Óðinn - 01.07.1934, Side 42
90
ÓÐINN
Mintist hann löngum móður sinnar með inni-
legri elsku og virðingu.
En nú kom þar, að högum föður hans hrakaði
svo mjög að hann þóttist eigi mega án Sigurðar
vera. Hjet hann og að kenna Sigurði smíðar.
Fjórtán ára fer hann aftur til Flesjustaða. Duldist
honum eigi að faðir hans vildi honum í alla
staði vel. En þar um var hann ekki einráður,
auk þess að fátæktin batt honum þá orðið fjötur
um fót. Ekkert varð af smíðanáminu, því að
alla vetur stóð Sigurður yfir fje og hirti úr
húsi og í.
Á þessum árum var fræðahneigð Sigurðar
sem óðast að vakna. Las hann allar skruddur,
er hann fjekk hönd á fest. Ennfremur lærði
hann að skrifa. Hafði hann komist yfir skriftar-
stafróf frá listaskrifaranum Fórði alþingismanni
á Rauðkollsstöðum, og skrifar enn, á níræðis-
aldri, ágæta rithönd.
Snemma kendi þeirrar ástriðu hjá honum, að
lesa alt það, er í varð náð, um grasafræði og
lækningar. Fann hann hjá sjer knýjandi löngun
til þess, að öðlast þekkingu á gerð og starfi
mannlegs líkama. 1 því efni voru þó framan af
flest sund lokuð. Annar sterkur þáttur í upplagi
hans var smiðahneigðin. Sú var von hans og
fyrirætlan, að læra handverk, með því að »vinna
fyrir drenga sem kallað var. 1 þessu skyni rjeði
hann sig loks, 19 ára gamall, til járns-og kopar-
smiðs þar í sveitinni. Var það orðlagt svaka-
heimili, svo að eigi toldu þar hjú, og var íllu
spáð um fyrirtæki Sigurðar. Enda ærðist hús-
móðirin á því ári út af skærum við grannkonu
sína. Var þá lokið smiðanáminu í það sinn.
Næstu tvö árin vann Sigurður fyrir sjer með
vinnumensku og smíðum.
Fá ber að druknun Sigurðar Jónssonar bónda
á Fursstöðum í Borgarhreppi. Ljet hann eftir sig
unga konu og eina dóttur. Ekkja hans var
Ingiriður, dóttir Eiríks Bjarnasonar á Þursstöð-
um, er ýmsar sögur fara af, sakir forneskjulegrar
einþykni hans og kynlegra uppátækja, er jafnan
báru þó vott um djúpa og sjálfstæða hugsun, er
nánar var að gáð. Dóttir Sigurðar Jónssonar og
Ingiriðar er Guðbjörg ekkja eflir Svein Oddsson
kennara á Akranesi.
Á útmánuðum 1873 kemur umboðsmaður
ekkjunnar á fund Sigurðar og leggur að honum
að ráðast til Ingiriðar sem ráðsmaður og fyrir-
vinna. Tókust samningar og fór hann þangað
um vorið. 2. nóvember sama ár gekk hann að
eiga Ingiríði, og voru þá bæði á 23. aldursári.
Hún var myndarkona, og ástrík manni sinum
og börnum.
Á Þursstöðum bjó Sigurður í 5 ár. Tók hann
þar við litlum efnum. Bráðapest drap fje hans
á hverju ári. Eigi að síður óx búið, og bygði hann
þó upp öll hús jarðarinnar, bæjarhús, hlöðu, fjós
og fjárhús, er alt var áður að hruni komið. Loks
undi hann ekki landkreppu og litlum slægjum
á Þursstöðum, og fluttist að Jörfa í Kolbeins-
slaðahreppi. Einnig þar bygði hann bæjarhúsin
frá grunni með ærnum tilkostnaði. En jörðin
var stór og erfið. Og nú dynja á hörðu árin,
hvert öðru verra. Ráku þau Islendinga i striðum
straumi vestur um haf. Eigi feldi Sigurður fje
sem flestir aðrir 1882. En árið áður hafði bráða-
pestin drepið fullan helming fjár hans. Fram að
þessum tíma hafði Sigurður fremur amast við
Ameríkuferðum, og verið staðráðinn í því að
lifa og deyja á íslandi. Veturinn 1882 skifti hann
skoðun í því efni. Segir hann jörðinni lausri og
ákveður að halda til Vesturheims á komandi
sumri, með konu og 7 börn. Atti hann nóg í
farareyri fyrir sig og sína, þótt alt væri i lágu
verði sökum hællæris. En alt fór þetta á annan
veg. Örlögin tóku allhastarlega af honum ráðin.
Um sumarið tók mislingaplágan að geysa um
hjeraðið. Sýktust bæði hjónin samdægurs. Dó
hún eftir viku, og litlu síðar synir þeirra tveir,
annar 6 ára, hinn 2. Lá Sigurður í 8 vikur, og
var eigi hugað líf. Fyrir því ruku nokkrir sveit-
ungar hans i það að selja eigur hans á uppboði,
og varð litið sem ekkert úr. Komst hann loks á
fætur, og var þá hvorttveggja, heilsubilaður og
eignalaus. Höfðu reiðarslög síðustu mánaðanna
svo lamað hann, að eigi hafði hann sinnu á
neinu, og þá ekki heldur á þvi, að reka rjettar
sins í sambandi við áðurtjeða meðferð eigna
hans.
Þá bjó að Staðarhrauni i Hraunhrepp sjera
Jónas Guðmundsson og hans ágæta kona Elín-
borg, dóttir Kristjáns kammeráðs. Frjetta þau
af Iíðan Sigurðar, og bjóða honum til sin, til
hvildar og heilsubótar. Þau voru bæði lækninga-
fróð. Þar dvaldi Sigurður árlangt og hlaut dýr-
mæta endurreisn sálar- og likamskrafta. Hafði
hann þar úrval bóka, en las þó mest lækninga-
bækur þeirra hjóna. Komst hann brátt vel niður
í þeim, þótt flestar væru á danskri tungu. Jafn-