Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 38
86
ÓÐINN
mjer, að hann fylgdi mjer út og inn, og svo ástúðlegur
að mig verkjaði inn að hjartarótum, því jeg mintist
við það drengjanna minna í Álaborg. Dr. Ingerslev
sagði mjer, að biskup Möller hefði verið þar fyrir
skömmu á kirkjufundi og sagt frá messunni 2. páska-
dag í Alaborg og hafði látið mikið af rrðu minni.
]eg gladdist við þetta, og sá í því vorkunnsemi og
góðleik biskupsins, og verið getur að hjegómasemi
hafi átt nokkurn þátt í gleði minni. Á miðvikudags-
morgni lagði jeg af stað frá Hals. Rjett áður en
jeg færi á járnbrautarstöðina, hljóp Páll litli út. Hann
átti litla flaggstöng í garðinum og dró hann upp til-
svarandi flagg í hálfa stöng. Einn af vinum læknis-
ins var að koma til að kveðja mig, og á leiðinni
upp að húsinu sá hann Pál við flaggstöngina og
spurði, því hann flaggaði í hálfa stöng. »]a«, sagði
Páll, >vi har Sorg i Huset, for min Ven, íslænderen,
rejser i dag.
Lestin fór í gegnum Álaborg, en enginn þar vissi að
jeg væri með þeirri lest nema örfáir úr stjórn K. F.
U. M. Kom formaðurinn, Bisgaard kaupmaður, og 2
aðrir vinir til móts við mig. Svo hjelt jeg áfram yfir
Hobro og suður á ]ótland.
Áður en jeg skilst alveg við Álaborgariímann,
má jeg til að minnast á atvik, sem kom fyrir mig
skömmu áður en jeg fór alfarinn burtu. Það var
miðvikudaginn fyrir hvítasunnu, að jeg tók mjer ferð
á hendur til Aalestrup; jeg hafði lofað Pjetri Filten-
borg að dvelja hjá honum í tvo daga. Hann tók á
móti mjer á stöðinni og fylgdi mjer heim til sín.
Foreldrar hans tóku hið besta á móti mjer, sjálfur
var Pjetur heima í hvítasunnuleyfinu. Nú höfðum við
glatt okkur til að njóta samverunnar. En þá kom
atvik fyrir, sem sló skugga á samverugleðina fyrir
Pjetri. Þegar við komum heim í kaupmannsgarðinn,
var mjer sagt að hringt hefði verið til mín frá
Álaborg af formanni fjelagsins og hefði hann eitt-
hvað áríðandi að segja mjer. ]eg hringdi hann
þegar upp. Það var Bisgaard og sagði hann mjer,
að rjett eftir að jeg var farinn, hefði komið
stórt ábyrgðarbrjef til mín frá íslandi og stæði á því
að mikið lægi á svari, og bað hann mig að koma
með næstu lest. ]eg sagði, að það gæti ekkert
verið sem svo Iægi á, að það mætti ekki bíða til
morguns, og skyldi hann senda brjefið með póstinum,
svo að jeg fengi það snemma næsta dag. Pjetur stóð
hjá mjer meðan jeg talaði í símann og jeg sagði
honum frá brjefinu. Eftir að hafa matast, gengum
við Pjetur út á víðavang. Það var yndislegt sólskins-
veður og mikill söngfuglakliður alsstaðar. ]eg var
glaður og í góðu skapi, en jeg fór að taka eftir því
að Pjelur var eitthvað ókátari en hann átti vanda til.
]eg spurði hann, hvort nokkuð gengi að honum.
»Nei«, sagði hann, »en það er þetta brjef«. »Brjef?
spurði jeg, »hvaða brjef?« «Þetta áríðandi brjef frá
íslandi*. ]eg fór að hlæja: »Heldurðu að jeg láti
hugsunina um þetta brjef spilla gleði samverunnar í
dag, meðan jeg veit ekki hvað það inniheldur*. »Get-
urðu það?« sagði hann og leit á mig; »en ef það er
eitthvað slæmt?« »]á, það er hugsanlegt*, sagði jeg.
»]eg gæti hugsað mjer margt slæmt, sem gæti hafa
komið fyrir. Ef til vill er K. F. U. M.-húsið brunnið til
kaldra kola. Mamma mín getur verið dáin; eitthvert
slys eða óhamingja getur hafa hent einhvern minna
bestu vina o. s. frv. En jeg veit það ekki í dag. Það
er nógur tími að syrgja á morgun, ef eitthvað er að;
hvað sem það væri, gæti það engum gagnað heima
að jeg eyðilegði daginn fyrir okkur í dag. Þar að
auki getur brjefið haft einhverjar góðar fregnir að
geyma*. Við töluðum svo ekki meira um þetta, en jeg
fann að þetta brjef var ríkara í huga hans, en mínum.
Næsta morgun snemma kom brjefið, stórt og rnikið.
]eg þekti skriftina. Það frá Pjetri Gunnarssyni. ]eg
opnaði brjefið, og meðan jeg var að því, var jeg
auðvitað talsvert »spentur«. Þegar jeg hafði lesið
eina blaðsíðu, fór jeg að skellihlæja, og sagði við
Pjetur, sem sat hjá mjer talsvert fölur: »Það hefði
verið dálaglegt að spilla deginum í gær með víli og
áhyggjum. Brjefið er um það, hvort jeg vilji ekki
hafa 300 krónum meira í árstekjur, en jeg hef áður
haft, og jeg þarf að svara því með fyrstu ferð«. Svo
útskýrði jeg fyrir honum, að jeg gæfi nú um 300
krónur í húsaleigu, en nú væri jeg beðinn að búa í
K. F. U. M.-húsinu frítt. Út af þessu komumst við í
langt samtal um áhyggur og víl út af því, sem ókomið
væri, og vjer gætum í engu að gert. Mörgum árum
seinna sagði Pjetur mjer að þessi lærdómur hefði
komið sjer að góðu gagni.
Eftir þennan litla útúrdúr, er það að segja af
ferð minni, að jeg hjelt suður eftir ]ótlandi og heim-
sótti ýmsa bæi á leiðinni, og kom glaður til Kaup-
mannahafnar í lok mánaðarins. Nú fór að styttast í
dvöl minni í Danmörku, en tvent var þó eftir, sem
jeg vildi taka þátt í áður en jeg færi burt. Annað
var að kynna mjer sumarútilegu drengja, sem þá
var nýlega hafin sem liður í starfinu þar, og hitt var
sumarfundur latínuskólapilta, sem halda átti í Aarup
á Fjóni, hvorttveggja í júlímánuði. ]eg ákvað að fara
heim í byrjun ágúst.
Sumarútilega fyrir drengi var í því fólgin, að K.