Óðinn - 01.07.1934, Page 32
80
ÓÐINN
um Ivö hundruð drengjum 10 — 14 ára gömlum. ]eg
lýsti fyrir þeim sveitalífi á íslandi, og gerði það í
söguformi. ]eg sagði þeim sögu um dreng, sem ólst
upp í sveit. ]eg lýsti fyrir þeim bernsku árum mínum
en nefndi ekki nafn mitt, og notaði »hann« og
»drengurinn« í staðinn. Einu sinni gleymdi jeg mjer
og sagði »jeg«, en varð strax var við það af bros-
um og augnaráðum drengjanna. Þá grunaði, að jeg
væri að segja mína eigin sögu. Á eftir spurði mig
lítill drengur: »Hvernig vitið þjer hvað drengurinn
hugsaði?« ]eg sagði, að það gæti jeg giskað á. —
Þegar jeg kom til Kaupmannahafnar eftir þessa við-
burðaríku ]ótlandsferð, var sagan um þessa sögu
mína komin þangað á undan mjer og Ricard bað mig
að segja hana á U-D.-fundi og segja hana í »fyrstu
persónu*. Eftir fyrsta kvöldið, sagði Ricard: »Mjer
þótti verst að hafa ekki hraðritara til þess að skrifa
söguna upp, því jeg ér hræddur um, að þú getir
aldrei skrifað hana með eins miklu fjöri, eins og þú
sagðir hana«.
]eg sagði, að það hefði verið gott, að hann hefði
ekki haft það, því jeg væri hræddur um að mjer
hefði dottið allur ketill í eld, ef jeg hefði komist á
snoðir um, að upp væri ritað, hvað jeg segði. ]eg
var beðinn um áframhald, og varð að segja sögu
mína í þrjú kvöld.
Nú fór að líða að þeim tíma, er jeg hafði ákveðið
að halda heim, en þá kom atvik fyrir, sem breytti
þessu öllu saman. í byrjun febrúar kom það fyrir í
Álaborg, að missætti nokkurt kom upp milli stjórnar
fjelagsins og nokkurra yngri meðlima. Þeir gátu kom-
ið því til leiðar, að skotið var á auka-aðalfundi frem-
ur fámennum þó, og var þar borin fram og samþykt
vantraustsyfirlýsing til stjórnarinnar. Gamla stjórnin
sagði þá af sjer og ný stjórn var kosin í fjelaginu.
Risu af þessu deilur innanfjelags, og svo náðu blöðin
í það, og varð það heyrum kunnugt mál. Þetta varð
áhyggjuefni margra í K. F. U. M. út um alt land. —
Hin nýja stjórn skrifaði mjer til og skoraði fastlega
á mig að koma og vera framkvæmdarstjóri þeirra,
þótt ekki væri lengur en einn mánaðartíma. ]eg þótt-
ist vera í vanda staddur. Annarsvegar hafði jeg ráðið
för mína heim, og var þar að auki hræddur og kvíð-
inn, að blanda mjer í þetta mál, en hinsvegar hafði
jeg kallað Álaborg >hjarta-bæinn minn meðal allra
danskra bæja«, og látið mikið af, hve vænt mjer
þætti um Álaborg. Mjer fanst það ekki vansalaust,
að bregðast nú trausti þeirra, er hjetu á hjálp mína
í vandkvæðum þeirra. ]eg átti í nokkru slríði með
sjálfum mjer út af þessu, og lauk því svo, að jeg
með hálfum hug lofaði að koma og vera þar nokk-
urn tíma. Var svo fast-ákveðið, að jeg kæmi upp úr
miðjum febrúar. — Þann 18. febrúar átti K. F. U. M.
í Vejle 25 ára afmælishátíð. Eftir beiðni vina minna
þar hafði jeg ort hátíða-kantötu, sem prentuð var og ;
sungin á hátiðinni.
Nú vildi K. F. U. M. í Kaupmannahöfn senda full-
trúa til hátíðarinnar, og með því að jeg álti Ieið þar
um, er jeg færi norður til Álaborgar, fjekk jeg um-
boð Kaupmannahafnar-fjelagsins, að mæta þar sem
fulltrúi og bera fram kveðjur fjelagsins. ]eg var svo
þann 17. og 18. febrúar í Vejle, og tók þátt í hátíða-
ræðunum, og fór svo með næturlestinni aðfaranótt
hins 19., því þann dag átti jeg að koma og taka við
starfi mínu í Álaborg. ]eg var mjög kvíðafullur, og
vildi helst vera einn í klefa í lestinni, og tókst mjer
það með því, að velja næsta klefa við eimvagninn,
því þann klefa forðast margir af ótta við hættu, ef
árekstur skyldi verða.
]eg hafði þar gott næði að hugsa og biðja og
vakti alla nóttina. Klukkan liðlega 7 um morguninn
kom jeg öllum á óvart til' Álaborgar, því að þar
bjuggust menn við komu minni með síðdegislestínni.
]eg gekk svo laus og liðugur heim í K. F. U. M.
og skildi farangur minn eftir á stöðinni, Þegar jeg
var rjett kominn að fjelagshúsinu, mætti jeg 15 ára
pilti, sem var á leiðinni í skóla. ]eg heilsaði honum
og fjekk að vita nafn hams, og gekk svo með hon-
um langa leið til skóla hans og urðum við miklir
mátar. ]eg tók þetta sem heillaspá um góðan árang-
ur, og kom glaður í anda heim í K. F. U. M. Þar
var mjer vel fagnað að vanda. Ráðskona fjelagsins,
ungfrú Símonsen, tók við mjer vel og veitti mjer
góðan beina. Svo var mjer vísað yfir á hótel, sem
lá rjett við hliðina á K. F. U. M. og átti jeg að hafa
þar svefnherbergi. Eftir að jeg hafði þvegið af mjer
járnbrautarrykið, fór jeg að finna nýja formanninn,
Bisgaard kaupmann; hann var einn af heldri kaup-
mönnum í borginni. Hann tók við mjer tveim hönd-
um og átium við langt samtal um málið, og setti
hann mig inn í það vel og vandlega frá sínu sjónar-
miði. Svo stakk jeg upp á því, að við færum báðir
til Brodersens kaupmanns, sem verið hafði formaður
fjelagsins um margra ára skeið. Vildi jeg heyra sög-
una frá hans sjónarmiði líka. ]eg þekti hann og vissi,
að hann var hinn mesti sómamaður og vel kristinn.
Svo töluðum við þrír um málið og kom okkur saman
um, að öll óvild skyldi niður falla; svo báðum við
þrír saman og skildu kaupmennirnir með sátt og
samlyndi, og lofaði Brodersen að styrkja nýju stjórn-
!