Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 22
70
Ó Ð I N N
lögðu þeir á stað, en erfið var sú ferð, Flutn-
ingsfærin voru tveir uxar og vagnræfill, sem
þeir nafnar höfðu keypt í fjelagi; á honum voru
fluttar fjölskyldur þeirra, og það sem til var af
farangri, sem ekki var fjölbreytt. Hitar voru
miklir og flugur óþolandi, vegleysur og óbygðir
á löngum svæðum, svo ilt var að rata rjetta leið.
Enginn i förinni kunni ensku, svo illa gekk
að spyrja til vegar, þótt menn hittust á einstöku
stað. Börnin öll voru meira og minna veik, og
eilt þeirra dó á ferðinni. Viku voru þeir á leið-
inni þessar 65 mílur. Höfðu hinir þá lokið bygg-
ingunni og var það bjálkahús með torfþaki,
12 X 10 fet á stærð. Varð það að duga handa
hjónunum og börnum þeirra yfir sumarið, en
karlmenn bjuggu í tjaldi. En um haustið bygðu
þeir stærra hús, 14 x 16 fet, og bjuggu þeir
nafnar þar, og þau öl), um veturinn.
Ekki var gripaeignin önnur en uxarnir, og
ein kýr, sem Eyjólfur Eyjólfsson hafði gefið
Jóni fiænda sínum. Heyja handa þeim var aflað
með orfi og hrífu á islenskan hátt.
Um haustið kom upp sljettueldur, sem nær
hafði eyðilagt allar eignir þessara fáu bygðar-
manna, en þó tókst með harðfylgi að slökkva
hann, áður en mikið tjón varð af.
Vorið eftir nam Jón Sigurðsson land og bygði
sjer lítið bjálkahús. Heimili sitt nefndi hann á
Lundi. Hjeltst það nafn síðan á pósthúsi, er sett
var þar skamt frá, og síðar á bænum Lundar
(með vanalegri enskri afbökun).
Ekki voru enn allar þrautir úti fyrir Jóni Sig-
urðssyni, því fyrsta veturinn, sem hann bjó á
Lundi, brann hús hans með öllu, sem í þvi var.
Par fórst bókasafn Jóns og taldi hann það mestan
skaðann, þvi fátt var þar fjemætt annað.
Gott varð Jóni til að koma upp húsi aftur og
nauðsynlegustu áhöldum, því hjálpsemi var þá
almenn meðal þessara fátæku frumbyggenda.
Efnahagur Jóns lagaðist ótrúlega fljótt, enda
lágu þeir bræður ekki á liði sínu með að bjarga
sjer. Fiskiveiðí mátti hagnýta til búbóta í Mani-
tobavatni, þótt langsókt væri, en slíkt var ekki
sett fyrir sig á þeim árum. Landnemar bættust
nú við árlega, þar á meðal allmargir sveitungar
Jóns að heiman, og áttu þeir allir athvarf hjá
Jóni, og alla þá hjálp, sem hann gat veitt þeim.
Eftir nokkur ár var orðið svo þjettbýlt kring
um Jón, að hann skorti landrými fyrir gripi
sína. Seldi hann því landeign sína, en keypti
aftur tvö lönd af kynblendingi nokkru vestar í
bygðinni. Síðar keypti hann fleiri lönd við lágu
verði af útlendingum, er burtu fluttu, og jók
þannig Iandeign sína, því þá hafði hann komið
upp allstóru gripabúi. Betta nýja heimili nefndi
hann Geysir. Dró hann það nafn af brunni, er
hann gróf, sem gaus vatni í loft upp. Þar hafa
þeir feðgar nú búið nær 40 ár.
Á þessu nýja heimili bygði Jón Sigurðsson
fyrst stórt og vandað bjálkahús, því ekki var
annað efni fáanlegt á þeim árum, nema með
ókleífum kostnaði. En þegar hann var 70 ára
bygði hann mjög vandað timburhús, með 10
herbergjum. í því er miðstöðvarhitun, raflýsing
og flest þægindi, sem hægt er að veita sjer í
sveitum. Einnig eru öll úthýsi raflýst. Mun húsið
hafa kostað full 6000 dollara. Komst hann þá í
skuldir nokkrar, en að 5 árum liðnum voru þær
að fullu goldnar. Þá afhenti hann Jóni syni sín-
um alla eignina, með 6 löndum og allstóru gripa-
búi, skuldlausa.
Eftir það hafði hann lítil afskifti af búinu,
enda var heilsa hans þá farin að bila; en fram
að sjötugu var hann hraustur og vann sem
ungur væri.
Síðasta áratug æfi sinnar kendi Jón innvortis
meinsemdar, sem læknar gátu ekki ráðið bót á.
Þó var hann oftast á fótum, og glaður og skemt-
inn er gest bar að garði, ef hann hafði viðþol.
Hann fylgdi trúlega hinni hrausllegu kenningu
Hávamála:
»Glaör ok reifr skyli gumna hver
uns sinn biðr bana«.
Hann þjáðist mikið síðastl. vetur, en naut
nákvæmrar umhyggju sonar síns, konu hans og
dætra.
Jón Sigurðsson ljetst 4. mars 1933, og skorti
þá rúman mánuð i áttrætt. Hann var jarðaður
12. s. m., að viðstöddu meira fjölmenni en sjest
hafði við jarðarför hjer í sveit. Var þó kalt veður
og færð hin versta. Margir hjerlendir menn voru
þar viðstaddir og nokkrir Indíánar, því allir virtu
hann, sem kynni höfðu haft af honum. Dr.
Rögnvaldur Pjetursson og Guðmundur prestur
Árnason hjeldu ágætar ræður. Litið var þar um
Biblíulestur, en hinum látna var vel lýst og
drengilega. Þar var ekkert oflof. Dr. Rögnvaldur
lagði út af þessu erindi í Hávamálum:
»Deyr fje, deyja frændr,
deyr sjalfr et sama.