Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 6
54
ÓÐINNÍ
Tryggvi Sveinbjörnsson:
Myrkur.
Sorgarleikur í fjórum þáttum.
Priðjí þítttur.
(Sama stað. Síðari hluta dags.)
Ella (stendur við gluggann).
Einar (kemur innan úr húsinu): Ella, ertu þarna? Pví
fórstu frá mjer?
Ella: Jeg er að hlusta eftir hvort þau komi ekki.
Einar (þreifar sig áfram í áttina til hennar): Heyrir
þú nokkuð til þeirra?
Ella: Nei, ekki ennþá!
Einar (dettur um hestinn sem liggur á gólfinu): Óhræsis
myrkriðl
Ella: Veslingurinn, meiddurðu þig?
Einar (stendur uþp — forviða): Nei — það er þá Blesi.
Við höfum gleymt að fara inn með hann í dag. (Dregur
hestinn út að glugganum). Ho, ho! Nú skal jeg líka
hefna mín á þjer! Rjettu mjer hendina, Ella! (Pau taka
höndum saman). En livað það er altaf koldimt. Mamma
segir, að það verði svona þangað til í vor að sólin fer
að skína. Er langt þangað til?
Ella (sorgmædd): Nei — ekki mjög.
Einar: Hvað langt? Margir dagar?
Ella: Pú mátt ekki spyrja mig. Jeg veit það ekki.
Einar: Petta segið þið öll. Jeg spyr Ragnar. Hann
hlýtur þó að vita það!
Ella: Nei, nei. — Pú mátt ekki spyrja Ragnar. Pá þykir
honum ekki lengur vænt um þig.
Einar (grátstafur í röddinni): Jeg spyr hann samt!
Pað er leiðinlegt síðan nóttin kom. Et' það birtir ekki
fljótt aftur, verðurðu að lána mjer augun sem pabbi
kemur með handa þjer. Jeg er altaf að detta og meiða mig.
Ella: Pað sæmir ekki víking að kvarta!
Einar: En hvernig geta þau komist frá skipinu í þessu
myrkri? Er ekki nótt alstaðar?
Ella: Jú, en nú tölum við um eitthvað annað.
Einar: Mig langar mest til að vita um þetta. Fór
Ragnar með mömmu?
Ella: Nei, hann er inní herberginu sínu.
Einar: Pví er hann altaf þar? Hann er alveg hættur
að taia við okkur. Hefur hann svona mikið að gera?
Ella — því þegirðu. Er hann altaf að lesa?
Ella: Já!
Einar: Hvernig getur liann það i myrkrinu? Mamma
sagði að það væri heidur ekki hægt að kveykja á
Ijósunum.
Eila: Nú fer jeg inn!
Einar: Á jeg þá að verða einn hjerna? Elsku, farðu
ekki frá mjer! Ó, jeg vildi að Ólöf kæmi hingað! Pað
er svo óttalega langt síðan hún kom! Og Sigga! Gott á
hún að vera hjá Ólöfu!
Ella: Nú heyri jeg eittlivað! Pað eru víst þau! Petta
er málrómurinn hans pabba!
Einar: Já, já! Hæ, pabbi kominn! Pabbi, pabbi! (Hjónin
koma inn.)
Björn: Sæl verið þið börnin góð!
Einar: Elsku pabbi! Nú ertu kominn! (Rjettir fram
hendurnar.)
Björn (tekur Einar í fang sjer — kyssir hann): Já, nú
er pabbi kominn heim til litla Einars! Nú heilsa jeg
Ellu. . . .
Einar: Var ekki gaman að sigla á stóra skipinu? Fær
Ella ekki augun? Æ, segðu mjer það?
Björn: Jú. Ella fær augun!
Einar: En hvað þú átt gott, Ella! Pá getur þú sjeð í
myrkrinu! Heyrðu, þú verður stundum að lána mjer
augun! Viltu gera það? líða viltu Ieiða mig þangað til
fer að birta? Pabbi, þú hefðir líka átt að koma með
augu handa mjer!
Kristin: Guð minn góður — að hlusta á þetta!
Einar: Pví geturðu það ekki? Pú hefur þó liklega ekki
gleymt því sem þú lofaðir mjer? Pú sagðir að jeg skyldi
fá sverð og skjöld! Hvar er það?
Björn: Pað er niðri í skipinu ennþá. Hjerna! (Tekur
poka með góðgæti upp úr vasa sínum og fær lionum.)
Farðu nú inn — og getðu Ellu með þjer! (Hann fylgir
Ellu og Einari að dyrunum.) Við mamma komum strax.
(Snýr sjer að Kristínu.) Best væri líklega að segja hon-
um sannleikann!
Kristín: Nei, nei! — Jeg hef ekki kjark til þess!
Björn: Ekki þarf minni kjark til þess aö halda áfram
að skrökva að honum. Spurningar hans brenna mig
eins og glóandi járn.
Kristin: Hvað hefur þú heyrt, hjá því, sem jeg hef
orðið að hlusta á, síðan þú fórst! Eftir því, sem sjónin
minkaði, fjölgaði spurningunum. Altaf hefi jeg orðið að
ljúga og ljúga! Pað væri heldur ekki til neins að segja
honum satt. Hann tryði því ekki.
Björn: Jeg ásaka mig þunglega að jeg reyndi ekki að
fara með hann — en þá vissi jeg að vísu ekki það sem
jeg nú veit. Og hefðu læknarnir ekki geflð mjer þessa
vissu von með Siggu, væri heimkoman gleðisnauð. Pað
er sú eina gjöf sem jeg get fært þjer.
Kristin: Við skulum tala um eitthvað annað!
Björn (forviða): Skulum við tala um eitthvað annað
en það?
Kristin: Pað er þó ekki nema von!
Björn: Von, sem ætti að gleðja þig tneira en útlit er
fyrir!
Kristín: Jeg er aldrei glöð frarnar!
Björn: Ja, en Kristín! I.æknarnir fullvissuðu mig!
Fyrir rúmum mánuði heppnaðist einum lækni skurður-
inn hvað eftir annað og nú eru þeir orðnir svo vissir,
að þeim getur ekki skeikað.
Kristín: Pað er gott fyrir þá, sem geta notið þess!
Björn: Pað er skömm að segja fiá því — en áður en
jeg fór, var jeg hræddur um að Ragnar ef til vill reyndi
að skera hana upp. Svo hræddur var jeg, að jeg ljet
hann sverja mjer, að snerta ekki við henni. (Horflr á
Kristínu). Pú ert svo óvenjulega veikluleg!
Kri8tín: O-jú. Síðustu vikurnar hafa reynt talsvert á mig.
Björn: Jeg vona að kaupmaðurinn gefi mjer mánaðar
frí, en dýr verður förin! Er fatnaðurinn hennar í lagi?