Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 70

Lögrétta - 01.07.1932, Blaðsíða 70
427 L ÖGRJETTA 428 síns liðs, unnið að setningu bókarinnar, handsett hana alla, en hún er 616 bls. í stóru broti og frágangur allur hinn prýði- legasti, en ný mynd af biskupi í prests- skrúða er framan við bókina. Verðið er 18 kr. og er bókin þá bundin inn í sterkt og fallegt sjirtingsbindi. Má það heita mjög lágt verð, þegar athuguð er stærð bókar- innar. Dr. Jón Ilelgason biskup er mikilvirkur rithöfundur, svo að fæstir af eldri biskup- um vorum komast þar til jafns við hann. Lögrjetta mun síðar fá einhvern af guð- fræðingum vorum til þess að rita nánar um bókina. Heildarútgáfa af ritum Jónasar Hallgríms- sonar er að koma út á kostnað ísafoldar- prentsmiðju. Fyrsta bindið kom út 1929, en annað nú í haust. Alls eiga þau að verða fjögur, og á þriðja bindið að flytja rit- gerðir hans um náttúrufræðileg efni, en hið fjórða æfisögu hans og ýmislegt fleira. Þau tvö bindi, sem út eru komin, eru þó ekki fullgerð, og á síðar að koma einhver viðbót við hvort um sig. Umsjón með útgáfunni hafa Matthías Þórðarson fornmenjavörður og Jón Sigurðsson skrifstofustjóri frá Kald- aðarnesi. — Það er hróss vert, að Isafoldar- prentsmiðja skyldi taka að sjer útgáfu þessa stóra ritsafns á þeim erfiðu tímum, sem nú standa yfir og hvergi munu koma harðara niður en einmitt á bókagerðinni. Það lá beint við, að Bókmentafjelagið eða Menningarsjóður hefðu tekið að sjer útgáfu þessa ritsafns. Ætla má þó, að hinar miklu vinsældir Jónasar Hallgrímssonar geri það að verkum, að útgáfa ritsafnsins beri sig áður lýkur. Og án efa er þeim, sem það kaupa, óhætt að treysta því, að það fellur ekki í verði, þótt tímar líði, heldur þvert á móti. I fyrsta bindinu voru ljóðmæli, sögur o. fl., og var flest af því, sem þar kom fram, áður kunnugt. En í öðru bindinu er nær alt áður óprentað. Það eru sendibrjef Jónasar til ýmsra manna, ýmsar ritgeiðir o. fl., ým- ist á íslensku eða dönsku. Brjefin gefa miklar upplýsingar um æfi hans og starf- semi, einkum á ferðalögum hans um landið. Ilann lifði ekki full 88 ár, og var bilaður á heilsu á síðustu æfiárum sínum, án efa vegna illrar aðbúðar á ferðalögunum. Þegar þessa er gætt, er það óvenjulega mikið æfi- ístarf, sem eftir hann liggur. Og því áliti, sem margir hafa á honum haft, að hann hafi bæði verið óreglumaður og lítill starfs- maður, mun verða rækilega hrundið með útgáfu þessa ritsafns. Brjefin sýna, að þeg- ar hann byrjar ferðalög sín, er hann full- ur af áhuga, og ætlar sjer að leysa mikið verk af hendi. En svo kemur heilsuleysið, og skömmu síðar dauðinn, sem kippir hon- um burt á besta aldri. Starfstími hans er ekki nema rúmlega einn áratugur. 1 næsta bindi ritsafnsins mun margt koma fram eftir hann, sem áður var óprentað. „Alríkisstefnan“ heitir nýútkomin bók, allstór (308 bls.), eftir Ingvar Sigurðsson kand. phil., og fjallar um stjórnmálaástand heimsins, vandræðin, sem þau eru nú komin í, eftir heimsstyrjöldina miklu, og lausn út úr þeim vandræðum. Höf. telur að eina lausnin sje alríkisstefnan, sem hann lýsir í þessari bók, en hún er í því innifalin, að allar þjóðir jarðarinnar skipi sjer undir eina stjórn, sem hafi æðstu yfirráð allra ríkja, stórra og smárra, svo að ekkert þeirra sje framar fullvalda, þótt ríkjatakmörkin ann- ars geti haldið sjer og stjórn hvers ríkis hafi eftir sem áður allmikil völd innan tak- marka ríkisins. En yfirstjórn allra hinna stærstu mála, atvinnumála í víðustu merk- ingu, samgöngumála, heilbrigðismála,. mentamál o. s. frv., verði hjá alríkisstjórn- inni. Þetta á að vera Þjóðabandalag á miklu víðtækari og fastari grundvelli en það Þjóðabandalag, sem nú starfar. Vald sitt á það að framkvæma, ef á þarf að halda, með herafli, en að öðru leyti á öll hermenska að afnemast, ekkert undirríki, hve stórt sem það er, má halda her, eftir að alríkisfyrir- komulagið er komið á. Það eru kostir þessa fyrirkomulags, sem höf. lýsir í bókinni, og jafnframt nauðsyninni á breytingu frá því vandræðaástandi, sem nú á sjer stað. Hann tekur í síðari kafla ritsins upp þær aðal- mótbárur, sem hann býst við að koma muni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.