Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 31
ÓÐlMN
?ð
hinum mestu eymda og niðurlægingartímum, sem
þjóð vor hefur lifað.
I.
Pegar litið er á Jón biskup Vídalín sem kennimctnn
— og sem kennimanns er hans umfram alt að minnast
— þá dylst það engum, sem sk}Tn ber á þá hluti, að
hann hefur til að hera flesta þá hæíileika, og það í rík-
um mæli, sem ávalt hafa verið taldir megineinkenni
kristins kennimannaskörungs og áhrifamanns sem guðs
orðs prjedikara.
Mœlsku hans hefur löngum verið viðbrugðið, enda
hefur hún verið með afbrigðum mikil, svo að i þeirri
grein fer enginn íslendingar, sem uppi hefur verið, fram
úr honum.
Andríki hans er líka óvenjulegt, enda hefur Vídalín
verið maður stórgáfaður. Mælti draga út úr prjedikun-
um hans stórt safn spakmæla, sem með hverri þjóð
mundu til andlegra gersema talin.
Lœrdómnr hans er og rjett frábær, bæði i andlegum
fræðum og veraldlegum, einkum þó í andlegum. Hann
er ágætlega heima í kirkjulegum og guðfræðilegum vís-
indum. En umfram alt er hann svo nákunnugur heilagri
ritningu og lærður í henni, að líkast er því sem hún sje
ávalt og alstaðar opin fyrir lionum, dæmin þaöan altaf
á hraðbergi og tilvitnanirnar lifandi í huga hans.
Og þó er það ekkert af þessu, sem nú hefur verið
talið, svo mikilvægt sem það er, sem gert hefur Jón
Vidalín að þeim prjedikara af guðs náð og þá um leið
þeim áhrifamanni, sem hann var. Pað sem gerir Vidalín
stærstan er annars vegar það, hve gagntekinn hann er
af næmustu tilfinningu fyrir því, hve óendanlegl alvörn-
mál kristna trúin er, hún, sem á að greiða bræðrum
vorum og systrum veg til lifandi samfjelags við guð og
flylja þeim hjálpræði guðs í Jesú Kristi, — og hins vegar
hve óvenjulega djúpsettur skilningur hans er á eðli
kristins tníarvitnisburðar, sem vitnisburðar um synd og
náð, um syndina sem hið ægilega fráhvarf frá hinum
lifandi guði og um náðina sem sáttatilboð ástríks föður
í Jesú Kristi. Syndin og náðin eru þá líka þau megin-
skaut, sem alt snýst um í trúarvitnisburði Jóns Vídalíns.
Og sjálfur liefur hann sýnilega tileinkað sjer kristindóm-
inn sem boðskap um synd og náð. En það er þetta
sem gefur prjedikunum hans sitt mikla gildi öllu öðru
fremur, því að þetta er á öllum tímum meginatriði alls
óbrjálaðs kristindómsboðskapar.
II.
Á eymdatímum fyrir þjóð vora bar Jón Vidalín »Ar-
ons-skrúða« innan kirkju vorrar. Þjóðin var hnept í þyngri
ánauð en nokkru sinni fyr af völdum óstjórnar og
harðrjettis, fátæktar og vesaldóms, spillingar og lastalífs.
Svo hart leikin var hún af þessu öllu, að viðreisnar-
vonir hennar voru sama sem að engu orðnar; hún
hafði glatað traustinu á guði sínum og þá um leið einn-
ig traustinu á sjálfri sjer. í baráttunni fyrir aumlegri til-
veru sinni hafði hún glatað þessu og ofurselt sjálfa sig
andvaraleysinu, enda þróuðust með þjóðinni margvís-
legar ódygðir og óhrjáleiki jafnframt dauðri og þrótt-
vana ytrí guðsdýrkun, sem ekki hafði nein áhrif á lífið.
