Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 43
ÓÐINN 91 Thor E. Túliníus. Fyrir rúmum 15 árum, í júli 1905, flutli »Óð- inn« m\nd af Thor E. Túliníus, og er þar gelið helstu æíiatriða hans fram til þess tíma. En alla tíð síðan hefur hann rekið óslitna starfsemi í verslun og viðskiftum hjer við land, annaðist m. Thor E. Túlinfus. a. strandferðir hjer um nokkur ár, — eða Thore- fjelagið, sem hann veitti þá forstöðu, — á skip- unum »Austra« og »Vestra«, sem smíðuð voru í þeim lilgangi. En eftir að hann Ijet af forstöðu Thorefjelagsins stofnaði hann stórt verslunarfjelag, »Hinar sameinuðu islensku verslanir«, og runnu inn í það bæði eldri verslanir hans og svo allar verslanir »Gránufjelagsins«. Nú er hann fram- kvæmdastjóri þess fjelags, og rekur það verslun víða á Austfjörðum, svo sem Fáskrúðsfirði, Reyðar- firði, Eskifirði, Norðfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði, og víða á Norðurlandi, svo sem á Akureyri og Oddeyri, Siglufirði, Kolkuósi, Sauðárkróki og ef til vill víðar. Og nú fyrir skömmu hefur það keypt hina stóru, gömlu verslun Ásgeirs heitins Ásgeirssonar á ísafirði. Lýsir sjer jafnan hinn mesti dugnaður og áhugi í öllum athöfnum Túliníus- ar. Hann er og í miklu áliti, bæði hjer á landi og í Danmörku, og kom það fram í ummælum margra danskra blaða nú í sumar, er hann varð sextugur, en það var 28. júlí. Var hann þá á leið hingað til lands á skipinu »lsland«, ásamt frú sinni og tveimur dætrum, og var afmælið haldið þar hátíðlegt og margar ræður fluttar, því fjöldi farþega var með skipinu. Ritstj. »Óðins«, sem var með í förinni, orti þá eftirfarandi kvæði til Túliuíusar: Við tölum ekkert um tímans flug, Túliníus. En við minnumst á dáð og dug, Túliníus, hjá dreng, sem erlendis ungur fór á eigin spýtur og varð þar stór Túlinius. Pú mundir æ þína móðurjörð, Túliníus. Og æskubólið við Eskifjórð, Túliníus. Úr rústum alt vildir reisa þú, og rækta landið og stækka bú, Túliníus. Og bráðum fleyin þín flutu' um dröfn, Túliníus. Og íluttu vörurnar heim í höfn, Túliníus. Við skildum þig ekki alla tíð, þú áttir stundum við þjark og strið, Túliníus. En nú er unnin mörg erfið þraut, Túliníus, og mörgum hugsjónum brotin braut, Túliníus. Þú segist nú vera sextugur, en sýnist vart meir en fertugur, Túliníus. Og hvar sem fley ber þig Fróns að strönd, Túliníus, þig biður velkomin vinar hönd, Túlinius. Menn bjóða velkominn víkinginn og virða drenglund og kjarkinn þinn, Túliníus. Og lifðu enn þá um langa tíð, Túliníus. Og enn sem fyrri við starf og stríð, Túliníus. Og færðu þjóð þinni gæða gnægð og græddu sjálfum þjer auð og frægð, Túliníus.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.