Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 36
84 ÓÐINN Stefán og Ingibjörg á Flögu í Vatnsdal. Stefán Magnússon er fæddur á Grófargili i Skagafirði 3. júní 1838. Foreldrar hans voru merkishjónin Magnús Magnússon og Margrjet Sig- urðardóttir. Stefán var yngstur af 16 alsystkinum (9 dóu í æsku úr barnaveiki). Tvö yngstu syst- kinin voru Stefán og Rannveig, móðir Pjeturs kaupmanns Pjeturssonar á Akureyri og þeirra bræðra. Af eldri syslkinunum voru Magnús sál. í Holti í Svínadal og Elísabet, amma Þórarins alþm. á Hjaltabakka. Nú er Stefán einn á lífi sinna systkina. Snemma fjekk Stefán að reyna alvöru lífsins. Sjö ára misti hann móður sína. Fluttist hann þá til Magnúsar bróður síns, er þá hafði byrjað búskap á Eiríksstöðum í Svartárdal. Hjá honum dvaldi hann í 20 ár. Þaðan fluttist hann að Steiná í sömu sveit, og giftist þar núlifandi konu sinni Ingibjörgu Magnúsdóltur, 4. nóv. 1869. Hún er fædd í Kolgröf í Skagafirði 3. júlí 1848. Foreldrar hennar voru hin góðkunnu Steinárhjón, Magnús Andrjesson Ólafssonar frá Valadal og Rannveig Guðmundsdóltir frá Mælifellsá, en móðir Rannveigar var Ingibjörg Rjörnsdóltir, ein af hin- um mörgu Rólstaðarhlíðar-systrum. Tólf ára fiutt- ist Ingibjög með foreldrum sínum frá Kolgröf að Steiná í Svartárdal og ólst þar upp. Eins og áður er tekið fram, giftust þau hjónin 1869, og byrjuðu búskap á parti af Steiná með litlum bústofni (eina kú, 25 kindur og 3 hross). Arið eftir, 1870, flutt- ust þau að Hvammi í sömu sveit og bjuggu þar 5 ár, þaðan að Álfgeirsvöllum í Skagafirði og árið eftir að Reykjavöllum. Á Reykjavöllum bjuggju þau til 1885, en fluttust þá aftur að Steiná og bjuggu þar 10 ár, eða til vorsins 1895, er Magnús sonur þeirra keypti Flögu i Vatnsda). Þar hafa þau síðan búið fjelagsbúi við Magnús son sinn. Það má segja um þessi hjón, sem fleiri búendur hjer á Iandi, að með Htið var byrjað ogjarðnæðin stopul og misjöfn, og oft reyndi á þollyndi, dáð og dug. Þó að bú þeirra væri aldrei slórt, hafa þau alla tíð verið veitandi, og meðan börnin voru í ómegð, var stundum af litlu að taka. Hjarta- gæðum þeirra hjóna og örlæti við bágstadda hefur lengi verið viðbrugðið; sannast það best á um- hyg§Ju þeirri, er þau hafa sýnt munaðarlausum aumingja og gengið í föður og móður stað. Árið 1918 gáfu þau sóknarkirkju sinni altaristöflu, er Stefán Magnússon. íngibjörg Magnúsdóttir. kostaði 800 kr. í lífsbaráttunni hafa þau verið samhent, þó að þau hafi að ýmsu leyti verið ólík. Gegnum alt þeirra lífsstarf lýsir sjer þrautseigja og viljafesta og örugt traust á það góða. Svo sem áður er tekið fram, flultust þau hjónin í þessa sveit voiið 1895. Þótli þá brátt Flaga og búskapur þar taka talsverðum framförum, og á þeim árum er Magnús souur þeirra var heima, voru tilþrif við jarðabætnrnar, enda munu þær nema 732 dags- verkum. Árið 1909, þann 8. júní, vildi það hörmulega slys til, að íbúðarhúsið á Flögu brann til kaldra kola, án þess að neinu verulegu yrði bjargað. Urðu gömlu bjónin þar fyrir stóru fjártjóni og öll fjölskyldan. Það sumar var búið í tjöldum og um haustið gert bráðabirgðar vetrarskýli yfir fólk, sem búið stundaði, en þau hjónin dvöldu að mestu á Rlönduósi hjá Magnúsi syni sínum, þar til bygt var aftur steinhús það, sem nú er á Flögu, og reist var sumarið 1910. Er það fyrsta stein- steypuhús til sveita í Húnavatnssyslu. Alls hafa þau hjón eignast 7 börn og dóu 2 þeirra í æsku. Hin eru: Magnús kaupmaður á Rlönduósi, Jón Ólafur sjálfseignarbóndi í Vatnsholti í Snæfells- sýslu, Konráð cand. phi). í Bjarnarhöfn, Margrjet bústýra þar og Rannveig, heima hjá foreldrum sínum. Ráðar hafa þær stundað nám erlendis. Annan júlí síðastl. hafði öll fjölskyldan mælt sjer mót á Flögu og boðið þangað sveitungum sínum. Færðu þau systkinin þá foreldrum sínum dýrar gjafir til minnis um 50 ára hjúskap þeirra. Samkoma þessi var hin ánægjulegasta að öllu leyli, fyrst að sjá gömlu bjónin ern og hraust, eftir alt rót liðinna ára, og svo að sjá hina inni-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.