Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 59

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 59
405 LÖGRJETTA 406 ónotuð, nema þegar heldri menn bar að garði á sumrum; var það alloft síðari hluta sumars. Öðrum gestum var boðið í þing- húsið, sem stóð í húsaröðinni. Einhverju sinni komu þeir Ólsen, Hannes Hafstein og Tvede lyfsali úr Reykjavík og var þá glatt á hjalla og vín drukkið — konjakstoddý — talsvert fram eftir nóttu. Það var um það bil að Stúdentabókin var í aðsigi og bað Hannes sjera Valdemar um eitthvað í hana; — „jeg skal gera það, ef þú sendir mjer sálm“, sagði prestur. Kom þá töluvert síðar „Sálmur yfir víni“, öðru nafni „Guð ljet fögur vínber vaxa“, í gamla „Sunnanfara“, eftir Hannes.; en prestur svaraði með Parodi upp á kvæði Gríms, eða rjettara sagt stælingu, af „Goðmundi á Glæsivöllum" og man jeg nokkuð af því. Ekki hef jeg sjeð hana á prenti. Iljá Guönnmdi í Laugardtclum glcði er í liöll. (dymja iilátrasköll. Og prestar og leikmenn láta þar sem tröll — en læknirinn verstur er allra. Fúl er hún Ölfusá, Flóanum lijá ferleg rennur á; en fúlla er i glösunum Guðmundi lijá jeg meina aðeins meðalaglösin. Guðmundur iæknir er lítið eitt hýr. Hann er lagardýr. — — — — — — — — — — n. s. frv. en engir þola drykkinn nema klerkar. Sá siður var á Núpi og hann góður, að húsbændurnir skrifuðu í smábók hjá sjer hitt og þetta, sem þeim fanst vanhaga um til heimilisins jafnóðum og hvað eftir, að þau hjónin tóku eftir því. Bók þessi var síðan endurskoðuð daginn áður, en sent var í kaupstaðinn og það strikað út aftur og flutt í nýja bók, sem þótti mega bíða til næsta árs. Man jeg, að skrifaðir stóðu hengilampinri í stofuna og borðlampi handa honum sjálfum; fram að því hafði hann notast við strokk-kerti og formakerti, en leiddist að vera sí og æ að taka af skarið. En við endurskoðunina strikaði hann út lampann hjá sjer, í það skifti; lampinn í gestastofuna gekk fyrir, enda var það og er ef til vill enn siður í sveitum, að gestum er geymt og ætlað alt, sem er bezt í koti karls. Gestkvæmt var mjög að sumrinu til og ekki síst af útlendingum, þótt merkilegt megi heita, þegar þess er gætt, að Núpur var síst í þjóðbraut; einkum komu þeir, sem ætluðu Sprengisand, eða til Heklu — en þá var hvorug áin brúuð, Ölvesá nje Þjórsá. Aftur á móti sást naumast gestur að vetri, nema frá nágrannabæjunum; þeir komu oft og einkum af einum þeirra á máltíðum. Ein- hverju sinni komu tveir Englendingar og höfðu 2 —tvo — fylgdarmenn, og marga hesta; var jeg látinn vaka yfir þeim um nóttina og koma heim með þá á dag- málum. Annar útlendinganna ætlaði að borga mjer eina krónu fyrir, en jeg tók ekki við henni; hvort það var af gikks- hætti, eða jeg kunni ekki við að þiggja Lorgun, man jeg nú ekki. Heslarnir voru sextán. Einn gestur kom úr fjarlægð, á hverjum vetri og var velkominn, Sigurður Magnús- son á Kópsvatni; reið hann litlum hesti jarpskjóttum, sem kallaður var Kópsvatns- skjóni og var gammvakur og taumlipur; reið Sigurður þó við digra kaðaltauma. Sigurður var einstakt prúðmenni og gáf- aður og hæglætisfyndinn. Hann var að sjálf- sögðu í hreppsnefndinni. Sögð var sú saga, ein af mörgum, af honum, að einhverju sinni væri þeir nefndarmennirnir við niður- jöfnun og þar til heyrði að „setja niður“ niðursetningana, sveitarómagana, þ. e. að útvega, eða ætla hverjum þeim samastað; enda áttu sumir bændur hægara um, að greiða útsvar sitt á þennan hátt, en borga í beinhörðum peningum í myntlausu, eða myntlitlu landi. (Efnabændur, sem árum saman áttu inni í Lefolis verslun, eða Eyr- arbakkabúð, fengu samt einhverja sæmilega úrlausn í peningum í kauptíðarlokin, eða þá um það leyti, að þeir hjeldu heim til sín. En það dróst oft marga daga, að röðin kæmi að viðskiftamanni). Hittist þá svo á, að einn þeirra gleymdist, eða varð einhvern veginn útundan, þegar alt var að öðru leyti klapp- að og klárt. Sagði Sigurður þá, að það væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.