Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 68

Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 68
423 LÖGRJETTA 424 fræðingur, og þótti flestum fremri í þeirri grein, en sagt er, að einhverju sinni hafi hann fengið stórmál til meðferðar þar sem skjólstæðingur hans var raunverulega hinn seki, en með málsnild sinni og lögkænsku tókst Alfons þó að fá hann sýknaðan, en upp frá því ákvað hann að hætta slíkri starfsemi, sem hægt var að láta brjóta svo mjög í bág við rjettlætið, en helga líf sitt guðsdýrkun upp frá því. „Redemptoristareglan“ er fremur ströng og gefur sig einkum við því að predika iðrun og afturhvarf fyrir alþýðu manna. Eftir venjulegt 6 ára guðfræði- og heim- spekinám tók van Rossum prestsvígslu 1879. Þessi ungi prestur fjekk 1 byrjun það starf, að uppfræða hina yngri meðlimi regl- unnar. Fyrst í undirbúningsskólanum og síðar sem guðfræðikennari í prestaskólan- um í Wittem. Klaustrið í Wittem er að vísu orðið ærið gamalt en einkum var það starf- semi von Rossum kardínála, sem hóf það til vegs og virðingar. Á sama tíma var hann einnig docent í mælskufræði við klausturskóla í Roermond, og bar öllum nemendum hans saman um, að hjá honum færi saman mikill lærdómur, glöggur skiln- ingur og kennatahæfileikar, enda báru þeir traust til hans og vottuðu honum virðingu sína. Guðrækni, lærdómur og dugnaður hins unga forstöðumanns við klaustrið í Wittem spurðist til Rómaborgar, og þannig orsak- aðist það, að hann var kallaður þangað af yfirmanni reglunnar til þess að miðla reglu- bræðrum sínum af hinum mikla lærdómi sem kennari þeirra. Svo var það, að at- hygli hins mikla páfa Leós XIII. beindist að þessum ötula prestaskólakennara. Um I.eó XIII., sem var afburða lærdófnsmaður, er sagt, að hann hafi lesið Islendingasögur á frummálinu sjer til gamans. Hjá honum fjekk van Rossum ýms erfið viðfangsefni, sem honum tókst að inna prýðilega af hendi. Píus páfi X., sem kom næst eftir Leó XIII., hafði einnig hinar mestu mætur á van Rossum, og skipaði hann í nefnd þá, er hafði með höndum að endurskoða kirkju- r.iettinn. Einnig sendi páfi hann í eftirlits- ferðir. til margra klaustra og prestaskóla. Hann tók og mikinn þátt í að ræða og rita um ýmiskonar stórmál, guðfræðilegs efnis. Þar á meðal barðist hann ötullega gegn ný- guðfræðinni svonefndu, sem á þessum tím- um var að revna að festa rætur innan Rómversku kirkjunnar. Eins og áður er sagt, naut van Rossum óskifts trausts reglubræðra sinna, og 1896 var hann kosinn í aðalstjórn reglunnar. 27. nóvember 1911 útnefndi Píus páfi X. van Rossum sem kardínála hinnar Rómversk kaþólsku kirkju. Við það tækifæri sagði páfinn þessi merkilegu orð: „Þessi útnefn- ing er meiri heiður fyrir kardínálaráðið en fvrir kardínálann sjálfan“. Rjett fyrir ófriðinn mikla var kardínálinn viðstaddur á hinum mikla „Eukaristiska kongressi“ (altarissakramentistilbeiðslu) í Vínarborg, og komst í mikla vináttu við hinn gamla góða Franz Jósef keisara. 1924 var hann og viðstaddur samskonar tækifæri í Amsterdam og var veitt konungleg mót- taka af þjóð sinni. En 1918 byrjar þó ef til vill merkiiegasti þátturinn í starfssögu þessa mikilhæfa manns, því í martsmánuði það ár varð hann „Præfect“ (forstöðu- maður) fyrir „Propaganda fide“ (útbreiðsla trúarinnar) eftir andlát kardínála Serafíni, og var vígður til biskups af Benedikt páfa XV. og fjekk erkíbiskupsnafnbót. Þá kom greinilega í ljós hversu miklum stjórnarahæfileikum hann var gæddur, því eins og nærri má geta, var æði margt sem þurfti að reisa úr rústum eftir hinn mikla hildarleik, en hann gat það sem fæstir eru færir um, að gera svo að flestum vel líki; og víst er um það, að Þjóðverjar, sem á þeim tíma voru fremur vinfáir, eru ekki búnir að gleyma hinni göfugmannlegu sam- úð, sem. hann vottaði þeim, á hinum mikla þrengingartíma þeirra. Eitt meðal hinna mörgu vandamála, sem hann hafði með að gjöra, var að fá afljett hinni svívirðilegu og blóðugu lcirkjuofsókn í Mexícó, sem byrjaði 1926, og varaði 1 rúm 2 ár. Eins og gefur að skilja, yrði of langt mál að fara nánar út í öll þau margvíslegu störf, sem van Rossum hafði með höndum á sinni löngu lífsleið, en jeg vona að það sem þegár er nefnt, nægi til þess að færa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.