Óðinn - 01.07.1934, Page 45

Óðinn - 01.07.1934, Page 45
ÓÐINN 93 á liggur. Meiri og kunnari er þó hagleikur hans til handanna. Er hann talinn smiðum ágætur á trje og málm. Útskurður hans ber vott um þroskaðan skrautsmekk. Ennþá unir hann sjer Iöngum í smíðastofu sinni, þegar tóm og líðan leyfir. Síðastliðinn vetur smíðaði hann sjer mikla og vandaða stálborvjel. Nú hefur hann langspil í smíðum, er lítur út fyrir að verða listagripur. Á Iangspil Ijek hann í æsku, og söng með og kvað. Eigi hefur Sigurður drykkjumaður verið, en fjekk sjer þó stöku sinnum í staupinu á árum áður, og þó oft fyrir annara tilmæli að vera með, því að hann þótti skemtilegur fjelagi, og um slika er mjög setið, að alkunnum drykkju- manna sið. Fjærri var það upplagi hans að troða illsakir við menn að fyrra bragði, því að upp- lag hans bjó yfir öðrum og verðmætari áhuga- málum. En reita mátti hann til reiði, og var þá óeirðarmönnum flóttinn færastur. t*ví að talinn er Sigurður sjaldgæft heljarmenni að burðum. Er hann þar, sem f flestu öðru, virðulegur full- trúi norræns manndóms. En af návist slíkra burðamanna, í friðsamri bændastjett á vorri eigin tíð, verður margt hið ótrúlega trúlegt, er fornsögur vorar herma um afl og harðfengi manna, er lítið annað stunduðu en líkamsþjálfun og vopnaburð. Sigurður stendur djúpum rótum í fortíðinni, bæði að svip og sinni. Þar fyrir er hann þó engin ósjálfstæð eftirherma liðins tíma í hugs- sunarhætli, heldur framsækinn vel í skoðunum sínum. I æsku þótti honum kver og klerkar halda illa uppi virðingu skaparans, og myndaði sjer sjálfur þær guðshugmyndir, er honum þótti æðri og aðgengilegri. Fyrir því var það auðsótt mál við hann og konu hans að skipa sjer undir merki frjálslyndu kirkjuhreyfingarinnar, er hún hófst með lslendingum í Blaine-bygð. Því að einlægur trúmaður er Sigurður, og sjer þess meðvitandi að hafa notið æðri handleiðslu í ýmsum vandasömum viðhorfum æfinnar. Hjer fylgir stutt niðjatal Sigurðar. A. Börn Sigurður og Ingiríðar: Eirikur, f. að Þursstöðum, 1873; kvæntist í Nýja íslandi Margrjeti Sigurðardóttur Nordal. Bjó í Geysir-bygð. Af 12 börnum hans lifa nú 8. Eiríkur dó 1923. Sóleig, f. að Þursstöðum., 1875; giftist Páli Eyj- ólfssyni Olsen, frá »Eyjólfsstöðum« í Winni- peg. Af 4 börnum þeirra lifa 3 synir. Páll dó 1905. Giftist þá Solveig Halldóri Halldórssyni frá Lundar; áttu 1 dóttur; slítu samvistum. Sólveig nú búsett með sonum sinum í Seattle, Wash. Bárður, f. að Þursstöðum , 1876; dó 6 ára, úr mislingum, á sömu klukkustundinni sem móðir hans var jörðuð. Skarphjeðinn Valdimar, f. að Þursstöðum., 1877, er matreiðslumaður og hótelstjóri, og hefur farið víða. Kvæntur konu af frönskum ættum; nú stödd í Kína, við þessa atvinnu. Helgi, f. að Jörfa 1879. Hefur stundað verslun og smiðar. Kvæntist konu af skotskum ættum; misti hana; þau áttu 2 dætur. Seinni kona Helga er og af skotskum ættura; nú búselt í Seattle, Wash., hefur þar matsölubúð. Árni, f. að Jörfa; dó 2 ára úr mislingum. Elísabet, f. i Krossholti, 1882; gift Finni Gisla- syni i Borgarnesi, Islandi; þeirra börn 4. B. Dótlir Sigurðar og Pálínu Bjarnadóttur frá Ölkeldu í Staðarsveit: Pálína, f. að Krossholti 1883; giftist Edward G. Meharry, af írsk-skot- skum ættum, Winnipeg. Dó barnlaus, 28. okt., 1922. C. Börn Sigurðar ogGuðrúnar seinni konu hans. Sígrún, f. i Winnipeg 1893; gift Teodor D’ Dodd, enskrar ættar; þeirra börn 4; búa í grend við Bellingham, Wash. Leo Breiðfjörð, í. í Winnipeg 1895; er banka- ritari í Seattle; kvæntist hjerlendri konu; eiga 1 dóttur. Oltó Vathne, skólastjóri í Carmel by the Sea, Kaliforniu, f. í Winnipeg 1898. Kvæntur Gertrude Dobson, svenskrar ættar; þau eiga 2 sonu. Þannig er Sigurður faðir 11 barna, afi 33, og langafi 6. Afkomendur orðnir alls i maí 1932: 50. Af þeim lifa 38. Að lokum má segja þetta: Þótt oft hafi önd- vert blásið um dagana fyrir Sigurði, má telja hann mikinn gæfumann. óvenju miklar og fjöl- skrúðugar voru gáfur hans til geðs og vaxtar, hugðar efnin af heilbrigðustu gerð og dagsverkið eftir því. Vildum vjer að íslendingar austan hafs og vestan virtu sem vert er það þjóðerni, er lagði til efniviðinn í Sigurð Bárðarson, höfð- ingjann að hreisti, vexti og viti, sannmentaða manninn, sem aldrei gekk á skóla, orðheldinn og áreiðanlegan i viðskiftum. Ritað I Blaine, Wash. Mai 1932. Friðrik A. Friðriksson.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.