Sjaldan, ef nokkuru sinni, hefur þjóð vorri verið meiri
þörf á afturhvarfsprjedikara, brennandi í sálu af vand-
lætingu vegna drottins og logandi af áhuga á frelsun
sálnanna, en einmitt þá. Og hún fjekk hann þá líka þar
sem Jón Vídalín var — afturhvarfsprjedikara af guðs
náð, einmitt eins og allur hagur þjóðarinnar heimtaði
hann. Pess er þá líka að minnast, þegar rætt er um
kennimensku Vidalíns, að allur trúarvitnisburður hans
er mótaður af sjerstökum högum þjóðarinnar, sem átti
að mcðtaka hann.
Kristileg afturhvarfsprjedikun hefur annars lengst af
verið sjaldgæf vara með þjóð vorri. En Vídalin er fyrst
og fremst afturhvarfsprjedikari. Ilann vildi vera »rödd
hrópandans« í óbygðum íslands og varð það líka. Með
spámannlegum anda, eldi og krafti segir hann samtíð-
armönnum sinum til syndanna án alls manngreinarálits,
jafnt háum sem lágum, rikum sem fátækum, voldugum
sem vesælum. Hann finnur þeim til saka, að þeir hafi
snúið bakinu við hinum lifanda guði og ofurselt sig
syndalífinu i andvaraleysi og sinnuleysi um andlega
velfcrð sína. Guðsdýrkun þtirra sje fánýt og einskis-
virði. P’rátt fyrír allar guðsræknisiðkanir þeirra, bæna-
lestur, sálmasöng og guðsborðsgöngur, þá ani þeir
áfram í andvaraleysi og yfirtroðslum án allrar umhugs-
unar um hræðilegar aíleiðingar syndalífsins eða alvöru
hins efsta dóms eða eilífar kvalir útskúfunarinnar. Eví
verður frumtónninn í vitnisburði Vídalíns þessi: Hverfið
aftur! Hverfið aflur frá vegum vonskunnar áður en það
er um seinan! Gerið iðrun synda yðar og snúið yður
til guðs með bæn um fyrirgefningu og fulltingi hans
anda til lífernisbetrunar. Pví að það er óttalegt að falla
í hendur lifanda guðs! Og þessi alvöruþrungni vitnis-
burður hans er borinn fram með þeim eldi og krafti,
sem ekki á neinn sinn líka í kristilegum bókmentum
þjóðar vorrar. Vídalín á það sammerkt við spámennina
í ísrael, að hann hefur aldrei lært þá list að tala eins
og eyrun klæja og því síður að gera sjer mannamun
eftir því stigi metorða og mannvirðinga, sem menn hafa
náð. Svndin er sjmd, hvar sem hún birtist, hvort heldur
er í fari hins háttsetta eða smælingjans og þeim mun
óafsakanlegri, sem sá liefur vitið og mentunina meiri,
sem hana drýgir. Pví fá allar stjettir jafnt sinn mæli
skekinn hjá Vídalín, æðstu valdsmenn landsins, þeir,
sem í dómum sitja eða laganna eiga að gæla, ekki
síður en óbreytt alþýðan. Hann hlífir þá ekki heldur
sinni eigin stjett fremur en öðrum; miklu fremur tekur
hann harðar á ávirðingum hennar, sem ábyrgðin er
meiri sem á henni livílir, hafandi á hendi umboðsmensku
guðs leyndardóma. Loks má hjer ekki gleymast að taka
það fram, að Vídalín refsar ekki syndinni hjá öðrum
að eins, heldur líka hjá sjálfum sjer. Hann þekti menn-
ina sem hann lifði á meðal, en hann þekti líka sjálfan
sig, fann til eigin syndugleika síns og óverðleika fyrir
guði. Hans eigin sekt við guð stendur honum engu
síður fyrir augum en sekt annara; því verður hans
eigin persónulega synd og sekt við guð svo þráfaldlega
að umtalsefni hjá honum.
Pví her síst að neita, að orðalag það sem Vídalín
einatt viðhefur, á ekki við vora tíma, sem ekki er heldur