Lögrétta - 01.07.1932, Side 57

Lögrétta - 01.07.1932, Side 57
401 LÖGRJETT A 402 TAenn, sem je II Valdemar Sríem Jeg var á níunda árinu, þegar fóstri minn kom mjer fyrir hjá bekkjarbróður og vini sínum, sjera Valdemari; en svo var hann æfinlega nefndur, en ekki sjera Briem. Fór jeg um vorið, eða snemmsumars, austur með sonum hans Jóhanni og Ólafi og var með okkur Halldór Jónsson frá Ármóti eða Ámóti í Flóa. Jeg var bundinn í hnakkinn og teymdu þeir undir mjer til skiftis. Var sú ætlun, að við gistum þar; en þeg- ar þangað var komið um nóttina, guðaði Halldór á glugga uppi í bæjarsundi og kom litlu síðar niður á stjettina og sagði ómögu- legt að hýsa okkur, því alt væri á rúi og stúi vegna bygginga; er það í fyrsta, síð- asta og einasta skiftið, sem mjer hefur verið úthýst á íslenskum sveitabæ; fylgdi hann okkur að einhverjum öðrum bæ, sem mig minnir þeir nefndu Oddgeirshóla og gat jeg ekki sofið um nóttina vegna þess, að jeg lá við íslenskar rekkjuvoðir, en ekki lök, eins og jeg var vanur. ----Jeg veit það fyrirfram, að mjer muni veitast örðugt að draga skýra, rjetta og vel gerða mynd af þessu óskabarni ís- lendinga og bið því þá fáu, sem lesa kunnu þessi minnisskrif mín, að virða á betri veg og lesa í málið — og meina jeg þar með meira, en venja er. Jeg var látinn sofa í svokölluðu „litla kamersi“ upp af baðstofunni, í bedda; aldrei hefur mjer hugkvæmst fyr en nú, er jeg endurles þessar lír.ur, að orðið: „beddi“ er engilsaxneska, nfl. „bett“. — Aldrei sofnaði jeg fyr en undir morgun og þá útgrátinn þ. e. a. s. grátinn þur. Mjer leiddist svo mikið og fanst jeg vera svo einmani; bræðurnir voru bráðþroska og skiftu sjer ekkert af mjer, en smátt og smátt fór jeg að hænast að sjera Valde- mari sjálfum og talaði hann við mig ein- hverju því mildu tungumáli, sem jeg skildi betur, en annara. 6ftír 3 man Sígurð Sígurðsson ^ fró >Frnarholtí Smátt og smátt rann af mjer þessi ó- þreyju- og leiðindavíma enda sje jeg n ú, að heimilið hefur verið frábært; ekkert hjú fór þaðan, nema eitthvert sjerstakt tilefni væri, hjúskapur, ráðsmenska o. s. frv. — Jeg var látinn reka kýrnar á morgnana og varð stundum mjög gönguþreyttur. Ein- hverju sinni lagðist jeg niður við stórt flag og fór af rælni að þefa upp úr því, sterkt og lengi; mj er fanst þetta hressa mig svo undarlega mikið. Sagði jeg prófessor Christiansen á Lyfsveinaskólanum í Kaup- mannahöfn frá þessu síðar; en hann kendi þar efnafræði. Hann taldi engan efa á því, að þarna hefði verið Radium-Emanation, eða útstreymi radiums, úr jörðinni. Víst er um það, að jeg fór að staðaldri að gera þetta. Sjera VJdemar var mjög frjálslyndur heimilisfaðir og frjálslyndur í hrepps, sýslu og landsmálum; hann var það og í trúmál- um. Einhverju sinni sagði hann mjer, að þegar hann var í sálmabókarnefndinni gömlu, hefði sjera Helgi Hálfdánarson, sem var einlægur trúmaður „af gamla skólan- um“ og merkismaður, sem sjera Valdemar talaði virðulega um og af hlýju, sagt við einhvern í nefndinni um sálmana hans; „Þetta eru ekki sálmar, þetta eru kvæði“ og hefðu fáir orðað þetta betur, eða sannar. Jeg fann aldrei yl hins „regigiösa“ manns af því sem hann sagði eða orti; hann hugs- aði „æstethiskt“, eða frá fagurfræðilegu sjónarmiði og má vel sjá þetta af sálmin- um „Þótt holdið liggi lágt“, sem að vísu ber á sjer allan ytri orða blæ trúhneigðar, en er að innan orðlist og ljómandi skáld- skapur að auki — en síður en svo barnsleg áköllun til drottins, eða trúarinnar tungu- tak, svo sem var hjá sjera Helga sjálfum. Sjera Helgi var mikill og góður maður og sannur ættjarðarvinur; um hann orti Eben- ezer silfursmiður á Eyrarbakka þessa vísu: „Trúarbragða lekur læk, lítt þótt verði að noti,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.