Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 15
ÓÐINN 63 Ólöf: Jeg bið pig — jeg grátbæni pig: Komdu heim með mjer! Ragnar: Nei — nei! — 0 — hlustaðu á hornin! Fáðu mjer kassann! (Hann tekur kassann). Ólöf: Og jeg sem hjelt jeg hefði sigrað. Ragnar: Jeg vil syngja með hornunum! (Tekur undir lagið . . . ). Syngdu með! Olöf: Jeg skal sigra! Nú fer jeg lieim og sæki sann- leikann! (Flýtir sjer burt með Einar). Ragnar: Nei — nei! Það máltu ekki. Þess bið jeg pig! Ólöf! Ólöf! (Setst — tekur skauta upp úr kassanum — bindur pá á sig). (Fjöldi fólks kemur eftir svellinu. Hornin pegja). Ottó (fyrst óskýrt — svo): Já, skemta sjer! Því pá ekki að skemta sjer á meðan alt leikur í lyndi! (Hóp- urinn stansar í nánd við vökina). Horllð í kringum ykkur! Sjáið dýrð vetrarkvöldsins! Já, speglast ekki jatnvel fegurð himinsins i köldum isnum? Alt petta eigið pið vetrarkvöldinu að pakka. Það lifi! (Langt húrra — glaðar raddir, samtöl og hlátrar). Pilturinn: Er hún ekki yndisleg? Stúlkan: Jeg harðbanna pjer að horl'a svona á Ilildi! Pilturinn: Líklega má jeg horfa á hana stúlkuna! Rödd: Farið ekki of nærri vökinni! Skörin er veik! Hildur (við hliðina á Ottó): Þetta var I'alleg ræða, Ottó. Rnginn hefði gert pjer pað eftir, enginn, ekki einu sinni .. Ottó: Nú situr veslings Magga heima með sárt ennið! Og Stefán! Hvað heldurðu að hann segi? Hildur: Hefurðu samviskubit? Blessað bain erlu! Rödd: Gætið ykkar! Isinn polir ekki allan pennan punga! Ragnar (sem er staðinn upp og kominn ofanað vök- inni — heldur á stafnum): Gott kvöld, góðir hálsar! Margir: Hagnar! Rödd: Það er pá skreytni, að hann sje bliodurl Rödd: Nei — pað er dagsanna! Rödd: Osköp eru að sjá manninn! Rödd: Hann lítur út eins og villimaðui! Nokkrir: Uss pei! Hann ætlar að segja citthvað! Ragnar: Jeg vildi bara taka undir með ykkur og segja: Lengi liíi petta yndislega kvöld! Rödd (aftarlega): Hvað sagði hann? Margir: Uss — . pei! Geiri: Það er gleðilegt að sjá pig aftur i okkar hóp! Velkominn! Faeinir: Já, já! Ragnar: Mjer heyrðust pað vera svo fáir, sem sögðu já. (Sumir hlæja). Jeg heyri, að sumir hlæja! Golt eiga peir, sem geta hlegið. (Nú hlæja margir hátt). Geiri: Ekki veit jeg, að hverju l'ólkið hlær! Ragnar: Sumir hlæja af gleði — sumir hlæja af sorg. Og til eru peir, sem hlæja að sinni eigin heimsku! (Hláturinn pagnar). Ottó: Eins og þjer er kunnugt, var haldinn fuudur í kvöld. Menn óskuðu eftir að pú skýrðir afstöðu pína gagnvart fjelaginu! Flestir: R.jett, rjett! (Orð pau og setningar, sem fjöld- inn segir, endurtakast tvisvar og sumar þrisvar sinnum). Geiri: Hjer er enginn fundur. Látum pví málið bíða! Ottó: Jeg leyfi mjer að setja fund og . . . Margir: Heyr, heyr! Ottó: . . og gefa Ragnari Björnssyni orðið! Nokkrir: Bravo! Ragnar: Jeg er formaður í pessu fjelagi. Að formann- inum viðstöddum, getur varaformaður ekki sett fund! (Hlátur). Rödd: Hertu pig, Ottó! Ottó: Það stendur i lögunum, að vanræki einhver prjá fundi í röð, sje hann rækur úr Ijelaginu! (Menn hlæja). Rödd: Þið færið ykkur altaf nær og nær vökinni! Ragnar: Þetta ákvæði gildir ekki um formanninn! Ottó: Hvar stendur petta í lögunum? (Menn skelli- hlæja). Nokkrir: Atkvæði, atkvæði! Ottó: Þeir, sem eru með þvi, að víkja formanni burt úr fjelaginu, geri svo vel að rjetta upp hendurnar! (Allir rjetta upp hendurnar). Rödd: Allir með pví. — Nú vantar illa úrsmiðinn! Hann pijedikar í hjálpræðishernum í kvöld. Geiri: Hjer er þó einn, sem er á móti því — sá sami segir hjermeð af sjer skrifarastöðunni — og mun aldrei koma á fundi fjelagsins framar! Ottó: Hvaða vitleysa, Geiri — hvaða vitleysa! . Ragnar (hátt): Pótt jeg sje ekki Iengur í fjelaginu, leyfi jeg mjer að stinga uppá embættismönnum í stað peirra f'ráförnu! Nokkrir: Heyr! Ragnar: Þá sting jeg uppá Ottó sem formanni og peirri sem við hlið hans slendur fyrir skrifara. (Hlátur). Þá mun klíkunni vel farnast. Ottó: Petta mál verður rætt á næsta fundi! Ragnar: Svo pakka jeg fyrir góða samvinnu. Pið haflð rekið mig úr fjelaginu. Væruð pið alt mannkynið, munduð pið reka mig úr mannfjelaginu! En hversvegna gerið pið pað? Ottó: Fyrst vegna vanrækslu pinnar við fjelagið og svo . . . Ragnar: Og svo hvað . . . komdu með pað. Ottó: Og svo vegna orðróms pins! Ragnar: Vegna orðróms míns? Af pví jeg hefi framið stórvirki? Rödd: Hann hælist af því að hafa skorið upp augun í úrsmiðnum? Ragnar: Jeg hælist ekki um pað, cn stórvirki var pað samt sem áður. Ef jeg væri sá eini, sem framið hefði stórvirki, mundi jeg þykjast af því. En það er jeg ekki. Hver maður er fæddur til þess að drýgja einhverja dáð — jafnvel sá minsti á meðal ykkar! Ottó: Hver er sá minsti á meðal okkar? (FIiss). Ragnar: Sá, sem af hræðslu við sjálfan sig og aðra, hrekkur en ekki stekkur. Ottó: Nú er jeg hættur að skilja! Ragnar: Hreykinn maður er höfði hærri en alt fólkið, þótt hann sje sá minsti á meðal þeirra. Skilurðu þetta betur? (Háreysti meðal manna). Margir: Uss þei! Geiri: Pú ættir ekki að reita þá til reiði! Ragnar: Pú veitst mjer þykir gaman að þræta. Præta er sannleikur. Ottó: Bæði sá mikli og sá litli á að standa Guði og mönnum reikningsskap orða sinna og verka.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.