Óðinn - 01.07.1934, Page 20
68
ÓÐINN
Jón Sigurösson
frá Geysi.
»Pá kemur mjer hann jafnan
í hug, er jeg heyri góðs
manns getið«.
Svo sagði Jón biskup Ögmundsson um ísleif
fóstra sinn. Betur verður látins manns trauðlega
minst í fám orðum.
Engan hef jeg þekt þann, er slík ummæli ættu
eins vel við eins og Jón Sigurðsson frá Geysi.
Hann var fæddur á Torfastöðum í Jökulsárhlíð
20. apríl 1853. Faðir hans var Sigurður bóndi
Jónsson á Torfastöðum, Jónssonar bónda á
Hrolllaugsstöðum, Jónssonur bónda í Klúku
Egilssonar. Er sú ælt komin af góðu bændafólki
á Fljótsdalsbjeraði, en verður ekki langt rakin
í beinan karllegg. En móðir Jóns, afa Jóns Sig-
urðssonar, var Ingibjörg Árnadóttir, bónda í
Syðrivík í Vopnafirði, Brynjólfssonar prófasts á
Kirkjubæ, Einarssonar prófasts og skálds í Hey-
dölum. — Móðir Jóns Sigurðssonar var Þorbjörg
Jónsdóttir, bónda í Hlíðarhúsum, Bjarnasonar
bónda á Ekru, Eiríkssonar bónda í Fjallsseli,
Bjarnasonar bónda á Fossvelli. Er sú ætt fjöl-
menn á Austurlandi. Hefur Einar prófastur
Jónsson rakið hana til Lofts ríka á Möðruvöll-
um og þaðan til landnámsmanna.
Sigurður, faðir Jóns, drukknaði ofan um ís
á Jökulsá, þegar Jón var tveggja ára. Móðir hans
brá þá búi, og fluttist með drenginn að Húsey
í Tunguhreppi, til Halldórs bónda Magnússonar,
er síðar bjó á Sandbrekku. — En kona Halldórs
var Guðrún, föðursystir Jóns Sigurðssonar. —
Þar fæddi Þorbjörg annan son, er Sigurður var
heitinn, eftir föður sínum. ólst hann upp hjá
Halldóri bónda til fullorðinsára.
Eftir tveggja ára dvöl í Húsey flutti Þorbjörg
að Hlíðarhúsum til föður síns, og var þar
nokkur ár, og síðar hjá Jóni bróður sinum,
föður Jóns alþingismanns frá Sleðbrjót. Voru
þeir jafnaldrar Jón Sigurðsson og hann, og
hjelst með þeim trygg vínátta til æfiloka.
Þegar Jón Sigurðsson var 10 ára, giftist Þor-
björg öðru sinni, Jóni Sigurðssyni, fóstursyni
Þorsteins bónda Jónssonar í Fögruhlíð. Vóru
þau hjá Þorsteini nokkur ár, þar til vorið 1867
að þau fluttu að Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð.
Þar fórst Jón, maður Þorbjargar, vofeiflega í
Jökulsá sama vorið. — Fengu því báðir menn
Þorbjargar sorgleg æfilok, en hún bar þær raunir
með þreki og stillingu.
Þau Jón og Þorbjörg áttu tvö börn, Guðrúnu,
sem síðar varð kona Jóhannesar Jóhannessonar,
bónda í Syðrivík, og Þorstein, er dó ógiftur
heima á íslandi. Þau voru þá bæði ung, svo
hún treystist ekki til að halda áfram búskap.
Fiuttist hún því að Surtsstöðum í sömu sveit,
til Jóns bónda Þorsteinssonar. Hann var fóst-
bróðir og náfrændi síðari manns hennar, mikil-
hæfur maður og valmenni. Þá var Jón Sigurðs-
son 14 ára. Mun Jón Þorsteinsson hafa sjeð, að
mikið mannsefni var í drengnum, því hann tók
þegar ástfóstri við hann, og mat hann mest
hjúa sinna. Þar dvöldu þau öll þar til Jón Þor-
steinsson dó 1873, og eftir það hjá ekkju hans.
Var Jón Sigurðsson ráðsmaður hjá henni í 3 ár,
og fórst það vel úr hendi, þótt ungur væri.
Vorið 1876 kvæntist Jón Sigurðsson húsmóður
hvaða þýðingu sönn kona hefur, bæði fyrir
heimilið og þjóðarheildina. Þessi næmi skiln-
ingur hennar kom skýrt í ljós í heimilisstarfi
hennar, en hann lýsti sjer líka einkar skýrt í
þeim áhuga, sem hún sýndi í öllu þvi, sem lýt-
ur að mentun og auknum rjettindum kven-
þjóðarinnar, og eins í öllu því, er lýtur að aukn-
um heimilisiðnaði, og skildi vel hvaða þýðingu
það hefur, að heimilið sje sjálfu sjer nógt í sem
flestu tilliti. Hún starfaði með lífi og sál í kven-
fjelagi sveitarinnar, og með fráfalli hennar
misti það eina hina áhugamestu og starfsöm-
ustu konu sína.
Þau Síðuhjón, Einar og Sigurlaug, hafa ver-
ið, og munu af öllum þeim, sem þektu þau, æ
og ávalt verða talin sönn sæmdarhjón, og hafa
unnið dagsverk sitt með heiðri og sóma, verið
til fyrirmyndar og eftirdæmis í öllum mynd-
arskap og hverskonar gagnsemdarstarfi, bæði
fyrir heimili sitt og fjelag, og allir, sem kynni
hafa haft af þeim, minnast þeirra með velvild
og virðingu og þakklæti fyrir gott og vel unnið
starf. óskandi, að sem flest fjelög lands vors
eigi og mættu eignast sem flest hjón, er líktust
þeim Síðuhjónum, Einari og Sigurlaugu.
Sv. G.