Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 7
ÓÐINN 55 Kristín (þegir). Björn (tekur utanum hana): Jeg veit hversu þungbært það hefur verið fyrir þig, kæra Kristín! — Jeg spurði hvort þú værir viðbúin með föt hennar. Kristin (verður órólegri og órólegri): Nei — það er jeg raunar ekki! Björn: Jeg undirbjó þig þó í brjefunum! Kristin: Já, að vísu gerðurðu það. Björn: Jeg varð svo hræddur þegar jeg fjekk brjefið frá þjer. Mjer fanst jeg geta lesið einhverja óttalega sorg milli linanna. Kristin (leggur hendur um háls manni sinum): Manstu þá daga, þegar við vorum ung og glöð? Björn: Já, Krislín! Kristín: Þá lofuðum við hvort öðru, að cngin sorg skyldi megna að yfirbuga okkur! Björn: Við þektum ekki alvöru líi'sins! Æskan strýkur manni með silkiglófum — cn hendur alvörunnar eru hníflóttar og rifnar. Kristín: Aldrci hefur okkur riðið mcira á að cfna heit okkar en nú. Björn (hræddur): Hvað hcfur komið fyrir? Ilvar er Ragnar? Kristin (í stigandi geðshræringu): Björn! Kystu mig og lofaðu mjer, að þú skulir ekki æðrast, hvað sem fyrir kemur! Björn: Þú gerir illa, að gera mig svona hræddan! Er Ragnar dauður eða lifandi! Jeg vil fá að sjá hann strax! (Ætlar inn til Ragnars). Kristin (aftrar honum frá því): Nei — farðu ekki inn! Þá er þó betra að segja þjer það! Ragnar er lika orð . . . Björn (í mikilli angist): Segðu það ekki — segðu ekki þctta hræðilega orð! Kristin (leggur hendur um háls honum): Mundu æsku- heit þín! Björn: Þvi sagðirðu ekki hehlur að hann væri dauður! Kristin: Nú skulum við aftur verða ung og sterk! Ef þú elskar mig cins heitt og þú gerðir fyrir 25 árum, þá skal jeg brosa við ógæfunni! Björn: Ragnar blindur — hann Iika! (Sterkara). Það er ómögulegt! Kristin: Þú verður að vera rólegur, þcgar þú sjerð hann. Hann er vart þekkjanlegur! Björn: AUar sorgir aðrar en þessa! Þennan kross fæ jeg ekki borið! Kristin: Þú gleymir, að þú ekki ert einn um að bera hann! Björn: Nei, elsku Kristín — en byrðin er of þung. Dauður — hvað væri það hjá þessu? Þetta er i fyrsta skifti á æfinni að jeg tapa kjarkinum. En við verðum með guðs hjálp að bera sorgina með þögn og þolin- mæði. Jeg fann undir eins til einhvcrs óróa, þegar jeg spurði þig eftir honum niður við skipið. Þjer varð orðfall. Kristín: Jeg gat ckki sagt þjer það þar. Og mjer fanst jeg aldrei mundu geta það. . . . Jeg varð fyrst vör við hvað var að gerast sama kvöldið og þú fórst. Jeg vonaði þó lengi, að það væri ckki annað en þessi gamli höfuðverkur sem gengi að honum. En brátt komst jeg að raun um, að það var annað og alvarlegra. Hann fór að loka sig inni. Jeg vissi aldrei fyrir vist, hvenœr hann misti sjónina til fulls. Hann forðaðist að tala um hvernig sjer liði. Mig langaði þó til þess að hugga hann. Björn: Vesling drengurinn minn! Kristin: Fjelagar hans voru altaf að koma, en hann harðbannaði að hleypa nokkrum inn til sín. En svo var það einn dag fyrir hálfum mánuði síðan að þeir Ottó og Geiri komu. Þeir vissu ekki hvernig á stóð. Ragnari og þeim hefur vist orðið eitthvað sundurorða því jeg held hann hafi rekið þá út. Rjett þegar þeir voru farnir, kom Hildur. Ekki veit jeg hvað þeim hefur farið á milli, en hún hefur ekki komið hjer síðan. Björn: Vertu viss — hún kemur hjer aldrei oftar. (Þögn.) Viltu vera viðstödd, þegar jeg heilsa honum? Krisiin: Nei! Jeg fer inn. . . . Jeg . . . nei . . . það var annars ekki neitt. Björn: Hvað langaði þig til þess að segja! Kristin (grúfir sig við barm hans): Nei — jeg get ekki sagl það! Björn: Elskan mín! Hvað gengur að þjcr. Því græturðu, Kristín? Kristin: Þú veitst ekki það óttalcgasta af þvi öllu. Ö, Rjörn! Björn: Hvað hefur þá komið fyrir? Kristin: Þú mátt ekki spyrja. Jeg get ekki sagl þjcr það. (Fer). Björn (í því Kristín hverfur): Jeg hefi þungan grun! Ragnar (kemur inn í stofuna): Pabbi! Björn (snýr sjer við — horfir hryggur á Ragnar). Ragnar: Komdu sæll pabbi! Björn (heilsar honum): Komdu sæll drcngurinn minn! (Þögn á milli setninganna). Ragnar: Og velkominn! Björn: Þakka þjer fyrir! Ragnar: Veðrið? Fjekstu gott veður á heimleiðinni? Björn (þegir). Ragnar: Jeg spurði, hvort þú hefðir verið heppinn með veðrið? Björn: Já, þakka þjer fyrir — við fengum vist gott veður! Jeg spurði læknana . . . Ragnar (grípur um stólbak). BJörn: Hvað er að þjer? Ragnar: Ó, ekki svo sem neitl! Jeg er bara ekki vel frískur. Björn: Þú baðst mig að spyrja læknana, hvort rjett mundi hafa verið að skera Kristínu upp. Ragnar (ákafur): Og hvað sögðu þeir? Björn: Þeir hjeldu ekki, nema ef hún hefði skaðast einhverntíma. Jeg fullvissaði þá um, að hún hcfði aldrei meitt sig. Ragnar: Það hcfði þó mátt reyna það — að minsta kosti til þess, að Ijelta sökinni af henni. Ef til vill verðið þið krafinn til reikningsskapar á því, að það var ekki gert. Björn: Það hefði verið hart að neyða hana lil þess. Og jeg fyrir mitt leyti hefi ætíð verið á móti því. Ragnar: Gamlar bábyljur hafa cngan rjett til að eyði- leggja líf manna. Björn: Dæmdu ekki um það, sem þú ekkert veitst um. Ragnar: Nú gildir það líka einu, hvað jeg veit og hvað jeg ekki veit. En það hefði þó ekki skaðað, að hlýða þvi, sem jeg vildi.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.