Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 39
ÓÐINN
87
F. U. M. hafði fengið leyfi lil að nofa hermanna-
skála rjett hjá Jægersprís á Sjálandi. Það voru her-
búðir, þar sem fóru fram heræfingar á vissum fím-
um fyrir herinn. í júlí stóðu þær auðar og þar hafði
K. F. U. M. vikuflokka af drengjum á ýmsum aldri.
Jeg átti að vera með flokki úr yngstu deildinni. Það
voru um 40 drengir og nokkrir foringjar. Það var
undursamleg vika; við sváfum í hermannaskálunum
og bjuggum um okkur í hálmi sem breiddur var á
gólfið og var ekki margt til þæginda, en hvað gerði
það, því að dagarnir voru hver öðrum skemtilegri.
Það var regluleg útilega og skiftust á íþróttir, leikir,
gönguferðir til fallegra staða og svo andlegar upp-
byggingarstundir. Einn dag gengum vjer til að heim-
sækja F. D. F. (Frivillig Drengeforbund). en svo
nefndist stór drengjastarfsemi með sjerstöku sniði,
nokkuð sniðið eftir hermannaháttum. Þeir höfðu ein-
kennisbúning. Það fjelag átti sjer sumarbústað á fögr-
um stað og hafði nefnt hann Jómsborg. Þar lágu í
útilegu á annað hundrað drengir. Bústaður þeirra
var mjög fagur; þar var hringsalur með föstum sæt-
um í kring og sátu menn þar í hvirfingu og aðal-
foringi í öndvegi. Var salurinn allur í fornum stíl.
Sett voru fram borð og veittur drykkur, það var
kakao með nokkurskonar flatbrauði, sem var svo ól-
seigt að það var aðeins fyrir vel tenta menn að vinna
bug á því, en skemtun var þar nóg með söng og
ræðuhöldum. Meðan verið var að drekka, orti jeg
tvítuga drápu í Ijóðahætti, og stóð svo upp og flutti
hana að fornum sið. Það var drápa um þessa nýju
Jómsvíkinga. Var henni tekið með miklum fögnuði.
Jómsvíkingar fylgdu oss á leið með fylktu liði og
voru sungnir fjörugir söngvar undir hergöngulögum,
en vjer foringjarnir urðum að þagga niður í vorum
drengjum, því þeir byrjuðu hvað eftir annað á ein-
hverri gamanvísu, og var í viðlaginu talað mikið um
»sólaleðurc. Vjer vildum ekki að hún væri sungin
þá, þótt saklaus væri, því gestgjafar vorir gætu haldið
að strákarnir væru að skopast að seigu kökunum
þeirra. Jómsvíkingar komu svo annan dag í heimsókn,
og gerðum vjer veislu á móti þeim. Á þeirri viku orti jeg
»Fánasöngc fyrir Vngstu deildina, sem kendur var og
sunginn, er fáninn var dreginn að hún á morgnana.
Sá söngur komst seinna inn í söngbækur fjelagsins.
Eftir þessa viku dvaldi jeg annan vikutíma í litl-
um bæ á Fjóni, sem Aarup heitir. Þar var lýðhá-
skóli; hafði hið kristilega latínupiltasamband fengið
húsakynni skólans til viku dvalar fyrir latínuskóla-
pilta víðsvegar frá Danmörk. Voru þar saman komnir
eitthvað á annað hundrað piltar og svo leiðtogar
starfsins. Þetta starf stóð í nánu sambandi við nor-
rænu stúdentahreyfinguna kristilegu, og við K. F. U.
M Jeg var þar sem gestur fundarins. Þar voru þeir
greifi J. Moltke og kammerherra Oxholm og ýmsir
fulltrúar frá K. F. U. M. Fundirnir voru haldnir í
líkingu við stúdentamótin, og var vandað mjög til
ræðumanna. Gengu morgnarnir til hádegis til biblíu-
lestra í flokkum og kristilegra fyrirlestra. Síðdeginu
varið til viðkynninga og skemtilerða. Einn dag vor-
um vjer í boði á herragarði einum. Þar var mjög
stór og skrautlegur lystigarður. Bogabrú var þar yfir
sýki eitt. Vfir brú þá lá leiðin. Jeg var nýkominn yfir
brúna, er hún fjell niður undir mannfjöldanum, sem
kominn var út á hana. Fjell margt fólk f sýkið og
var ekki langt frá að slys yrði af. Var mesta skelf-
ing á ferðum, meðan á þessu stóð, en brátt komst
skap manna í samt lag, er öllum hafði verið bjargað
og enginn slasast. Vakti samtýningsbúningur, þeirra
er í sýkið fóru og þur föt höfðu fengið, drjúgt gam-
an hjá ungu piltunum. Greifi Moltke kom fram í
geisivíðum fötum, sem ekki voru á hann sniðin, og
fleiri af tignarmönnum mótsins höfðu fengið sömu
útreið. Varð þetta að gamni og fyndni, eins og Dön-
um er títt, og voru þeir, sem fyrir urðu, ánægðir
hver með sinn hlut.
Mínir bestu vinir á mótinu af skólapiltum voru auð-
vitað Álaborgarvinirnir mínir, og þar fyrir utan er
heill hópur af piltum frá Kbh. mjer minnisstæðastur.
Börge Helwey Larsen, sem áður er um getið, og greifi
Ernst Moltke, hafa báðir verið mjer alúðarvinir síðan.
Eftir mótið dvaldi jeg í Kaupmannahöfn það sem
eftir var tímans þar til jeg tók mjer far með »Láru«
heim. Bar ekkert markvert við á leiðinni heim. Þann
14. ágúst komum við til Vestmanneyja, og kvöldið
15. ágúst til Reykjavíkur. Þetta kvöld hafði jeg enga
drengi eða pilta til þess að minnast með mjer þess
sama dags fyrir 11 árum, er jeg kvaddi Unglinga-
deildina í Kaupmannahöfn. En það hefur altaf verið
vandi minn að halda upp á þann dag. Klukkan var
um 11, er jeg kom í land; allar götur voru mann-
lausar. Jeg rakst þó á tvo unga vini mína; var ann-
ar þeirra Jón Hermannsson, einn af stofnendum fje-
lagsins. Hann var mjer einkar kær og varð jeg feg-
inn að sjá hann. Þeir fylgdu mjer svo heim til mín
á Lindargötu 14 og varð mamma næsta glöð að fá
mig heimtan heim. Gestur var fyrir, það var Jóhannes
föðurbróðir minn, nýkominn úr Norðurlandi á leið til
Ameríku, heim til sín. — Þannig lyktaði ferð þessari,
og hafði jeg verið í þeirri ferð 1U/2 mánuð.
o°®o