Óðinn - 01.07.1934, Side 26
74
ÓÐINN
Sjera Friðrik Friðriksson:
Starfsárin II.
Utanförin Ianga. Frh
Jeg kastaði vindlinum og gekk inn og settist við
hliðina á hinum eldra, sem leit út fyrir að vera liðlega
tvítugur. Hinn pilturinn var miklu yngri, en hann sat
í horninu og svaf. Jeg var ekki viss um, hve vel sá
stærri tæki í það, ef jeg ávarpaði hann. Svo sagði
jeg eins og við sjálfan mig. >En sú rigning úti«.
Regnið streymdi niður eins og helt væri úr fötu.
Hann svaraði því og játti þessari staðreynd. Jeg
gerði þá athugasemd um bleytuna á götunni og svo
var samtalið byrjað. Jeg færði mig upp á skaftið og
fór að tala um þá, sem saurguðu sjálfa sig á unga
aldri, og hve sorglegt það væri að sjá unglinga útúr
fulla eins og piltinn á móti okkur. »Já«, hann sagði
að það væri hræðilegt. Jeg sagði: »Já, en þessir
vesalingar eru oft tældir út í þetta af eldri fjelögum,
það er samviskulaust*. »Já«, sagði hann, »það er
samviskulaust*. Jeg sagði: »Þekkir þú þennan dreng
þarna?« »Já, jeg held nú það, við vinnum saman á
»lager« í Nörregade*. »Voruð þið saman að drekka ?«
»Já«, svaraði hann. »Þá fellur þú undir dóminn um
samviskuleysið, sem við vorum sammála um áðan«,
sagði jeg. »Hvernig gat mjer dottið í hug að hann
væri svona mikill »hænuhaus!« Jeg er næstum al-
gáður«. »Já, jeg sje það, en það var Ijótt af þjer, að
koma honum til að drekka«, sagði jeg. — Fólk var
nú smátt og smátt að koma og setjast inn í vagn-
inn. Pilturinn sagðist heita Georg Andersen og hinn
hjeti Emil Jensen. — Nú kom ökumaðurinn. í þessu
vaknaði Emil og fór að kasta upp. Fólk fór að mögla.
Jeg sagði Georg að hann yrði að fara með hann fram
á opna pallinn svo að hann gæti kastað upp niður á
götuna. Jeg hjálpaði til að drasla honum út. Þegar
við vorum komnir út á pallinn, kom fargjaldastjórinn
hamslaus og tók óþyrmilega í handlegginn á Emil
og vippaði honum niður á götuna. Hann datt þó ekki,
en stóð eins og ringlaður. Það kom líka fát á Georg
og vagninn var að komast í hreyfingu. Jeg sagði við
Georg: »Þú mátt ekki skilja piltinn eftir svona, þú
verður að fara út og hjálpa honum*. »Já, líklega!«
sagði hann, og svo stukkum við báðir út. »Jeg ætla
að hjálpa þjer«, sagði jeg. »Er yður alvara*, sagði
hann, eins og undrandi. Svo tókum við hvor undir
sinn handlegg á drengnum og drösluðu honum á-
fram. Georg sagðist eiga heima í Borgergade 27, en
Emil ætti heima í sömu götu Nr. 50. Svo þrömm-
uðum við áfram alla hina löngu leið eftir Amager og
Kristjánshöfn í ausandi rigningu og drösluðum Emil á
milli okkar. Hann hálf svaf stundum, og kastaði við
og við upp. Það var sama sem engin umferð á göt-
unum. Emil var allur kámaður að framan á fötum
sínum, Þegar við vorum komnir á Hobroplads, fór
Emil að hressast nokkuð. Við fórum inn á Austur-
götu, »Strauið«, sem við íslendingar kölluðum svo.
Alt í einu sagði Georg: »Eigum við ekki heldur að
fara eftir hliðargötum?* »Því þá, þetta er beinasta
leiðin?* »Já, en þætti yður ekki slæmt að sjást í fylgd
með okkur, ef þjer skylduð mæta kunningjum?*
»Nei«, sagði jeg, »jeg á ekki aðra kunningja en þá,
sem mundu skilja hvað jeg væri að gera«. Svo geng-
um við spölkorn. Alt í einu vatt Georg okkur inn í
Integade og inn á hliðargötu, er gengur jafnhliða
Austurgötu út á »Kongsins Nýjatorg. — Jeg fann
að hann gerði þetta mín vegna. Við fórum yfir torgið
og inn í Borgergade, og fylgdum Emil heim. Hann
var þá orðinn sjálfbjarga. Georg sagði við hann við
götudyrnar: »Ef jeg verð ekki kominn í fyrramálið,
og þú verður sendur að vitja mig, skaltu fara og
koma aftur eftir hæfilegan tíma og segja að jeg sje
veikur*. Jeg varð hálfhissa á þessu og sagði: »Þú
ætlar þó vonandi ekki að skrópa í fyrra málið, þú
getur ekki síður komið á rjettnm tíma en hann«.
Hann sagði að margt gæti komið fyrir. Svo staul-
aðist Emil upp til sín. Við Georg snerum til baka.
Georg spurði, hvar jeg ætti heima. Jeg sagðist eiga
heima í Gautagötu, en nefndi ekki staðinn. Hann
spurði, hvort jeg vildi að hann kæmi heim með mjer.
Jeg aftók það. Þegar við vorum komnir að götu-
dyrum hans, spurði hann, hvort jeg vildi koma upp
til sín. Nei, það vildi jeg ekki; við höfðum allan tím-
ann talað um bindindi og þess háttar, en ekki minst
á trúmál. Þegar við nú stóðum þarna, sagði hann setn-
ingu, sem jeg varð alveg forviða á og gaf tilefni til
nýrra orðaskifta. Jeg sagði honum þá, hver jeg væri
og hvaðan, og svo sagði hann mjer sögu sína, svo
raunalega að jeg get ekki lýst því. Hann var kom-
inn niður í allskonar siðferðislega eymd og vandræði.
Við töluðum lengi saman og jeg tók upp nafn-
spjald mitt og skrifaði á það nafn manns, sem jeg
hugði að gæii hjálpað honum og bað hann að fara
á fund þess manns. Svo skildum við og jeg fór heim
vindandi votur. Klukkan var farin að ganga þrjú um
nóttina. Jeg sat lengi og hugsaði um unga menn
eins og Georg, og hvort ekki væri hægt að gera
eitthvað fyrir þá. Jeg sá að K. F. U. M. gat það ekki.