Óðinn - 01.07.1934, Side 41

Óðinn - 01.07.1934, Side 41
Ó Ð I‘N N 89 kostir íslensks þjóðernis hafa runnið honum í merg og blóð. Frábær hagleiksgáfa, líkamshreysti og þjóðleg fræðahneigð er ættlæg í kyni hans til beggja hliða. Margt hefur drifið á daga Sigurðar, eins og verða vill, bæði ljúft og leitt. Hinn langa æfiferil hans má rekja ýmist um grónar vinjar æðri gæfu eða klungur kaldra örlaga. En það telur hann fyrst hafa horft sjer til meins, er heimili foreldra hans og blómabú sundraðist og þau skildu að lögum, vorið 1853, er hann var aðeins tveggja ára. Flutti móðir hans þá vestur að Borg til Jóhanns Ámasonar bróður síns, með Elínu dóttur sína. Ingveldur skyldi alast upp með föður sínum, en Sigurður til skiftis með báðum. Sá var dómurinn í máli þeirra hjóna. (Elín þá 9 ára en Ingveldur 12 ára). Sigurður varð fyrst kyr hjá föður sínum. Bjó Bárður næsta ár með ráðskonu, Ingibjörgu Hrómundsdóttur. Vorið eftir flutti hann frá Litla- hrauni að Flesjustöðum, og tók þá saman við konu þá, er átti hlut að samvistaslitum þeirra hjónanna. Gekk þar alt af honum á skömmum tíma, eignir og almenn virðing, er hann áður naut. En áður en hann flytti til Flesjustaða kom Sólveig, ásamt bróður sínum Jóhanni, og sótti Sigurð son sinn, er sætti hörku og vanhirðingu af hálfu ráðskonunnar, Ingibj. Hrómundsdóttur, þá aðeins 3 ára. Á Borg var hann aðeins einn mánuð. Minnist hann ennþá glögglega þeirra gleðidaga, er hann ljek sjer þar með frændum sínum, börnum Jóhanns. En þá um vorið tekur móðir hans Gvendareyjar á Breiðafirði á leigu af Kristjáni kammeráði á Skarði. Skyldi ráðs- maður hennar hafa hálfan arð af búinu. Búnaðist henni þar ágætlega, og leið þeim öll- um vel. En bæði var það, að uppeldi Sigurðar var ekki tiltekið í samningunum við ráðsmanninn og svo hafði faðir hans rjett til hans að sínum hluta. Kemur hann, ásamt fylgikonu sinni til eyjanna um vorið, er Sigurður verður 5 ára, og flytur hann til Flesjustaða. Varð að lokka Sigurð frá móður sinni og siðan að taka hann brott með valdi. Var það ein myrkvasta og ógleyman- legasta örvæntingarstund æfinnar, er reyndi svo á grátþol bans, að hann var síðan lengi veiklaður fyrir brjósti. Hjá föður sínum og »stjúpu« (ráðskonu) er hann svo í þrjú ár. Á því tímabili bregður móðir hans búi og gjörist húskona að Helgafelli. Þaðan kemur hún gangandi veturinn 1859, álftabana- veturinn svonefnda, til Fíesjustaða og vill fá son sinn með sjer til baka. Fyrir atbeina Björns hrepp- stjóra á Brúarhrauni hafði hún að lokum sitt fram. Leggja þau mæðgin af stað í kataldsveðri laugardaginn fyrstan í sumri fyrir páska (sumar Sigurðnr Bárðarson. páska). Sá um þær mundir hvergi á dökkan díl og ekki til hafs fyrir lagnaðaris. Til Helgafells náðu þau eftir viku. Sigurður þá 8 ára. Um vorið gjörðist Sólveig bústýra mágs síns, Jónasar Ögmundssonar á Kársstöðum, er um veturinn hafði mist konu sína Ragnheiði Árna- dóttur. Þar ólst Sigurður upp um 6 ára skeið, og íermdist þar. Á þeim árum lagði móðir hans grundvöllinn að hugsunarhætti hans og fróðleiks- nautn. Tók hún þegar, er fundum bar aftur saman, að kenna honum að lesa. Átti hún Njálu (Kaupmannahafnarútgáfuna) og hjet að gefa honum hana, ef hann uppfylti viss skilyrði við Iestrarnámið. Sigurður vann sjer inn Njálu, og geymir siðan sem helgan dóm. Móðurfræðslan er öll sú fræðsla, er Sigurður naut í æsku.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.