Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 6
54
ÓÐINN
slægjulandi og Þingvallasveit1). Sum býlin eru
nálega engjalaus. Túnin eru lílil. Á sumum bæj-
um verða þau ekki grædd út vegna naktra
hraunlióla, sem umhverfis þau eru. Þingvellir,
sem jafnan eru taldir skársta jörðin, hafa fóðrað
í meðalári að eins 2 nautgripi. Heyafli allra
jarðanna í sveitinni er, að samanlögðu, í meðal-
ári álíka og á einni góðri jörð í sumum öðrum
sveitum landsins. Áður fyr hjelt skógurinn nær
eingöngu lífinu í búpeningi bænda, sem bjuggu
á Þingvallahrauni. Hann var alt í senn: fóður
og húsaskjól sauðkindanna, og eldsneyti handa
fólkinu. Hann skýldi öllum gróðri, sem óx við
rætur hans. En þrátt fyrir skóginn, þennan mikla
fóðurgjafa, kom það fyrir í Þingvallasveit, eins
og víðar á íslandi, að saufje fjell úr hor og
króknaði úr kulda úti á víðavangi köldu vorin.
Sem dæmi þess, hve mikil harka var sýnd sauð-
fje á sjálfu prestsetrinu á Þingvöllum, fyr á tímum,
er það, að engin fjárhús voru reist á staðnum fyr
en nokkru eftir árið 1822. Fram að þeim tíma
var sauðfje látið ganga úti allan veturinn, hverju
sem viðraði. Þó voru sauðir aldrei hýstir eftir
að fjárhús voru reist, og hey var þeim ekki
gefið öðruvísi en að strá því á gadd. Raunar
voru óvistlegir hraunhellar ætlaðir skepnum til
skjóls í aftaka veðrum.
Varla er hægt að halda hiklaust fram, að
Þingvallahraun sje skógi vaxið samkvæmt þeirri
merkingu, sem felst i orðinu skógur. Það á bet-
ur við að kalla það vaxið kjarri. Það er sjald-
gæft að þar finnist beinvaxin, einstofna trje,
vaxin upp af sömu rót, eins og birkinu er
eðlilegast að þroskast, og sem skipar því sess
meðal erlendra skógartrjáa. Þessu veldur sauð-
fjárbeitin. Þar sem bitið er ofan af sprota á
aðalstofni birkiplöntu kemur sár, sem ekki grær
aftur. Sprotinn hættir að vaxa, en neðar út úr
stofninum, eða við rólarhálsinn, vaxa nýir ang-
ar. Enn er bitið ofan af þeim, og vaxa þá nýir
sprotar annarsstaðar út úr stofninum. Að lok-
um fer svo, að trjeð verður að margstofna
runna. Á vetrum veitir hann snjónum viðnám,
sem beygir hann og sveigir niður að jörð og
gerír hann að vansköpuðum krippling. Slíkir
birkirunnar nefnast kjarr, þó að kallaðir sjeu
skógur í daglegu tali. Þannig er útlit ilmbjark-
arinnar á Þingvallahrauni. Harðrjetti og kúgun
varð hlutskifti hennar í uppvextinum og afleið-
ingin bæklaður stofn og kyrkingslegur vöxtur.
Ef engin ytri áhrif valda því, að toppgrein birki-
plöntunnar særist, meðan hún er að vaxa, sam-
einast vöxturinn í einn gildan og sterkan bol,
sem lyftir greinum, með þroskuðu fræi, hátt
yfir allan annan jurtagróður umhverfis hana.
Auk beitarinnar var það viðarhöggið, sem
spilti skóginum á Þingvallahrauni. Það var
reglan að velja til höggs stærstu einstofna trjen,
sem gáfu drýgstan eldivið, voru efnismest og
munaði um til kolagerðar, eða í árefti í hús.
Það voru trjen, sem líklegust voru til að bera
þroskað fræ, sá því út frá sjer og þekja rjóðrin
með nýgræðing og skapa þar visi að nýrri
bjarkarkynslóð, ef fengið hefðu að standa ó-
hreyfð. Sá þótti ganga vel um skóg, sem rjóð-
urfelldi og skildi engan ánga eftir á rótinni.
Eldri trjákynslóðin var þannig smámsaman
upprætt. Henni blæddi til ólífis undan axar-
egginni, ef svo mælti að orði komast.
Æfi Þingvallaskógar er að mörgu Jeyti hlið-
stæð sögu og æfikjörum Islendinga, fyr og síð-
ar. Mestu atgervis- og afreksmenn fjellu oft fyrir
sverðseggjum, jafnvel heilar ættir voru nálega
upprættar eins og úrvalstrjen í skóginum. Gang-
ur sögunnar er í stuttu máli þessi: Alþingi er
valið heimili i frjósamasta skóglendi íslands, og
við fiskisælt stöðuvatn. Bæir rísa upp kringum
þingstaðinn, og þjettbýlið eykst innan um skóg-
arauðinn, utan við þinghelgina. Fyrsta tímabil í
sögu Alþingis og bygðarinnar á þessu svæði er
glæsilegt. Skógurinn var mikill og fagur eins og
hann gat best orðið á þessu landi. En langvar-
andi fjárbeit, skógarhögg og eldsvoðar, flettu
gróðrinum af stórum spildum á hrauninu. Lítil-
fjörlegt kjarr verður að lokum eftir, þar sem á
annað borð sjást leifar eftir af gróðri. Bæir
veslast upp og bygðin færist saman, og að því
rak, að Alþingi neyddist til að flýja sitt eigið
heimili. En þegar niðurlægingartímabil staðar-
ins nær hámarki sínu, stendur viðreisn hann
fyrir dyrum.
Þegar ábúendaskifti verða á leigujörðum er
venja að taka út, sem kallað er, bæjarhús og
önnur mannvirki, sem jörðinni eiga að fylgja.
Fráfarandi ábúandi á að svara ofanálagi, ef
það reynist svo, frá fyrri úttekt, að hús jarðar-
innar hafi hrörnað og gengið úr sjer, vegna
vanrækslu hans að halda þeim við. Hinsvegar
1) Hún er þriðja minsta sveitin á landi hjer.