Óðinn - 01.07.1934, Blaðsíða 15
ÓÐINN
63
slíka sumarkveðju byraðjaði hann með þess-
ari ágætu visu:
Aldrei brestur umbreyting,
inna flestir gumar:
Er nú sest í aldahring
eitt hið besta sumar.
Hina hreinu og djúpu guðs trú sina geymdi
hann óbrotna til hinstu stundar, og þakkaði
gjafaranum allra góðra hluta öll gæði sjer veitt.
Eins fanst honum skylt að þjóðin öll lofaði og
þakkaði góðar og hagstæðar tíðir, eins og lýsir
sjer í einni vetrarkveðju, er hann sendi einum
vina sinna og byrjaði þannig:
Einn par tróð i tímans haf,
tal svo hljóðað getur:
Lofi pjóðin pann, er gaf
pennan góða vetur.
A.ð afloknu dagsins erviði, eða þá áhyggjur
lífsins voru honum ekki þungar, var hans mesta
yndi að tefla tafl við vini sína, enda var hann
ágætur taflmaður. Ekki get jeg hugsað mjer
skemtilegri taflfjelaga; hvað hann var lifandi
glaður yfir hverjum vel leiknum leik, jafnt af
andstæðing sfnum sem honum sjálfum. Komu
þá oft laglega gerðir vísuhelmingar fram á
varir hans meðan hann var að hugsa um
leikinn sinn, ef honum þótti þungt fyrir á
taflborðinu.
Eins og fyr er sagt, fluttist hann til Reykja-
víkur árið 1911, þvf hann hugði með því móti
Ijeltara að koma sonum sínum til manns sem
kallað er.
Eftir það dvaldi hann í Reykjavík i 14 ár og
leysti uppeldisskyldu sína vel af hendi, sem öll
börn hans bera ljósastan vott um. En þá Magn-
ús sonur hans fjekk prestsembætti i Ólafsvík
fluttist hann með honum þangað vestur og
dvaldi hin siðustu ár æfi sinnar hjá honum.
Þar naut hann ástar og umhyggju sonar sins og
ágætrar tengdadóttur, svo æfikvöldið varð hon-
um bjart og hlýtt.
Hann var lagður til hinstu hvíldar við hlið
móður sinnar að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Hvalfjörður og alt hans umhverfi var honum
einkar kært, því uppvaxtarár sin átti hann að
sunnan verðu við fjörðinn, en þroskaár sín að
norðan verðu við hann.
Hann var ástríkur eiginmaður og faðir, og
vinsæll af öllum, er kyntust honum. Í*ví geym-
ist fögur mynd af gáfuðum, góðum og prúðum
manni í hugum eftirlifandi skyldmenna og vina
hins gengna sæmdarmanns. ^
m
Sigurður Þórðarson
sýslumaður frá Arnarholti.
Sungiö við minningarathöfn í dómkirkjunni í Reykjavík,
er lík hans var flutt út til að brennast.
Af söngva guða gáfu
þú gladdist alla tíð.
Nú sýngjum við og svifum
um sólarlöndin víð.
Og undir vængi andar
vor ást til göfugs manns.
Jeg þekti frækni og fimi,
en fárra betri en hans.
Því annað vildi hann aldrei,
en alt, sem rjeltast var.
Hann sótti’ ekki' eftir samfylgd
þess, sem að ljettast bar.
Nú bið jeg guð, að geyma
þig, góði nafni minn.
Einn sit jeg hjerna heima
og hugsa’ um sönginn þinn.
Hann var svo hrein og djúpur
sem hvarmasteinninn blár.
Viltu nú þiggja, vinur,
mitt vinar trygðartár?
Nú lyftist alt hið lá’a
og loftið vilt og hátt,
hið lá’a og himinháa
og hafið frítt og blátt.
Sig. Sigurðsson
frá Avnarholti.
SL