Óðinn - 01.07.1934, Page 30

Óðinn - 01.07.1934, Page 30
78 Ó Ð I N N og fór að skoða veðurskeytin að heiman. Þegar jeg nú stóð þarna hálfgert í ólund, kemur til mín dreng- hnokki á að giska 10 ára, hann heilsaði mjer kurt- eislega og spurði, hvort jeg væri »Pastor Friðriks- son«, og er hann heyrði það, kallaði hann: »Hæ, drengir! hann er hjerna*. Komu þá þrír drengir hlaupandi og tóku af mjer tösku mína og kvaðst sá, er ávarpaði mig, eiga að fylgja mjer heim til föður síns, þar sem jeg ætti að vera um nóttina. Svo báru þeir töskuna, og á leiðinni komu drengir eins og þeim snjóaði að, og þeir rjettu mjer höndina og sögðu: »V/elkominn til Lögstör*. Mjer fór þá heldur en ekki að hlýna um hjartaræturnar, og var kominn í besta sólskinsskap, er jeg kom til áætlunarstaðar- ns; hafði jeg þá 25 drengi að fylgdarmönnum. Faðiri drengsins, sem sótti mig á stöðina, var barnaskóla- stjóri í bænnm og hjet Fredborg, en sonur hans hjet Rúdolf, Svo hjelt jeg drengjafund klukkatíma eftir að jeg var kominn; 70 — 80 drengir voru á þeim fundi. Láritz Jensen var þar. Það var hár og fallegur ungur maður, og fann jeg að hann hafði afar gott lag á drengjunum. Jeg fann að þeir höfðu hlakkað til komu minnar, það þurfti svo lítið til að hrífa þá. Jeg varð alveg forviða, hve fallegur hópur þetta var af drengjum í litlum útkjálkabæ með 2000 íbúa eða rúmlega það. Um kvöldið hjelt jeg almenna samkomu og var þar margt manna. Fredborg kennari lagði mjög að mjer að vera til sunnudags, og með því að mjer fanst vera hjer verkefni fyrir mig, þá gerði jeg það. Jeg hjelt aftur drengjasamkomu á laugardag og kl. 4 á sunnudag. Prófasturinn bað mig að prjedika í kirkjunni við hámessu, og gerði jeg það. Þegar jeg kom út úr kirkjunni, stóð þar maður við dyrnar, sem mjer hálfhnykti við að sjá. Hann heilsaði mjer glaðlega og nefndi nafn sitf; jeg þurfti þess ekki, því hann stóð lifandi fyrir hugskotssjónum mínum frá því jeg sá hann síðast, og var hann nú samt allmikið breyttur. Hann hjet Sidenius og hafði jeg hitt hann 1902 í Randers. Það var skömmu áður en jeg fór heim um haustið. Þá lá hann í rúminu yfirkominn af tæringu, og orðinn svo magur að jeg bjóst ekki við að hann ætti meira eftir en einn mánuð eða svo í hæsta lagi. Hann lá uppi á lofti í K. F. U. M. Jeg var beðinn að tala við hann. Hann var þá um tvítugt, trúaður maður, hafði verið húsgagnasmiður. Hann talaði um dauða sinn eins og hann ætlaði að fara í lerð, og hafði sætt sig algerlega við þá hugs- un. Við töluðum um dauðann, en samt meira um Krist og handleiðslu Guðs. Svo áður en jeg færi, kraup jeg niður við rúm hans og bað fyrir honum. En alt í einu kom sú tilfinning afarsterk yfir mig að hann ætti að lifa, og er jeg kvaddi hann, sagði jeg: »Jeg held áreiðanlega að þú lifir*. Mjer þótti þetta leitt og sendi honum langt brjef, er jeg skrif- aði á leiðinni yfir Norðursjóinn og sendi frá Leith. Svo 1906 fjekk jeg brjef frá honum, þar sem hann tjáði mjer, að nú væri hann orðinn heilbrigður, en með því að hann mætti ekki vinna að handiðn sinni, þá væri hann nú að hugsa um að læra og taka kenn- arapróf. Og nú stóð hann þarna við kirkjudyrnar; mjer fanst eins og jeg sæi mann risinn upp frá dauðum. Hann kvaðst vera á Ranum kennaraskóla, ekki mjög langt þaðan, og væri hann sendur af skól- anum til þess að fá mig þangað eitt kvöld. Jeg sá í þessu leiðbeiningu og lofaði að tala þar næsta dag. Jeg hjelt svo samkomu sunnudagskvöldið í Lögstör, og næsta dag fór jeg með dagvagni til Ranum og var mjer tekið þar mæta vel. Jeg talaði fyrir öllum skólanum seinni part dagsins og hjelt almenna sam- komu um kvöldíð í þorpinu. Svo næsta morgun fór jeg kl. 6 árdegis með dagvagninum til Lögstör og ætlaði þaðan kl. 8 með morgunlestinni til Alaborgar. En er jeg kom til Fredborgs kennara, sem jeg hafði dvalið hjá þessa daga, til þess að sækja dót mitt, þá lá fyrir mjer opið brjef frá heilmörgum af yngstu- deildardrengjum þess efnis, að biðja mig að fara ekki fyr en með lestinni kl. 4J/2 síðd., svo að þeir gætu komið og kvatt mig. Jeg gerði þetta, og þegar jeg á þessum tilsetta tíma kom á stöðina, voru þar komnir milli 60 — 70 drengir. Tveir af þeim færðu mjer sinn rósavöndinn hvor, og eftir að jeg var kominn inn í lestina og hallaði mjer út um gluggann, þá stóðu þeir í þjettum hnapp, að kveðja mig. Hve hjarta mitt svall af gleði yfir þessum ungu vinum, og jeg sá að jeg hefði mist af miklu, ef jeg hefði eigi viljað fara þangað. Þegar lestin rann út af stöðinni, hljómuðu lengi húrra-ópin í eyrum mjer. Úti við gluggann í næsta klefa stóð maður einn fyrirmannlegur og vel búinn. Jeg hafði tekið eftir honum, er jeg var að kveðja drengina. Jeg var einn í klefa til næstu stöðva, en þá kom þessi maður inn í klefann til mín og spurði, hvort jeg hefði nokkuð á móti að hann væri þessum klefa. Hann kvaðst vera frá Árósum. Hann spurði, hvort jeg hefði verið kennari lengi í Lögstör, en jeg sagðist hafa verið þar eina fjóra daga af æfi minni. Hann varð alveg hissa á þessari hyllingu drengjanna. Hann kvaðst fá alt aðra hugmynd um K. F. U. M. á eftir. Hann var hinn skemtilegasti ferðafjelagi og við urðum samferða til Aars. Eitthvað um kl. 7 kom jeg til Álaborgar. Þar á stöðinni tók

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.