Óðinn - 01.07.1934, Síða 23
ÓÐI N N
71
Kveðja.
Flutt við jarðarför Jóns Sigurðssonar á Lundar, Manitoba, 4. mars 1933.
Kveðju mína, kæri Jón minn,
klökkur les jeg yfir þjer.
Pað jeg harma’, að þjóðai blómin
þjett og stöðugt hverfa mjer;
látbragð þitt og líf i flestu
líktist fegurð geislastafs,
þú varst einn með allra bestu
íslendingum vestanhafs.
Pú varst stólpi þinnar bygðar,
þjer var kærast íslenskt mál.
Merkisberi dáða’ og dygðar,
djörf og frjáls þín glaða sál.
Pað mun ávalt sagt með sanni
— samleið þó að endi hjer —
sannri konu’ og sönnum manni
sómi væri’ að líkjast þjer.
Púsundfaldar þakkir streyma
þöglum vinahjörtum frá,
þina minning margir geyma,
má það glögt á öllum sjá.
Fagnandi þinn frjálsi andi
finnur bústað Guði nær,
yfir þjer á lífsins landi
Ijómar sólin dýrðarskær.
Vigfús J. Guttormsson.
En orðstírr deyr aldregi
hveim er sjer góðan getr«.
Jón yngri Jónsson er nú algerlega setstur í
sæti föður síns, en það var eins og hann sæti í
skugganum meðan gamli maðurinn lifði. Jón er
nú vel miðaldra maður. Hann er bráðskarpur
gáfumaður, en dulur i skapi og lætur lítið á sjer
bera. Likist hann að því leyti meira móður-
frændum sínum en föður sínum. Þá er hann
þjettur í lund sem gamli maðurinn. Ekki hefur
Jón notið skólamentunar, en fáa hygg jeg þó
fjölfróðari en hann, sem á alþýðuksóla hafa
gengið. Hann hefur aldrei að heiman farið til
dvalar, en einlægt unnið að búinu með föður
sínum. Samdi þeim jafnan vel, þótt ólíkir væru.
Jón er vinsæll maður og vel metinn, og liklegur
til að halda mannvirðingum föður síns. Kona
hans er Ingibjörg Eiríksdóttir, Jónssonar, Halls-
sonar, er um mörg ár hefur verið nágranni
þeirra feðga. Þau eiga 6 börn, sem nú eru flest
fullþroskuð. ÖIl hafa þau verið heima til þessa,
og unnið að búinu með föður sinum. Slíkt er
fátítt mjög hjer á landi.
Jón Sigurðsson var meðalmaður á vöxl, þrek-
vaxinn og vel bygður. Hann var fríður sýnum,
svipurinn hreinn og djaiflegur. Augun snör og
gáfuleg. Hann hafði stóra lund, en viðkvæma.
Vel var hann vili borinn; dómgreindin og skiln-
ingurinn var frábær, og minnið var traust. Ekki
naut hann mentunar í æsku, sem teljandi var;
það var meira hugsað um vinnubrögð en bók-
nám á þeim árum, og engin tækifæri fyrir eigna-
lausa unglinga að ganga mentaveginn. Hann mun
lika hafa ásett sjer að brjóta sjer braut í heim-
inum með starfsemi og framkvæmdum þegar á
unglingsárunum, þvi sú hugsun fylgdi honum
til æfiloka. Þó var hann mentavinur og las
mikið, og fylgdist vel með bókmentum yngri og
eldri. — Jón var gleðimaður og hafði manna best
lag á að skemta gestum sínum. Hann var orð-
heppinn og vel máli farinn, málrómurinn var
skýr og sterkur, og mátti ætíð heyra að hugur
fylgdi máli. Mótmæli þoldi hann illa, enda var
ekki heiglum hent að fara í orðakast við hann.
Hreinlyndi og drenglyndi var honum meðfætt;
liktist hann í því, sem öðru, fremur fornmönn-
um en nútíðarmönnnm. Frjálslyndur var hann
í öllum mannfjelagsmálum, og var þar jafnan
heill og ákveðinn. Átti hann því marga and-
stæðinga og voru sumir þeirra bestu vinir hans.
Þó varð jeg þess aldrei var, að slíkt hefði áhrif
á vináttu þeirra. Drengskapurinn mátti þar meira
en kappgirnin.
Um hjálpsemi Jóns Sigurðssonar mætti margt
segja, og vissi þó enginn um hana til hlítar, því
svo mátti kalla að vinstri hönd hans vissi ekki
hvað sú hægri ljet úti. Best kom það í ljós,
þegar ástvinamissir eða snögg vandræði bar að
höndum. Hann var jafnan þar kominn áður en
nokkurn varði, og sparaði þá hvorki fje nje
fyrirhöfn til bjargráða.
Margir eignalitlir bændur fluttu í nýlenduna
á fyrri árum hans. Allir áttu þeir athvarf hjá
Jóni og alla þá hjálp vísa, sem hann gat úti
látið. Var þá oft þröngt í híbýlum hans, þegar
hann tók fjölskyldur lil vetrarvistar. Fáir munu
hafa borgað þá hjálp að fullu, enda var ekki
eftir því leitað. Tvö dæmi vissi jeg stærst um
hjálpsemi Jóns, og munu fátíð önnur slik.
Annað var harðindavorið 1982, þegar hann bjó
á Ketilsstöðum. Þá bjargaðt hann tveim heimil-
um frá algerðum gripafelli, og að líkindum
L