Óðinn - 01.07.1934, Side 2

Óðinn - 01.07.1934, Side 2
50 ÓÐINN Svo stóð þá á, að Rússar höfðu ráðist inn í Austur-Prússland með mjög fjölmennan her. Þýski herinn, sem þar var til varnar, var miklu fámennari og foringi hans bað yfirherstjórnina um liðsauka, en hún hafði stefnt aðalher sín- um til vesturvigstöðvanna. Liklega hefur það ráðið, er yfirherstjórnin sneri sjer í þessum vandræðum til hins 67 ára gamla herforingja, að hún vissi að hann var nákunnugur í Austur- Prússlandi. Það skifti líka svo um, að eftir að Hindenburg kom til sögunnar, voru Rússar á fáum dögum hraktir út úr Þýskalandi. Aðal- orustan þarna var hin fræga orusta við Tann- enberg, sem lokið var 30. ágúst. Svo mikið þótti til þessa sigurs koma, að Hindenburg var alt í einu orðinn þjóðhetja Þýskalands. Hann og Ludendorff, sem gekk næstur honum að völdum á austurvígstöðvunum, voru eftir þetta mest rómuðu herforingjar Þjóðverja í heims- styrjöldinni. t*eir vildu þá halda áfram að aust- anverðu og taka Pjetursborg, sögðu, að þegar því væri lokið, yrði hægara að snúa sjer af öllu afli að vesturvígstöðvunum. En þeir fengu því ekki ráðið fyrir yfirherstjórninni. Þeir unnu enn marga sigra að austanverðu, en að vestan- verðu stöðvaðist öll framrás, beggja megin frá, í skotgrafaviðureign. Álit þýsku þjóðarinnar á Hindenburg fór sívaxandi, og 9. apríl 1916 varð hann yfirforingi alls þýska hersins. Ludendorff fylgdi honum og gekk enn næstur honum að völdum. Samvinna þeirra var altaf í besta lagi meðan á hernaðinum stóð, og um hríð gripu þeir mjög inn í stjórnmál þýskalands og rjeðu þar öllu. Það er margra mál, að þeim Hinden- burg og Ludendorff hafi of seint verið falin yfirstjórn alls hersins. Þegar til þess kom, hafi herinn verið orðinn svektur af skotgrafa hern- aði og mannfalli, en bandamannaherinn hafi stöðugt verið aukinn. 1 október 1918 var bæði yfirstjórn þýska hersins og stjórnmálamönnunum heima fyrir það ljóst, að Þjóðverjar gætu ekki haldið ófriðnum lengur áfram. Þjóðin var orðin uppgefin og heimtaði stjórnarbyltingu. Keisarinn flýði til herstöðvanna og var sendur þaðan yfir landa- mærin, til Hollands. Ludendoiff vildi bæla upp- reisnina niður með hervaldi, en fjekk því ekki ráðið og varð að víkja úr herstjórninni. En Hindenburg sat kyr og vann þá það verk, sem jafnvel er meira metið en allar sigurvinningar hans áður. Hann stjórnaði heimför þýska hers- ins frá vígstöðvunum í Frakklandi svo vel, að það er af mörgum talið stærsta afreksverk hans. Nú var stjórnarbylting um garð gengin í Þýskalandi og jafnaðarmannastjórn komin þar til valda. Það má ætla, að Hindenburg hafi að flestu leyti verið henni ósamdóma í stjórnmála- skoðunum. Eu hann skyldi til fulls, hvernig á- standið var breylt, og vann með henni í fullum trúnaði og einlægni meðan þess þurfti við. Svo dró hann sig út úr deilunum, sagðist heyra til tíma, sem nú væri hjá liðinn, og ætlaði enn að lifa siðustu árin í friði á heimili sinu í Han- nóver. En það fór enn á annan veg. Vorið 1925 andaðist Ebert, ríkisforseti jafnað- armanna, sem tekið hafði við völdum þegar lýðveldið var stofnað í lok heimsstyrjaldarinnar 1918. íhaldsflokkarnir fengu þá Hindenburg til þess að gefa kost á sjer sem forsetaefni, þótt hann væri þá orðinn 77 ára gamall. Jafnaðar- mannaforingjarnir börðust með mestu heipt gegn kosningu hans. En hann var samt kosinn, og vann eið að lýðveldisfyrirkomulaginu. Það er til brjef frá honum til Eberts forseta frá þeim tíma, er þeir unnu saman, og tekur Hin- denburg þar skýrt fram, að hann vilji vinna að endurreisn ættlands síns án tillits til þess, hvert stjórnarfyrirkomulag þess sje. Nú hefur það aft- ur breytst til einveldis, með stjórnarbyltingu Hitlers, og vita menn ekki betur en að Hinden- burg ljeti sjer það vel lika. Jarðarför Hindenburgs fór fram með slíkri viðhöfn, að annars eins munu fá dæmi, þólt þjóðhöfðingjar eigi í hlut. Hann var fram á síð- ustu stundu dýrkaður af þjóð sinni, og út í frá álitu menn að sú dýrkun væri henni holl. Hann var talinn vera hemillinn í öllum öfgum og æsingum, sem upp komu hjá þjóðinni á þeim þrengingatímum, sem yfir hana gengu eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Adolf Hitler mun nú vera sá maður, sem mesta athygli hefur vakið á síðustu tímum hjer í Norðurálfunni, að minsta kosti. Hann hefur nú, eftir dauða Hindenburgs, tekið að sjer rikis- forsetaembættið og sameinað það kanslaraem- bættinu, sem hann áður gegndi. Iíallar hann sig ríkisforingja (Reichsfúrer). Er nýfarin fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Þýskalandi um samein- ing þessara embætta og þar með alls æðsta

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.