórnmálarit- stjórnin var falin nefndum, svokölluðum ritnefndum. í þeim voru í fyrstu aðeins þingmenn, sem staðið höfðu að stofnun blaðanna, alt góðir menn og gegnir en ekki vanir blaðamensku, þótt þeir væru ágæt- lega ritfærir og þaulkunnugir öllum lands- málum. Þetta átti að gera blöðin prúðari í rithætti en þau höfðu verið á baráttutím- anum að undanförnu og miða til þess, að lægja flokkastríðið. Og stjórnarblöðin voru líka á þessum árum mjög grandvör og' máske um of væg við andstæðingana, nema „Reykjavíkin". En fyrir kosningarnar 1908 var ritstjórnin tekin af Jóni Ólafssyni og fengin ritnefnd, með ritstjóra, sem ekki átti að skrifa um stjórnmál. Jón Ólafsson hafði í lok konungsheimsóknarinnar 1907 unnið sjer til óhelgi hjá stjórninni með greininni „Konunginn vantar —“. Jeg hafði ekkert með stjórnmálaritstjórn „Lögrjettu" að gera þrjú fyrstu árin, heldur ritnefndin. En í henni voru ágætir menn: Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, Guðmundur Björns- son, síðar landlæknir, og þar á eftir Jón Þorláksson og um tíma Hannes Hafstein, eftir að hann ljet af ráðherraembætti í fyrra skiftið. Stjórnarandstæðingar voru miklu betur vígbúnir að blöðum og höfðu á sínu bandi öll elstu blöðin. Með þeim voru: ísafold, Þjóðólfur, Þjóðviljinn, Norðurland og Ing- ólfur, en á móti: Lögrjetta, Reykjavík og Norðri, alt kornung blöð. Jeg minnist þess, að einhver, líklega íslendingur úr flokki stjórnarandstæðinga, benti á þetta í dönsku blaði, hve yfirgnæfandi blaðafylgi frum- varpsandstæðingar hefðu, en Finnur Jóns- son prófessor svaraði og sagði, að þetta hefði miklu minni þýðingu á íslandi en annarsstaðar. Það væru ekki blöðin, sera þar rjeðu skoðunum almennings. En stjórn- in beið, svo sem kunnugt er, mikinn ósigur við þessar kosningar, og vafalaust áttu ein- mitt blöðin sinn mikla þátt í því. Eftir ósigurinn og stjómarskiftin varð sú breyting á heimastjórnarblöðunum, að rit- nefndirnar hurfu bráðlega úr sögunni, Lög- rjetta var stækkuð og jeg tók litlu síðar við ritstjórn hennar að öllu leyti. Jón Ólafs- son tók aftur við Reykjavíkinni. Hannes Þorsteinsson seldi Þjóðólf, Pjetur Zophón- íasson tók við honum og Þjóðólfur kom aftur yfir í herbúðir Heimastjórnarmanna. Á stjórnarárum Björns Jónssonar, sem tók við völdum 1909, eftir sigur Sjálfstæðis- flokksins haustinu áður, hófst einhver snarpasta blaðasenna, sem hjer hefur verið háð, og endaði með því, að Heimastjórnar- menn unnu enn stærri sigur við kosning- arnar 1911, en Sjálfstæðismenn höfðu unn- ið 1908, og tóku aftur við stjórn. Nú varð það almenn trú, reist á úrslitum þessara tveggja kosninga, 1908 og 1911, að blöðin rjeðu öllu. Þeir ynnu sigur við kosn- ingar, sem hæst og mest skömmuðu and- stæðingana, og sú trú helst enn. Ekki mun þó örugt á henni að byggja. Satt er það, að sjálfstæðisblöðin skömmuðust mikið á ár- unum 1904—8 og heimastjórnarblöðin ekki minna á árunum 1909—11. En því er áður lýst, að blaðalið Sjálfstæðismanna var miklu meira en hinna 1908. En 1911 var blaðalið þeirra orðið alt annað, Björn Jónsson, Hann- es Þorsteinsson og Einar H. Kvaran, voru þá komnir út úr blaðamenskunni og Skúli Thoroddsen að miklu leyti skilinn við stjórnarflokkinn. Heimastjórnarblöðin, sem voru ung 1908, höfðu magnast og náð rót- festu. Lögrjetta varð á þessum árum og næstu árum sterkasta blað landsins. Nokkru síðar var Einar H. Kvaran um eitt skeið samverkamaður hennar. En nú er sagan sögð framundir þann tíma, er Heimsstyrjöldin hófst og gamla flokkaskiftingin lagðist niður. Við lok heimsstyrjaldarinnar voru öll blöðin, sem. nefnd hafa verið hjer á undan, dáin, nema Logrjetta, og ísafold kom þá út sem ó- sjálfstæð aukaútgáfa af „Morgunblaðinu". Þetta var af því, að öll blöðin höfðu verið háð gömlu stjórnmálaflokkunum, en nú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.