Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 45

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 45
ÓÐINN 93 og þar stóð ein harðasta hríðin í striðinu við Þjóðverja og hafa bæði Danir og Þjóðverjar reist þar minnismerki um hana. Útsýn þaðan af hæðunum er hin fegursta yfir land og sund. Nú voru þar saman komnar við hátíðahöldin um eða yfir 100 þúsundir manna. Sundið milli Alseynnar og meginlands er örmjótt þar við hæðirnar og brú yfir það, en yflr á Als, við sundið, er Sönderborg. Neðri myndin sýnir það, er konungur kom á skipi sínu »Dannebrog« til Sönderborg og talaði þaðan til mann- fjöldans, er stóð uppi á götunni við höfn- ina. Var þá einnig nýkomið þangað skip með ríkisþingmennina frá Khöfn. Veður var fagurt þennan dag og hátiðahaldið alt á Dybböl og í Sönderborg mjög tilkomu- mikið, margar ræður íluttar, og í milli þeirra söngur og hljóðfærasláttur, en um kvöldið skrautlýsing og flugeldar. Þriðja daginn fór konungur og fylgilið hans vestur um Jótland til Tönder, en aftur um kvöldið til Sönderborgar. Á ferðinni um Jótland var ráðaneytið alt með konungi, nema I. C. Christensen, sem var veikur, og auk þess margt manna, sem boðið var til þess af stjórninni. Viðtökurnar voru, eins og áður segir, alstaðar hinar hjartan- legustu. í hinum stærri bæjum, svo sem Haderslev, Aabenraa, Sönderborg og Tönder, var móttakan mjög hátíðleg. En úti um landið stóð fólkið einnig víða í löngum röðum meðfram vegunum og heilsaði konunginum og fylgd hans með fagnaðar- ópum. Barátta danskra Suður-Jóta fyrir viðhaldi þjóðernis síns og tungu hefur verið löng og oft erfið. En fögnuðurinn var líka mikill yfir uppfylling vonanna og sigrinum. Þó eru allmargir danskir menn enn eftir fyrir sunnan nj7ju takmarkalínuna og eins allmargir Þjóðverjar fyrir norðan hana. En hjá því varð að sjálfsögðu ekki komist. Hvergi varð vart nokkurrar óánægju frá hálfu hinna þýsku íbúa Suður-Jótlands í hyllingarför Kristjáns konungs um landið. Munu þeir, sem með voru í þessari för, aldrei gleyma henni. Freclerik V. Petersen deildarsljóri. Myndin hjer er af manni þeim, sem haföi yfirumsjón suður- jótsku hátíðahaldanna, Fr. V. Petersen, deildarstjóra í rikisráða- neytinu. Var það vandasamt verk, en vel af hendi leyst, og þakkaði Neergaard forsætisráðherra honum fyrir pað 1 ræðu að kvöldi aðalhátíðardagsins. í þeirri ræði lýsti forsætisráð- herrann gleði sinni og ánægju yfir þvi, hve vel hátiðahöldin færu fram, og sjerstaklega hrósaði hann konungi mikið fyrir það, hve vel honum væri lagið að koma fram við slík tækifæri. Fr. V. Petersen er fæddur í Khöfn 4. maí 1868, tók lögtræðispróf 1893, varð svo málaflutningsmaður, en þá aðstoðarmaður og síðan skrifstofustjóri í verknaðarmálaráðuneytinu og einn af yfirumsjónarmönnum ríkisjárnbrautanna. 1919 varð hann deildar- stjóri í ríkisráðaneytinu og ríkisráðsritari.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.