Óðinn - 01.07.1934, Page 7

Óðinn - 01.07.1934, Page 7
ÓÐINN 55 eru engin lög fyrir því, í hvaða ástandi ábú- andi má skilja við engjar, uthaga, skóga, veiði- vötn eða önnur hlunnindi, sem fylgja jörð hans, og náttúran leggur til. Lögin gera ekki ráð fyrir, að nokkur maður þurfi að svara ofanálagi fyrir það sem slík hlunnindi ganga úr sjer af hans völdum, hvað mikið tjón, sem það kann að hafa í för með sjer fyrir eftirmann hans, sem tekur við ábúðarjörðinni. Brotinn raftur eða fallinn veggur í húsum jarðarinnar, sem kost- aði ofanálag, var álitið meira tjón, heldur en þó að heill skógur hefði verið upprættur. Þannig gátu einstöku menn, að ósekju, spilt miklum náttúruauði, fyr á timum, og dýrmæt- um hlunnindum, á nokkrum árum. Einstakl- ingurinn virðist hafa hugsað eitthvað á þessa leið: Bað er hverjum manni skylt að færa sjer í nyt öll náttúrugæði og hlunnindi ábúðarjarðar sinnar, meðan þau endast. Ef þau tæmast kemur afleiðingin á bak eftirkomendanna. Is- land ber víða áþreifanlega menjar eftir slíkan hugsunarhátt. Mörgum sinnum var meira gildi fyrir land og þjóð, að úttekt á hlunnindum hverrar jarðar færu fram, er ábúendaskifti urðu, jafnhliða því sem hús voru virt og greitt ofanálag á þau. Á 1000 ára afmæli Alþingis hefjast ný tima- mót í sögu Þingvalla. Kirkjan, sem varðveitt hafði staðinn í aldaraðir, skilar honum af sjer um þær mundir í hendur Alþingis, eða rjett- ara sagt: í hendur hinnar uppvaxandi kynslóð- ar I landinu. Engin skylda, samkvæmt lands- lögum, hvíldi á neinum að kveðja úttektar- menn til að meta landsnytjar og hlunnindi Þingvallalands, eða ákveða fráfarandi stofnun ofanálag á þau. Engin lög mæla svo fyrir, að kirkjunni bæri að skila af sjer landareign Al- þingis, á þessum stað, í svipuðu ástandi og það var i, er hún tók það til afnota. En 30—40 þúsund gestir, sem gistu Þingvöll 1930, gátu borið vitni um, hvort heimkynni hins forna Alþingis litu þannig út, að þeim bæri ofanálag eftir margra alda ábúð kirkjunnar. Og það gat víst engum dulist, að greiðsla ofanálagsins lenti ekki á baki þess, sem skilar af sjer, heldur hins, sem við tekur. Með lögum frá 1928 tók Alþingi að sjer að vernda og friða hið forna heimkynni sitt og umhverfi þess. Þar með hefst hið nýja timabil í sögu Þingvalla. Sauðfjenu var nú bygt út, sem um langan aldur hafði þar ríki og völd. Viðreisnartímabilið, sem hefst með lögum um friðun Þingvalla, er meðal annars í því fólgið, að gróðurvernd kom í staðinn fyrir fjárbeit, skógrækt fyrir skógarhögg, fuglavernd fyrir fugladráp, fiskarækt samfara fiskaveiði, hrein- læti fyrir óþrifnað, friðhelgi í staðinn fyrir van- helgun o. s. frv. Þórólfur Mostrarskegg hafði svo mikla helgi á felli einu nálægt bæ sínum, að þangað mátti enginn óþveginn líta, og engri skepnu mátti granda í fellinu. Landið, sem næst lá umhverfis heimili Alþingis á Þingvöllum, var svo heilagt, að enginn sekur maður mátti stíga fæti sínum á það. Svipuð helgi mun og hafa verið á hverju hjeraðsþingi út um bygðir landsins. Friðheilagt land er þvl engin nýlunda á íslandi, þó að náttúran (jurtir og dýralíf) beri þess hvergi menjar, því helgin náði aðeins til mann- anna, þingheyjendanna sjálfra. Jafnhliða því, sem kjarrskógurinn á Þing- vallahrauni er verndaður, verður reynt að bæta við nýjum trjágróðri, eftir þvi sem föng eru á, og kringumstæður leyfa. Um aldamótin siðustu var byrjað á tilraun- um til að rækta nýjan skóg á Þingvöllum. Þriggja og fjögurra ára trjáplöntur voru fengn- ar frá Noregi og Danmörku til gróðursetningar. Þessu var haldiö áfram til ársins 1911. Fyrstu árin dó mikið af plöntunum, en það var ekki gefist upp. Á hverju vori var gróðursett í skarð- ið fyrir það, sem visnaði, og reynt að hjúkra og hlynna að plöntunum sem lifðu. Danskt fje- lag stóð fyrir trjáræktartilraununum, með styrk frá Alþingi. Trjárækt þessi hefur lánast svo vel — þrátt fyrir fyrstu erfiðleikana — að hjer hefur vaxið upp einhver sá fegursti nýskógur, sem til er á íslandi. Skóglendið er þó aðeins um 10 þús. fermetrar, og trjen eru l1/* m. til 3 m. á hæð. Nálega öll trjen eru barrviðir, eink- um fjallafura. Þar eru og nokkrar skógarfur- ur og sembrafurur, ennfremur örfá grenitrje og birkitrje. Barrviðirnir skera sig einkennilega úr umhverfinu. Þeir eru skrúðgrænir allan vetur- inn, jafnt og um hásumar. Er það nýstárleg sjón hjer á landi að sjá grænan skóg standa upp úr snjónum að vetri til. Síðastliðið sumar bætti furan 25—35 cm. við lengdarvöxtinn, og er það meiri framför en nokkru sinni áður á einu sumri. Það má rekja eftir stofninum ár-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.