Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 39
ÓÐINN
8?
En þó munu lilraunir hans við veiðivötnin taldar
merkilegri. Náttúruþekkingin hjer á landi er skamt
á veg komin, enda gætu menn margt lært af þess-
um ómentaða bónda. Við Svartárkot er dálítið
veiðivatn, en í því var Ijelegur smásilungur þegar
Einar fluttist þangað. Haustið 1883 gerði hann
fyrstu tilraun til að flylja frjógvuð silungshrogn úr
Mývatni í Svartárvatn, og mun það vera í fyrsta
sinni, sem frjógvuð silungshrogn eru flutt á milli
vatna á íslandi. Það er alveg ómenlaður maður,
sem gerir slíkt, án þess að hafa nokkuð heyrt
eða lesið um möguleika og aðferðir til þess. Þessu
starfi hjelt hann áfram, þó í smáum stíl væri,
flest haustin, sem hann var í Svartárkoti, eftir
þelta. Það hafði líka mikinn sýnilegan árangur,
silungnum fjölgaði í Svartárvatni; einnig batnaði
hann og þroskaðist við kynbæturnar. Eins og
kunnugt er mun Mývatnssilungur talinn besti sil-
ungur sem afiast í vötnum á íslandi. — Nokkrum
árum síðar voru að tilhlutun Einars flutt bleikju-
hrogn úr Mývatni í Kringluvatn, sem einnig hefur
bætt silunginn þar mjög til liagsbóta. Einstöku
menn í IJingeyjarsýIu hafa farið að dæmi Einars
í þessu efni, og orðið að gagni. Á siðari árum
hefur töluvert verið unnið að silungsklaki í Mý-
vatni, er virðist hafa fjölgað silungi og aukið
veiðina þar.
Einar og Guðrún fluttu frá Svartárkoti að höf-
uðbólinu Reykjahlíð vorið 1895, og bjuggu þar
síðan. En 1911 fengu þau jörðina alla börnum
sínum til ábúðar, og hafa nú aðsetur hjá einu
þeirra, Sigurði. Vinnur Einar enn að silungsveiði
með ólrúlegri elju, en Guðrún annast barnahörnin,
og sleppur þeim aldrei verk úr hendi, þó þau
gerist nú öldruð. — Þau eignuðust 14 börn, 5
dóu í æsku, en 9 eru á lífl: Jón, lllugi, Guðrún
og Sigurður, búa öll í Reykjahlið, ísfeld er bóndi
á Kálfaströnd, Þuríður húsfreyja í Vogum, Jónas
bóndi í Álftagerði, en Sigríður og Marja ógiftar
heima í Reykjahlíð.
Gömlu hjónin eru enn við góða heilsu og fylgj-
ast af áhuga með gengi barna sinna og sambúð,
heimilisstörfunum og þvi er við ber í fjelagslífinu
innan sveitar og utan. Enda eiga þau skilið að
njóta vel hins fallega sólseturs, undir Hlíðinni
fögru, á æfikvöldinu sínu. Það munu börnin
þeirra annast. Með þeim hugheilu óskum kvöddu
vinir og vandamenn gömlu brúðhjónin gullbrúð-
kaupskvöldið síðasta sumardag 1918. K.
Baldvin Sigurðsson. Guðný Jónsdóttir.
Lteiðrjetting1.
fau leiðu misgrip urðu í síðasta liefti »Óðins«,
að með mynd Raldvins Sigurðssonar i Garði
var sett mynd af Guðrúnu Jónsdóttur konu Ein-
ars Friðrikssonar i Reykjalilíð, en myndir þeirra
Reykjahlíðarhjónanna átti þá einnig að koma í
heftinu, en urðu eflir og koma nú. Til leiðrjett-
ingar er hjer nú aftur prenluð mynd Baldvins í
Garði og með henni mynd Guðnýjar Jónsdóttur
konu hans, sem átti að vera í síðasta hefti. — í
greininni um Garðshjónin var einnig villa, þar
sem sagt var frá sonum Garðshjónanna. Sú frá-
sögn átli að vera svona:
1. Jón, trjesmiður í Húsavík. Á Aðalbjörgu
Benediktsdóttur frá Auðnum. 2. Sigurður, bóndi í
Garði. Kvæntur Bergljótu Benediksdóttur frá Auðn-
um. 3. Benedikt, sömuleiðis bóndi í Garði. Kvænt-
ur Matthildi Halldórsdóttur frá Kálfaströnd við
Mývatn.
0
Páll Zóphóniasson skólastjóri.
Páll Zóphóníasson er fæddur í Viðvík 18. nóv.
1886, sonur síra Zóphóníasar Halldórssonar presls
og prófasts þar og konu hans Jóhönnu S. Jóns-
dóltur, Pjeturssonar háyfirdómara. Hann stundaði
nám á Hólum og síðan við danska lýðskóla, bún-
aðarskóla og landbúnaðarháskóla Dana. Þaðan
lauk liann prófi vorið 1909. Ferðaðist þá um
Noreg um sumarið, en kom upp um haustið og
varð þá kennari við Hvanneyrarskólann í stað
Hjartar Snorrasonar. Síðan hefur hann kent við