Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 64

Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 64
415 416 LÖGRJETTA um flest sömu rjettindi og' karlmenn. Fyrir starf sitt í þessum nefndum hlaut Miss Phillpotts nafnbótina „Dame of the British Empire“. Er það aðalstign, sem veitt er lconum fyrir frábær afrek. Nokkrum árum eftir að Miss Phillpotts hafði tekið við stjórn Girton College, dó móðir hennar af bílslysi. Faðir hennar var þá einstæðingur á níræðisaldri. Þá sagði Miss Phillpotts af sjer forstöðu Girton College og fór til föður síns, sem bjó í Tunbridge Wells í Kent. Samt hjelt hún áfram að halda fyrirlestra í Cambridge og hafði þar umsjón með stundun norrænna fræða. Hún ók jaínan á milli í bíl, sem hún átti og stjórnaði sjálf. Árið 1981 dó faðir htnnar. Skömmu seinna giftist Dame Bertha H. F. Newall prófessor í stjörnufræði í Cambridge, en ljetst eftir sex mánaða hjóna- band. Hún hafði haldið veikindum sínum leyndum, og kom því andlátsfregn hennar öllum á óvart og var sem reiðarslag fyrir vini hennar fjær og nær. ísland hefur mist mikils við fráfall Dame Bertha Newall. Fáir útlendingar munu hafa skilið íslendinga glöggar nje viljað þeim betur. Hug sinn til íslendingar sýndi Dame Bertha best með því að greiða götu allra þeirra Islendinga, sem hún náði til á Eng- landi. Sem dæmi þess hvernig hún var við Islendinga get jeg sagt frá því, hvernig nún l eyndist mjer. Jeg hafði fyrir skömmu lokið stúdentsprófi, þegar Miss Phillpotts tók við forstöðu Westfield College, og var þá spurtst fyrir um það hjá henni, hvort jeg rnundi geta fengið upptöku á skólann. Miss Phillpotts svaraði þeirri fyrirspurn þannig, að hún bauð mjer námsstyrk (£50 á ári), ef jeg vildi stunda nám á Westfield í 8 ár og ljúka prófi í ensku sem aðalnámsgrein, en íslensku sem aukanámsgrein. Nokkrir slíkir styrkir eru veittir á hverju ári, og verða enskir stúdentar að keppa um þá. Mjer var veittur styrkurinn próflaust. Auk þess átti jeg á námsárum mínum í Eng- landi stöðugt athvarf þar sem Miss Phill- potts var. Miss Phillpotts var fríð kona sýnum, ávalt glæsilega búin og höfðingleg í framgöngu. Hún var búin öllum þeim kostum, sem best- Stohhhólms - mínníngar 1916-1919 Síminn hringir. — Það er elskuleg rödd, sem spyr hvort jeg vilji vera svo góður að lofa Pathé-Vecojournal að taka mynd af mjer fyrir vikuna. Jeg flýti mjer á films- vísu að gera mig „fínann“, tek lakkskóna mína og held af stað. Filmtökumaðurinn og jeg komum okkur saman um, eftir nokkra umhugsun, að best sje að taka íslenska söngvarann á göngu í Stokkhólmi. Ljek jeg hlutverkið þar eftir. — Þá var Fairbanks- grínið í mikilli tísku, og ræddum við um hvort jeg heldur ætti að ganga djúphugsi og þegar stansað var eins og filmshetjurn- ar þá gerðu, að kveikja í vindlingi og líta viturlega í kringum mig, eða þá hvort jeg ætti að hneigja mig og brosa a la Fairbanks framan í myndtökuvjelina og taka hattinn ofan og heilsa þannig Svíum. Með þessum hætti varð fyrsta kvikmyndin til, sem sýnd var í viku snemma á árinu 1916 af íslenska söngvaranum í Stokkhólmi. Það varð einnig til þess, eftir söngför uppi í Norðlandi, að þegar til Stokkhólms kom var oft hvíslað á götunni: „Dár gár ir eru með ensku þjóðinni, en laus við þá galla, er stundum fylgja þeim. Dómsýki átti hún ekki til nje hneykslunargimi. Hún gerði sjer meira far um að skilja en dæma. Hún var einlægur friðarvinur og hafði mikinn áhuga á starfi Þjóðabandalagsins. Aðal- þættirnir í skapgerð hennar voru ósjer- plægni, fórnfýsi, ræktarsemi, trygð. Þótt heilsa hennar væri jafnan veil, unni hún sjer sjaldan hvíldar og lagði sig í líma við alt sem hún gerði. Hún átti ætíð svo ann- ríkt, að vinir hennar fengu oft litlar fregnir af henni, meðan alt ljek í lyndi, en þegar á móti bljes, var hún manna f.vrst til að hjálpa. Sá er vinur, sem í raun reynist, seg- ir málshátturinn, og vinir Miss Phillpotts munu margir geta sagt um hana eins og Jón ögmundsson sagði forðum um ísleif biskup: „Jeg minnist hennar, þegar jeg heyri góðs manns — eða góðrar konu — getið“. Anna Bjarnadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.