Óðinn - 01.07.1934, Síða 35
ó Ð I N N
83
verunnar og starfsins í Álaborg, án þess að nokkuð
skygði á.
Skömmu fyrir páska fjekk jeg mjög rækilegt brjef
frá pastor Hoffmayer um það, að taka að mjer það
starf niður við höfnina og knæpurnar, sem hann hafði
áður talað við mig um, og minst er á hjer á undan.
Brjefinu fylgdi skjal frá nefndinni fyrir þessu fyrir-
hugaða starfi, og var þar lagt að mjer að hugsa um
fyrir Guði og samvisku minni, hvort jeg gæti ekki
tekið þetta að mjer; launakjör og aðstaða í starfinu
var mjög glæsileg. Undir skjalinu stóðu nöfn merkra
manna. ]eg svaraði brjefinu strax á þá leið, að jeg
vildi það gjarna, ef Guð vildi það, og kvaðst koma
til Kaupmannahafnar á pálmasunnudag, því þá ætti
jeg að tala þar á samkomu, sem halda átti til fjár-
söfnunar til starfs K. F. U. M. á Islandi og öðrum
útlöndum, sem voru í sambandi við Danmörk. —
Vikuna fyrir pálmasunnudag hafði jeg mikið að gera
og var orðinn þreyttur. Það var því hvíld í því, að
bregða mjer burtu. ]eg fór á laugardagskvöldið af
stað á leið til Hafnar. Það var þriðja farrými og tók
jeg klefa næst eimvjelinni. ]eg var aleinn og lá endi-
langur á trjebekknum með litla ferðatösku undir höfð-
inu og sofnaði jeg svo vært, að jeg svaf alla leið til
Fredericia og vaknaði ekki fyr en lestarstjórinn vakti
mig og spurði, hvort jeg ætlaði til Suðurjótlands. —
]eg hafði rjett tíma til að hlaupa út úr lestinni með
tösku mína í annari hendinni og skóna mína í hinni,
og varð jeg að setja þá upp þar á stjettinni. —
]eg kom til Kaupmannahafnar um morguninn kl. 8.
]eg fór svo heim í K F. U. M. og fjekk að vita, að
jeg átti að tala á fjórum stöðum þann dag. ]eg fjekk
samt tíma til að tala við nefndina, og hafði pastor
Hoffmayer skotið á skyndifundi. ]eg gaf þeim sömu
svör og í brjefi mínu, að jeg skyldi gera þetta, ef
Guð vildi það. Þeir spurðu, hvernig jeg ætlaði að
komast að raun um það. ]eg sagði að það væri mjög
auðvelt. ]eg vissi að Guð hefði sett mig til starfs
heima á Islandi. Hann gæti breytt því, ef hann vildi.
]eg færi heim og hjeldi starfinu áfram þar, ef ekk-
ert kæmi fyrir, sem sýndi mjer ótvírætt að jeg ætti
að breyta um. Til þess að vera við starfið heima,
þurfti jeg enga nýja bendingu, en ef hann vildi senda
mig eitthvað annað, yrði hann með rás viðburðanna
að grípa þannig inn í, að enginn vafi ljeki á um
hans vilja, og gæti hann þannig knúð mig inn á þá
nýju braut, með eða mót vilja mínum. Þeir urðu að
láta sjer þetta lynda. Um kvöldið kl. 8 talaði jeg á
stórri samkomu í K. F. U. M. og eftir samkomuna
fór jeg heim til Pastor Hoffmyer og tók þátt í ferm-
ingarveislu Páls sonar hans; var jeg þar í besta
fagnaði framundir miðnætti og fór svo með miðnæt-
urlestinni til baka til Álaborgar. Á annan í páskum
átti jeg að prjedika við hámessu í Frelsaranskirkju
fyrir sóknarprestinn, og var 2. prestur kirkjunnar
fyrir altarinu, ]eg hafði búið mig undir að prjedika
út af fyrsta guðspjalli dagsins: »Emasusgöngunni«,
en hafði gleymt að prjedika átti út af 2. guðspjalli
dagsins: ]óh. 20, 1 — . Presturinn tónaði fyrst guð-
spjallið frá altarinu. í sálminum milli guðspjalls og
stóls kom jeg inn í skrúðhúsið og spurði prestinn,
hvort nokkuð gerði til þótt jeg talaði um «Emasus-
gönguna*. Hann sagði, að það væri algerlega ólög-
legt, og varð mjög órólegur af því að hann bæri á-
byrgð á þessari messu, og þar að auki sæti sjálfur
biskupinn niðri í kirkjunni. Prestinum leið svo illa út