Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 65

Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 65
417 L ÖGRJETTA 418 Stefansson“, og var það náttúrlega ekki ó- þægilegt, einkum þegar fallegar varir hvísl- uðu nafn manns. — Já, fagri Stokkhólmur. Þín minnist jeg jafnvel eftir að hafa sjeð fræga fegurðarstaði, fyrir hina norrænu prúðmensku þína og fyrir það andlega líf, sem hafði í sjer glæsimensku og kraft okk- ar kynstofns. Fjöldi nafna, sem þá voru á tindinum koma mjer í hug. Hjalmar Brant- ing, hinn víðfrægi ráðherra er seinna varð, er einn af þeim. Einn dag kemur vinkona rnín og segir að jeg skuli hitta Branting í kvöld. Hlakkaði jeg mikið til þess. Þau hjónin búa þá ofarlega á Dronninggatan. Hin þekta kona Brantings, alkunn í Stokk- hólmi sem rithöfundur og leikdómari, tekur á móti mjer. Það var hátíðlegt yfir heimil- inu og jeg spyr hvort margra gesta sje von, — jeg sá borðið svo fagurlega skreytt. „Nei“, segir frúin. „Við höfum skreytt borðið fyrir yður og yðar lands liti höfum við valið“. Þetta var náttúrlega ungum manni til mikillar uppörfunar og gleði og jeg undraðist yfir hvemig stórmenni í öðr- um löndum gáfu sjer tíma til að láta sig alt skifta. Ekki minst hjer heima hef jeg verið að líta eftir einhverri líkri afstöðu stjórnmálamanna vorra til listamannanna. Einna fyrstur varð Sigurður Eggerz sem forsætisráðhena til þess að þora að bjóða listunum til sætis við ráðherraborðið, og minnist jeg ekki til að aðrir ráðherrar hafi iært af því, sem þeir hafa þó sjeð að tíðk- ast í þessum efnum meðal annara þjóða. í Uppsölum hitti jeg prófessor A. Noren. Hann talaði íslensku og eins og mentamenn vorir vita, vai' hann kennari í norrænu við háskólann þar. Hann tók mjer vel og man jeg að við töluðum um að jeg væri annar í röðinni íslenskra söngvara í heimsókn í Uppsöium. Gunnlaugur Ormstunga var á undan og kvað fyrir Sigurð jarl og var hann leystur út með gjöfum, skykkju og gullbúinni öxi. Á konsert í Uppsölum söng jeg meðal annars eitt lag eftir hið l'ræga tónskáld og söngstjóra, Hugo Alvén. Stóð lónskáldið upp og klappaði er lagið var sungið og varð að endurtaka það. — Is- lensk tónskáld ættu að leggja sjer þetta á minni. — Á eftir konsertinn bauð hann mjer út á „Norlands Nation“, stúdentahús r.orlendinga, og kallaði hann saman nokkra söngmenn úr „Orpheifs Dránge“ og sungu þeir fyrir mig um kvöldið og skildum við um sólaruppkomu í ekta Uppsala-stúdenta- skapi. Þama sá jeg fyrst erkibiskup Svía, hinn fræga Natanel Söderblom. Þar var þá hald- inn stór kirkjukongress, en þegar ljósin voru að slokkna í konsertsalnum kom hann til að þakka mjer komuna til Uppsala og sagði mjer að fjölskylda sín hefði haft rnikla gleði af. Jeg hef oft síðan, á sama liátt og jeg áðan gat um, orðið að undrast, hvað þeir, sem ríkjum ráða í andans heimi, geta gefið sjer tíma til alls og láta ekkert ganga fram hjá sjer umhugsunarlaust. Jeg verð að staldra lengur við minning- una um þennan merka Svía. í styrjöldinni miklu reyndi hann að koma friði á. Fór hann þess á leit við páfann, að allur hinn kristni heimur tæki höndum saman til að fá styrjöldina endaða. Vatikanið svaraði þó að samvinna gæti ekki orðið með pró- testöntum, þar sem það hafði þá skoðun, að einungis ætti að vera „einn hirðir og ein hjörð“. Fleiri ágætismál eins og kirkjunn- ar störf fyrir stríðsflóttamenn gerði hann mikið fyrir. Seinasta árið sem hann lifði, sá jeg hann í London. Sænska kirkjan var full. Krónprins Svía og dóttir hans Ingi- björg voru við guðsþjónustuna og fleiri stórmenni úr sænsku nýlendunni í London. Sálmurinn, sem sunginn er á undan ræðu hans er ekki á enda. Biskupinn fer hægt upp í stólinn, er þar hugsi eins og fjarlæg- ur öllu frammi fyrir fólkinu, fellur á knje, ltggur þar lengi eftir að söngurinn er hætt- ur, stígur svo upp og heldur ræðu sína með þeirri fegurstu rödd, er hugsast getur, hreimfagurri, mjúkri, kröftugri og fyllist kirkjan af helgiblæ við alvöruþunga tign þessa einkennilega stórmennis. Jeg reyni að lýsa þessu, því sjaldan hefur nokkurt stór- menni Evrópu hrifið mig jafnmikið með tal- rödd sinni, að Mussolini kannske einum undanteknum og sýnt mjer jafnvel að rödd- in er spegiil sálarinnar, eins og einmitt þessi rólegi kraftur manns, sem hefur á- kveðna skoðun og trúir. — 1 ræðulok mint-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.