Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 63

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 63
413 LÖGRJETTA 414 um skemtileg, þrungin fjöri og góðlátlegri kímni, og svo lifandi, að áheyrendurnir sáu alt fyrir hugskotssjónum sínum, er hún sagði frá. Á síðari árum þráði Dame Bertha að koma aítur til íslands, en þorði ekki að fara svo langt frá föður sínum ellihrumum. f landi sínu — og víðar um heim — var Miss Phillpotts mikils metin fyrir lærdóm sinn, gáfur og margvísleg störf. Sjálf hafði hún mestan hug á vísindalegum ritstörfum. 1913 kom út eftir hana bókin „Kinred and Clan“, er fjallar um ættabönd germanskra þjóða. Fyrir þá bók hlaut hún doktorsnafn- bót við háskólann í Dublin. 1920 kom út „The Elder Edda“ með mjög frumlegum kenningum um uppruna eddukvæðanna. Báðar þessar bækur vöktu mikla athygli. Seinna þýddi hún á ensku Sögu Jóns Ólafs- sonar Indíafara, og skömmu fyrir andlát hennar kom út í „Home University Library“ útgáfunni „Edda and Saga“, alþýðlegt rit um gullaldarbókmentir vorar, skemtilegt og fróðlegt fyrir alla, sem þeim unna. Öll rit Miss Phillpotts bera merki strangrar vís- indamensku, þróttmikillar, frumlegrar hugs- unar og ágætrar framsetningargáfu. En Miss Phillpotts fjekk ekki að vera ó- skift við vísindastörfin, því margvísleg verkefni kölluðu að, og Miss Phillpotts spurði aldrei um sínar eigin óskir, heldur hvernig hún gæti gert mest gagn. Að loknu háskólaprófi var hún nokkur ár bókavörður við Girton College, Cambridge, og auk þess einkaritari hins þekta ensk-austurríska heimspekings, Pr. von Hiigels baróns. 1914 fór hún til Stokkhólms og gerðist bústýra fyrir bróður sinn, sem starfaði þar við bretsku sendisveitina, og auk þess einkarit- ari enska sendiherrans. Englendingar áttu mjög erfitt uppdráttar í Svíþjóð á ófriðar- árunum, og Miss Phillpotts lagði svo mik- ið á sig, að heilsa hennar beið þess aldrei bætur. Fyrir þetta starf sæmdi enska stjórnin hana orðunni 0. B. E. 1918 varð Miss Phillpotts forstöðukona Westfield College, sem er deild af Lundúna- háskóla. I þeirri stöðu naut hún sín ágæt- lega. Vísindamenska hennar varpaði ljóma á þá mentastofnun, sem hún veitti forstöðu, og mannkostir hennar voru slíkir, að hún gat í smáu sem stóru verið fyrirmynd hinna mörgu ungu kvenna, er leituðu sjer ment- unar undir umsjá hennar. Samkennarar hennar elskuðu hana og virtu. Við nem- endurnir mikluðumst af henni. Það bar n arga góða gesti að garði á Westfield, ekki síst á þeim dögum, og á látbragði þeirra allra lásum við aðdáun á forstöðukonunni. Miss Phillpotts mun hafa verið rúmlega fertug um þetta leyti, en okkur fanst hún altaf ung. Fjörið var svo mikið og áhuginn, samfara kvenlega feimnislegu viðmóti, sem var mjög aðlaðandi. Jeg hef aldrei orðið vör við eins djúpa og samhuga hrygð og ríkti í samkomusaln- um á Westfield, þegar Miss Phillpotts til- kynti, að hún ætlaði að fara þaðan og verða forstöðukona Girton College. Sjálf fór hún ófús frá Westfield, og ekki gekst hún fyrir upphefðinni, þó að Girton væri elsta og' frægasta kvenna „College“ á Englandi, og forstaða þess veglegasta staða, sem enskri mentakonu gat hlotnast. Hún fór til Girton af því að það var hennar College (hún hafði stundað þar nám) og þurfti hennar við. Háskóladeildir kvenna í Cambrigde voru um þetta leyti í vanda staddar. Aðrir enskir háskólar, fyrst og fremst Lundúnaháskóli, höfðu fyrir löngu veitt konum öll sömu rjettindi og karlmönnum. 1920 var gengið tiJ atkvæða um það bæði í Oxford og Cam- bridge, hvort veita skyldi konum rjett há- skólaborgara (prófrjettindi o. s. frv.). Ox- ford veitti hann, en Cambridge synjaði. Um þetta leyti losnaði forstöðukonustaðan við Girton, og stjórn skólans bað Miss Phill- potts að taka við henni. Var leitað til henn- ar vegna þess, að hún var álitin fremsta vísindakona Englands. Henni var best af öllum enskum mentakonum treyst til að halda fyrirlestra, er yrðu viðurkendir af körlum jafnt sem konum að vera meðal ldnna fremstu, er völ væri á í Cambridge. 1923 var skipuð nefnd til þess að endur- skoða skipulag Cambridge-háskólans, og var Miss Phillpotts eina konan, sem átti sæti í þeirri nefnd. 1928 átti hún sæti í svipaðri nefnd fyrir Lundúnaháskóla. Mun það að mestu hafa verið Miss Phillpotts að þakka, að kvenstúdentar í Cambridge fengu að lok-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.