Óðinn - 01.07.1934, Page 25
Ó Ð I N N
73
Halldóra Jakobsdóttir
í Ögri.
Hinn 20. janúar 1933 andaðist á Landsspit-
alanum í Reykjavík, eftir uppskurð en stutta
legu, Halldóra Þuríður Jakobsdóttir, búandi í
Ögri í ísafjarðarsýslu. Halldóra var fædd 28.
des. 1877 í Ögri, og dvaldi þar síðan alla æfi,
að einu ári undanteknu, er hún var við nám í
Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar, þau Jakob
Rósinkarsson og Þuríður Ólafsdóttir, voru meðal
allra fremslu bændahjóna vestanlands. Jakob
dó aðeins fertugur árið 1894, en Þuríður ljest
háöldruð sumarið 1921. Hún var tvígift, en átti
eigi börn á lífi frá fyrra hjónabandi. En frá
seinna hjónabandi voru tvö börn auk Halldóru:
Ragnhildur, sem heldur nú áfram búi í Ögri,
og Árna, er Ijest í Danmörku 1906. — Æfiágrip
þeirra Ögurhjóna er í óðni 1921.
Ekki er það ofmælt, þótt Halldóra sje talin
meðal fremstu kvenna í sínu bygðarlagi, og
þólt víðar væri leitað. Hún var greind í besta
lagi og mentuð vel. Las hún að jafnaði mikið
og um fjarskyld efni og ræddi um alt af óvenju-
mikilli dómgreind. Var því bæði skemtun og
uppbygging að eiga við hana viðræður, og mátti
einu gilda hvað á góma bar. Hún var og hög
á hendur, og alt, sem hún fjekst við, bar vott
um mikla smekkvísi.
Þuríður móðir þeirra systra var, eftir lát
seinni manns síns, bæði bóndinn og húsfreyjan,
alt fram á áttræðisaldur. Stjórnsemi hennar og
dugnaði var lengi við brugðið. Minti hún í skap-
gerð og framkomu mjög á þær konur í söguín
vorum, sem fremstar eru taldar. Nokkur sið-
ustu ár hennar höfðu þær systur þó bústjórn-
ina á hendi, og tóku við búinu að fullu við
lát hennar.
Ýmsir hugðu Halldóru á yngri árum hennar
eigi búkonu, því henni var að jafnaði hliðrað
hjá heimilisstörfum. En það fór á annan veg,
er hún sjálf skyldi standa fyrir búi. Reyndist
hún jafn gjörhugul um utanhúss-störf sem inn-
an. Hin síðari árin rjeðust þær systur í um-
fangsmiklar umbætur, bygðu mjög myndarleg
peningshús, og reistu stóra rafstöð til hitunar,
suðu og ljósa. Öllum byggingum og mannvirkj-
um var haldið vel við og innan húss var alt í
röð og reglu. Getur mjög óvíða jafn myndar-
legt sveitaheimili og í Ögri. Þar fellur fornt og
nýtt einkennilega vel saman, öllu haldið í föst-
um skorðum frá eldri tímum, en jafnframt
fylgst með nýrri háttum í framkvæmdum innan
húss og utan. Rausn við gesti var viðkunn, og
jafnan hefur verið í Ögri, einkum síðari árin,
aðalsamkomustaður Mið-Djúpsins. Þar er því
umferð mikil og mörgum erindum að sinna
fyrir sveitamenn og aðra. Reyndist Halldóra
jafnan ráðholl um margt, er sveitungar hennar
báru undir hana. Rörn og unglingar voru jafn-
an á vegum þeirra systra, og nokkur þeirra ólu
þær upp, að meira eða minna leyti.
Halldóra var jarðselt að Ögri 2. febrúar að
fjölmenni viðstöddu úr nærsveitunum og af
ísafirði. Ræður fluttu þeir sjera óli Ketilsson
sóknarprestur og sjera Jón Auðuns fríkirkju-
prestur í Hafnarfirði.
Minning Halldóru í Ögri mun lengi lifa meðal
djúpmanna og annara, er kyntust henni.
Á myndinni eru, talið frá vinstri hendi: frú
Margrjet Jónsdóltir, kona Jóns Auðuns alþingís-
manns, Ágústa systir hennar, í Ameríku, Ragn-
hildur Jakobsdóttir í Ögri og Halldóra, sem
greinin hjer á undan segir frá.
Kr. J.
&
Leiðrjetting. í síðasta hefti Óðins stendur á bls. 16,
línu 16 að ofan: 882 fyrir 982.
0