Óðinn - 01.07.1934, Síða 29
ÓÐINN
77
var líka aleinn í klefa allan daginn; lestin fór hægt
og kom við á hverri smá-stöð og var ekki komið til
Kaupmannahafnar fyr en kl. 9 um kvöldið. Jeg var
orðinn dálítið þreyttur, en það borgaði sig samt, því
að starfsnæðið var svo gott. Jeg var jólanóttina hjá
mínum ágæta vini Edv. Sörensen, sem talað er um
í sambandi við Leckey. Faðir hans, prófessor Sör-
ensen, var þá dáinn og Edvard orðinn verkfræðingur
og vann aðallega fyrir heimilinu og sínum yngri
systkinum. Ríkti hið innilegasta trúarsamfjelag á
heimilinu. Synirnir og dæturnar voru vel mentuð og
varð þessi jólanótt mjer hin unaðslegasta. Annars
man jeg ekki mjög vel eftir hinum einstöku dögum
jólanna, nema gamlársdeginum. Jeg var allan síðari
hluta dagsins heima hjá Ricard og þar voru ýmsir
ungir latínuskólapiltar. Jeg kyntist þar sjerstaklega
einum pilti, sem hjet Börge Helweg-Larsen, bráð-
gáfaður piltur og skemtilegur. Við urðum miklir mát-
ar, og seinna fóru fram talsverðar brjefaskriftir milli
okkar. Hann varð mjer sjerlega kær og helst sú
vinátta enn þann dag í dag. Hann er nú fulltrúi
stiftamtmannsins í Viborg og er hans hús mjer opið
eins og væri það mitt eigið. — Upp úr nýárinu
hugsaði jeg mjer að fara í ferðalag út um Jótland,
og hafa enga ferðaáætlun, heldur fara eftir því sem
verkast vildi og beðið kynni að verða um mig á
leiðinni. Jeg hafði aðeins einn stað vísan, það var
Skaginn, þangað hafði jeg verið beðinn að koma.
Rjett áður en jeg ætlaði af stað frá Kaupmannahöfn,
fjekk jeg brjef frá manni nokkrum, sem nefndi sig
Láritz Jensen, kvaðst vera húsgagnasmiður og eiga
heima í Lögstör; hann kvaðst hafa verið á fundi í
Álaborg 1901, og gæti aldrei gleymt ræðu minni um
»yrðlingana, sem skemdu víngarðana*. Nú væri hann
formaður fyrir V. D. (Vngstu deildinni) í K. F. U. M.
í Lögstör og langaði sig til að jeg kæmi þangað. Jeg
lagði svo af stað þann 4. jan. 1908 og hjelt til Skaga
í einum áfanga. Jeg hitti á leiðinni framkvæmdar-
stjórann í Randers, Anders Kristensen (nú sóknar-
prestur við Trínitatiskirkjuna í Kaupmannahöfn). Hann
bað mig um að koma til Randers og halda tvo fundi
þar, er jeg kæmi frá Skaga. Svo settum við dagana
þannig, að jeg skyldi koma næstkomandi miðvikudag
þ. 8. og vera þar á fimtudag, og svo gæti jeg farið
til Lögstör þaðan á föstudag. Jeg hjelt svo til Skagans
og var jeg í miklu yfirlæti hjá Dr. Damgaard, og
fanst mjer tíminn líða alt of fljótt. Jeg skrifaði það-
an til Láritz Jensen og sagði að jeg gæti komið
föstudaginn þann 10. ef hann gæti notað mig það
kvöld, því næsta dag færi jeg til Álaborgar, þar sem
Ingólfur Gíslason Iæknir.
Hann átti sextugsafmæli 17. júlí síðastl., fæddur á
Pverá í Dalsmynni 17. júlí 1874. Er sagt frá foreldrum
hans i fyrra hefti Óð-
ins 1913. Ingólfur varð
stúdent 1896, gekk svo
á Læknaskóiann hjer
og útskrifaðist 1901.
Dvaldi svo um tíma á
sjúkrahúsum erlendis,
en var skipaður lækn-
ir í Reykdælahjeraði
1901, en fjekk Vopna-
fjörð 1906 og var par
til 1923, er hann fjekk
Borgarnesshjerað, og
hefur hann þjónað því
siðan. Hann er vin-
sæll læknir og vask-
leikamaður, hefur
þjónað erfiðum hjer-
uðum, en þó lítt látið
á sjá, er enn hraustur, fríður sýnum, fjörugur, glað-
vær og góður heim að sækja. Hann er skáldmæltur vel
og yrkir snjöll og skemtileg kvæði við ýms tækifæri.
Kona hans er Oddný Vigfúsdóttir, áður borgara á
Vopnaíirði og síðar gestgjafa á Akureyri (sjá Óðinn 1916).
jeg ætlaðl mjer að vera heila viku. Á leiðinni frá
Skaga fjekk jeg mikla snjóhríð, og tafðist lestin
við það, svo jeg náði rjett aðeins á fundinn, sem jeg
átti að halda. Jeg átti að gista hjá vefnaðarvöru-
kaupmanni einum, ágætum mar.ni, að nafni Zacho.
Hann átti son 3 — 4 ára, sem varð afarhændur að
mjer; drengurinn hjet Alfred og er nú læknir í
Kaupmannahöfn og er enn einn af bestu vinum mín-
um. Fimtudaginn, sem jeg var í Randers, snjóaði
mikið og ýmsar járnbrautir voru ófærar, þar á meðal
lestin til Lögstör. Mig langaði alls ekki þangað, því að
jeg hafði heyrt að þetta væri mikill úfkjálkabær og leið-
inlegur, og hægfara lestir þangað. Var jeg nú farinn að
hlakka til að losna við ferðina þangað, ef snjórinn
yrði nógu mikill. Til þess að geta náð fundi þeim,
sem jeg var búinn að vita að jeg átti að halda,
þurfti jeg að fara af stað frá Randers kl. 1 síðd.
Rjett fyrir kl. 1 þann dag, fjekk jeg að vita að búið
væri að moka brautina, og svo varð jeg að fara af
stað. Leiðin var leiðinleg og kalt í lestinni og jeg
var í hálfömurlegu skapi, er jeg kom á járnbrautar-
stöðina í Lögstör. Ekki batnaði heldur er jeg kom
út, og sá engan mann kominn til að taka á móti
mjer. Jeg ranglaði þar um í svo sem tvær mínútur