Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 12
 60 ÓÐINN mína um hann, held jeg að hann hafi ekki verið eins gáfaður og fólk hjelt. Geiri: Jeg ætla mjer ekki að fara að rifast um gáfur lians, en llltt veit jeg, að allir öfundið pið hann — ekki rninst af uppskurðinum. Ottó: Það er enginn kominn tíl þess að segja, hvort pað hafi verið honum að pakka. Og ef satt er, að Sigríður sje blind, vildi jeg ekki vera í sporum hans. Geiri: Það veit enginn ennþá. Bindið er ótekið frá augunum. Qttó: O-já. Sumir segja þetta og aðrir segja hitt. (Þeir fara sömu leið og þeir komu. Ragnar og Einar koma frá hægri. Einar hefur húfu og vetlinga. Ragnar er berhöfðaður og berhentur. Hann hefur staf í hendi, sem hann þreyfar fyrír sjer með. Hann heldur á kassa undir hendinni. Ragnar: Einu sinni þekti jeg þessa leið — en nú er langt síðan. Er þjer kalt? Einar: Neí — mjer er vel heitt. En hvað þú varst góður að lofa mjer að fara með þjer. Því mátti mamma ekki vita að við fórum? Ragnar: Nei — mamma mátti ekki vita það — þá hefðir þú ekki fengið að fara með mjer. . . . Jeg skil ekkert í þessu . . . við hljótum bráðum að vera komnir að svellinu. (Þreifar fyrir sjer). Hjerna eru steinar! Varaðu þið að detta ekki! Svona — já. Við skulum setjast og hvila okkur! (Þeir setjast. Ragnar byrgir andlitið í höndum sjer). Einar: Ertu strax orðinn lúinn? Ragnar (svipast annað slagið í kringum sig — svipur- inn er órór og flóttalegur): Já, jeg er þreyttur. Einar: Jeg veit, að nú eru stjörnur á himninum. Það er af því það er snjór á jörðunni. En jeg sje þær ekki fyr en i vor. Ragnar (myrkt): Þú sjerð þær aldrei framar! Einar: Hvað segirðu, bróðir? Ragnar (áttar sig): Jeg sagði, að þú sæir þær ekki fyr en í vor. (Stendur upp). Nú höldum við áfram. Ef við hittum einhvern, þá segir hann okkur hvert við eigum að fara til þess að finna svellið. Einar: Já, við verðum að spyrjast fyrir. það er víst enginn, sem kemst bjálparlaust gegnum myrkrið. Ragnar: Það er undir því komið, hve sterkur maður er. (Þeir fara á stað). Einar: Því hefur Sigga bundið fyrir augun? Því mátti ekki alveg eins taka frá augunum í dag þegar hún kom? Og Ella fjekk ekki augun, sem pabbi lofaði henni! Jeg fæ víst heldur aldrei sverðið og skjöldinn. Pað hafði altsaman tapast í skipinu. Pað er ekki nema eðlilegt — í þessu dæmalausa myrkri! (Peir fara). (Piltur og stúlka koma eftir svellinu — seljast). Stúlkan: Jeg má til að laga skautann! Pilturinn: Má jeg ekki hjálpa pjer — stjarnan mín? Stúlkan: Nei — ussu — nei! Jeg held jeg geti það sjálf. Hann (hjálpar henni): Pjer er ekki eins leitt og þú lætur! Hún: En að fólkið skuli ekki fara að koma! Hann: Pað er farið að safnast saman uppi við tjaldið. Hornaflokkurinn er kominn. Er það gott svona? Hún: Pað veit jeg ekki. Jú, það held jeg. Hann: Á jeg að spenna fastar? Hún: Æ-nei — ekki alveg svona fast! Hann: Aður en við stöndum einu sinni upp, skal jeg prisvar hafa kyst þig! Hún: Ertu alveg . . . En hvað þú ert altaf frekur! Hann: Er eftir nokkru betra að biða með það? Hún: Ef þú verður svona, þá fer jeg heim. Pú verður víst skemtilegur þegar framá líður! Hann: Heldurðu að hann versni með kvöldinu? Svona — þetta er víst nógu gott! Nei — en hvað ástarstjarnan er björt núna! Hún: Hvar er hún? Hann: Parna . . . sko . . . þarna. . . . (Hann leggur hendur um háls henni og kyssir hana). Hún: Já, þarna er hún! En hvað hún er sæt! Sjerðu ekki fleiri? Hann: Fleiri ástarstjörnur? Jú, þarna er önnur, Venus! Hallaðu höfðinu ögn betur, þá sjerðu hana — svona. (Hann kyssir hana). Hún (bendir): Og er ekki eín þarna? Hann: Jú — reyndar! (Hann kyssir hana í þriðja sinn). Jeg held það sje eintómar ástarstjörnur á himninum i kvöld — og fyrir hverja þeirra fæ jeg einn koss! Hvað heldurðu, að þeir verði margir, heillin? Hún: Ertu svo ósvifinn að kyssa mig? (Þau standa á fætur). Hann: Pað voru bara þessir þrír, sem jeg lofaði þjer. Jeg held það hafi aldrei verið eins gott að kyssa þig og í kvöld. Pað er víst veðrinu að kenna. Hún: Haha! Veðrinu að kenna! Hann: Jeg skil skóna okkar eftir hjerna sunnan í hryggn- um. Pað fer enginn að stela þeim í svona góðu veðri. Hún: Pað er nú ekki margt, sem stendur í sambandi við veðrið! Hann: Skyldi nokkur sál vera hrygg í kvöld? Jeg er svo glaður -- mig langar til þess að hrópa svo hátt, að það heyrist ylir allan hnöttinn! (Hóar hátt). Hún: Ertu að verða alveg . . . ? Hann (hóar aftur): Jæja, Iambið mitl! Pá leggjum við nú útá lífsins hálu braut. (Þau renna sjer á stað til hægri. — Rjett á eftir kemur Ólöf og Kristín). Kristín: Hvert geta þeir hafa farið! Ólöf: Jeg ætla aö kalla á þau, sem fara þarna uppeftir svellinu — spyrja þau hvort þau ekki hafi sjeð þá. Krlstín: Æi-nei! Gerðu það ekki! Jeg vil ekki láta nokkurn vita þetta. Ólöf: Er þetta í fyrsta sinn, sem hann fer út eftir að hann misti sjónina? Kristín: Já — og hann hefur farið hattlaus og frakka- laus. Pessvegna er jeg nú hálfpartinn að vona, að þeir komi strax aftur! ÓIBf: Já, þá koma þeir sjálfsagt fljólt aftur. Kristin: Jeg er svo hrædd — jeg veit ekki af hverju. Ólöf: Pað þarftu ekki að vera. Nú skalt þú bara snúa við heim aftur. Kristin: Bara Björn nú ekki hafi tekið bindið frá aug- um hennar. Hann var í svo æstu skapi. Ólöf: Hann hefur lofað að gera það ekki fyr en scint í kvöld. Jeg þekki hann illa, ef hann skyldi svikja það, sem hann lofar. Nú geng jeg upp að tjaldinu. Ef þeir ekki eru þar, imynda jeg mjer að þeir sjeu komnir heim.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.