Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 33

Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 33
ÓÐINN 81 Hermann Jónasson, forsætisráðherra. Haraldur Guðnumdsson, atvinnumálaráðherra. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra. ina með því, að tala sáttarorð til hinna annara stjórn- enda, sem vantraustið hefðu hlotið. — Nú var allur kvíði horfinn, 03 heimsótti jeg meðlimi beggja stjórn- anna og fjeil alt í ljúfa Iöð. Byrjaði nú einn hinn yndislegasti kafli æfi minnar. ]eg sá brátt, að jeg yrði að leggja mesta alúð við yngri deildirnar, því að þær væru nær í kalda kuli, fámennar og illar sóttar. Hafði unglingadeildin um 60 meðlimi á skrá, en ekki mættu á fundum nema örfáir af þeim. Vngsta deildin hafði 35 meðlimi og illa sótt. ]eg tók mjer nú fyrir hendur að verja tveim tímum á degi hverjum til þess að ganga um göturnar, kynna mjer þær og tala við drengi og unga menn, sem jeg kynni að hitta. Brátt tók að fjölga drengj- um í deildunum. Það var eins og alt hepnaðist fyrir mjer. Allir voru mjer svo góðir og kurteysir, og tóku vel undir, er jeg bauð þeim í K. F. U. M. ]eg mætti eitt sinn til dæmis ungum manni, 19 ára; hann var í málarafötum og leitst mjer mjög vel á hann. Hann tók vel kveðju minni. ]eg spurði hann að nafni. Hann kvaðst heita Ansgar að fornafni. »Þá ert þú víst í K. F. U. M.?« sagði jeg. Nei, það var hann ekki. »Hvar áttu heima?c >í Absalonsgötu nr. 8c. »Svoc sagði jeg, »finst þjer það ekki vera ósæmilegt að heita Ansgar, eins og postuli Norðurlanda, og búa í götu, sem kend er við hinn mikla erkibiskup Dana, og vera þó ekki í K. F. U. M.c Hann hló og kvaðst skyldu athuga málið. Við skildum bestu vinir. Hann kom svo á næsta fund og varð með- limur. — Svo hitti jeg marga unga menn og drengi. Það streymdi frá þeim hlýja og þeir voru fljótir að verða mjer velviljaðir. — ]eg hef í engum bæ fund- ið eins skemtilega unglinga eins og í Álaborg. Þá varð latínuskólasveitin (Latinerkredsen) mjer til mik- illar gleði. Það voru átta latínuskólapiltar í K. F. U. M., er jeg kom til Álaborgar og átti jeg fljótlega fund með þeim. Svo bættust nýir við, sem komu og gengu inn í yngstu deildina eða unglingadeildina, en hjeldu vikulega sína sjerfundi. Fremstir voru þar í fiokki: Pjetur Filtenborg, ]óhannes Sörensen, Viggo Munk og Martín Nielsen, fluggáfaðir og vel gefnir piltar. Svo bættust fleiri 03 fleiri við úr ýmsum bekkjum. Margir af þeim urðu algerlega unnir fyrir Krist og brátt fór að bera á áhrifum þeirra í skólanum. — ]eg hef sjaldan þekt hóp af unglingum, sem breyttu eins vel eftir því, sem postulinn Páll sagði: »Gerið gleði mína fullkomna með því, að vera samhuga, hafa sama kærleika, og hafa með einni sál eift í hugac. — Það var hjá þeim brennandi áhugi fyrir málefninu. Þeir fengu aukinn áhuga á námi sínu og uppörfuðu hver annan og hjálpuðu hver öðrum við lesturinn. Þeir setfu sjer þá meginreglu: »Latínuskólapiltar í K. F. U. M. vanda þannig nám sitt og framferði, að engir með jöfnum hæfileikum standi þeim framarc, og að þessu keptu þeir. — Þeir ljetu sjer líka ant hverir um aðra og vöktu yfir því, að enginn þeirra slakaði á klónni. Þannig komu einu sinni tveir piltar úr fjórða bekk til mín og báðu mig að tala við einn sambekking þeirra, sem hefði þann óvana að lesa

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.