Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 36

Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 36
84 ÓÐIN N i Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins. Magnús Guðnuindsson, fyrv, dómsmálaráðherra. Pjelur Magnússon, bankastj. og alpm. þessu að jeg hugsaði mjer að belra væri að jeg yrði mjer til skammar, en að hann hlyti vandræði af mjer, svo að jeg fór upp í stólinn og fletti upp öðru guðspjallinu og las það í gegn meðan síðasta versið var sungið, fann þrjú atriði til að skifta ræðu minni. Svo prjedikaði jeg og hafði góða áheyrn. Eftir mess- una kom biskupinn og heilsaði mjer og bauð mjer að koma með sjer heim og borða miðdegisverð með sjer. Á leioinni fór hann að tala um ræðu mína og var svo ljúfur að láta vel yfir henni. ]eg sagði hon- um alla söguna, og hló hann dátt, og sagðist vera forviða á prestinum, því enginn, og ekki hann sjálfur, mundi hafa farið að finna að því, þótt framandi prest- ur veldi sjer sjálfum teksta. Biskup Möller var hinn ljúfasti maður, lítillátur og blátt áfram. Hann var mjer síðan fjarskalega góður og bað mig að ganga út og inn í biskupsgarðinum, eins og jeg væri þar heima hjá mjer. Mjer var oft boðið þangað og átti þar bæði góðar og lærdómsríkar stundir. Var einnig biskups- frúin mjer góð og fjekk mig nokkrum sinnum til að tala á samkomum, sem haldnar voru þar heima. Biskupinn talaði einnig fyrir mig bæði í Aðaldeild og unglingadeild fjelagsins; einnig við fermingar- drengjahátíð, sem jeg hjelt í K F. U. M. Vera mín í Álaborg lengdist upp í nær því 4 mánuði og leíð mjer hverjum deginum öðrum betur. ]eg hjelt og stundum samkomur á öðrum stöðum í næstu bæjum við borgina. ]eg heimsótti vini mína í Lögstör og var mjer fagnað hið besta þar. Einu sinni var jeg beðinn að tala í Nibe, sem er talsvert þorp við Limafjörðinn. Þar var gamall prestur, lærður vel og tilheyrði stefnu Grundtvígsinna. Hann hjet Christani. ]eg átti að halda þar fyrirlestur um ísland, en ekki að prjedika. Presturinn tók mjer vel og stjórnaði samkomunni. ]eg talaði lengi og var bylt við, er jeg leit á klukkuna og sá að jeg hafði talað á 1V2 líma. ]eg sló því fljótlega botninn í mál mitt og fór niður úr ræðustólnum. Svo mæltist presturinn til að jeg segði frá einhverju tilteknu úr íslensku þjóðlífi. Það tók 15 mínútur að svara því; svo voru einhverjir sem vildu vita meira og lögðu spurningar fyrir mig, og svo varð jeg að gera grein fyrir því, og þannig varð jeg að tala áfram, og hafði jeg verið í stólnum í 9 stundarfjórðunga í alt. ]eg var nóttina á prests- setrinu og naut þar hins besta beina. Það var mjög fínt og siðfágað heimili. Maímánuður var eins og einn sumarblíður sólskins- dagur. Meiri og meiri gleði hafði jeg af starfinu meðal piltanna frá Latínuskólanum. Þeir komu á hverjum föstudegi á sjerfund og margir meðal þeirra eldri drógust nær og nær lifandi kristindómi. Fleiri og fleiri af þeim urðu lífstíðarvinir, sem síðan hafa haldið óslítandi trygð við mig og á jeg nú víðsvegar um Danmörk opin hús og heimili hjá prestum, læknum og kaupsýslumönnum, semþá voru í »Latinerkredsen«. Þar á meðal var Peter Filtenborg, sonur kaupmanns í Aalestrup, hann er nú prestur í Fale á Suður-]ót- landi; þá var og Viggo Munk, nú læknir á ]ótlandi; Einar Christinsen, revisor í Álaborg; Emil Venö, nú forstjóri fyrir hinum stóru vefnaðarverksmiðjum í Odense á Fjóni; Aage Rasmussen, sonur eins af yfirkennurum skólans, og nú atkvæðaprestur á Sjá-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.