Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 22
70
ÓÐINN
Sárþreytta mannkynsins sál hlýtur frið,
sáttmálann, birtuna, vissu um grið.
Stjörnurnar birtast sem ljósenglalið
lífs um svið.
Ljómar í kertisins loggeisla rós:
Ljós!
»Verði ljós!
Verði hjer Ijós!
Leitandi þrá, yfir úthöf og ós
eilífa kall þitt er: »Meira 1 jós!«
Öllum þú gefur þín elskandi jól,
öllum þá nýfæddu blessandi sól —
Æfintýrsheimum sem hjörtum manna.
Hósianna!
hljóma þú lætur til allra ranna.
Guðsdýrð þín berst yfir býlið við skóg,
borgirnar geislar og fjallanna snjó.
Inni hjá börnunum unaðinn þó
æðstan hún birtir í hátíða-ró,
hlustandi’ á brimnið frá hljóðfæra-sjó
hljómandi: »In dulci jubilok
Endurhljómsvakningin englunum frá:
Allelújá!
Föður og móður málið þýtt
mælir hann hægt af vörum, blítt:
»Vak þú minn Jesú, vak í mjer,
vaka lát þú mig eins í þjer;
sálin vaki þá sofnar líf;
sje hún ætíð í þinni hlíf«.
Látum oss biðja.
Látum oss biðja.
Drottinn! Látum oss biðja.
Andvarpið hinsta — hvíldin vær
himnesku friðarbrosi slær
ásjónu fölva yfir hans,
sem arfinn geymdi föðurlands.
»Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg;
þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að drottins náð«.
Látum oss biðja.
Látum oss biðja.
Drottinn! Látum oss biðja.
[1914].
*
Djúp-þung hvelfist in dimma nótt
dag yfir liðinn er hvílist rótt.
Berst út í eilífa húmdjúpið hljótt
hljómur frá vörum uns röddin dvín:
»Hærra, minn guð, til þín,
hærra til þin!«
Látum oss biðja.
(»Ora pro Nobis«).
íslenskum ströndum aleinn fjær,
öldungur dauða kominn nær,
bænir, sem lærði’ hann barns í trú,
barn aftur, fram hann segir nú:
»Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg;
þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að drottins náð«.
Látum oss biðja.
Látum oss biðja.
Drottinn! Látum oss biðja.
Geislandi bernsku heimur hýr
honum í dauða móti snýr.
Sira Jóhannes Lárus Lynge
Jóhannsson
er fæddur á Hesti í Borgarfirði 14. nóvember 1859.
Foreldrar hans voru síra Jóhann Tómasson, síðast
prestur í Hestþingum og síðari kona hans Arnbjörg
Jóhannesdóttir1). Var síra Jóhann gáfumaður og
skáldmæltur vel, en fátækur jafnan. Hann var
launson Tómasar stúdents Tómassonar á Slóru-
Ásgeirsá í Víðidal (f 1811) og Ásu Gísladóttur.
En foreldrar Tómasar stúdents voru: Tómas hrepp-
stjóri Guðmundsson á Þóroddsstöðum í Hrútafirði
og Guðrún Sveinsdóttir bónda á Óspaksstöðum
Sveinssonar, komin af hinni svonefndu Rauð-
brotaætt, sem orðinn er afarfjölmennur kynþáttur,
sjerstaklega í vesturhluta Húnavatnssýslu og víðar.
Hefur Tómas stúdent, er var gáfumaður mikill og
fræðimaður, ritað fyrstur manna um ættbálk
þennan á 17. og 18. öld, og er sú ættfærsla hin
vandaðasta og áreiðanlegasta, enda var Tómas
1) Meðal barna síra Jóhanns aí' fyrra hjónabandi var Valgerður
kona Guðmundar Pórðarsonar bæjarfulltrúa á Ilólnum hjer i Reykja-
vik. Síra Jóhannes er því móðurbróðir Helga læknis á Sigluflrði og
frú Sigþrúðar konu Björns Kristjánssonar fyrrum bankastjóra.