Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 2

Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 2
50 Ó Ð I N N sfjóra, vitum að borgarsfjórastarfið er í höndum ágætis manns, sem vill ekki vamm sitt vita, og við erum þess fullviss, að hann skortir ekki hæfileika, festu, gætni eða sanngirni til að hafa forystu bæjar- málanna á hendi. Það er ósk mín, að Reykjavík megi sem lengst njóta ágætra hæfileika hans og mannkosta. * * Guðm. Ásbjörnsson. * Pjetur Halldórsson er fæddur í Reykjavík 26. apríl 1887, sonur Halldórs heitins Jónssonar, fyrrum banka- fjehirðis, og konu hans Kristjönu Pjetursdóttur Guð- johnsen. Var hún yngst af mörgum dætrum Pjeturs Guðjohnsens organista og er enn á lífi. — Pjetur varð stúdent 1907, tók heimspekispróf við Kaup- mannahafnar-háskóla næsta vor og dvaldi síðan utn tíma í Þýzkalandi, til þess að kynna sjer bóka- og pappírsverzlun. Þegar hann kom heim, keypti hann Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, sem mun vera elst þeirra bókaverzlana, sem enn eru við líði hjer í bænum og nú stærst þeirra. Hefur Pjetur gefið út margar góðar bækur, mest á síðari árum. Við togara- útgerð fjekst hann lengi, en hætti því fyrir nokkrum árum. — Hann er söngmaður góður, eins og hann á kyn til. 11. október 1911 kvæntist hann Ólöfu Björnsdótt- ur, en hún er dóttir Björns heitins Jenssonar yfir- kennara við Lærða skólann. Þau eiga fjögur börn: Björn, Ágústu, Halldór og Kristjönu. — Ðjörn er nú fyrir bókaverzluninni, eftir að faðir hans varð borgarstjóri; en þau Ágústa og Halldór eru við nám erlendis. Samsætið í Glaumbæ 10. júní 1934. Með merkari viðburðum í Skagafirði mun vafalaust teljast sá, er gerðist í Glaumbæ þann 1Q. júní 1934, á menningaröldinni 20, þegar sjera Hallgrími Thor- lacius var haldið hið stóra og hátiðlega samsæti, í minningu þess, að hann hafði þá þjónað Glaumbæjar- og Víðimýrar-prestakalli í 40 ár, án þess að hafa nokkurn tíma sótt burtu. Fjell þar einnig inn í af- mælisfagnaður, því þá var heiðursgesturinn rjett 70 ára að aldri. Hið víðfeðma og fagra hjerað okkar Skagfirðinga hefur jafnan verið talið eitt af hinum söguríkustu þessa lands. Höfuðbólin skagfirsku eru mörg og merkileg. Þau hafa staðið óhögguð frá fyrstu tímum. Við lítum til Hóla, Flugumýrar, Víðimýrar, Glaum- bæjar, Reynistaðar, Geldingaholts, Áss í Hegranesi, Miklabæjar, Silfrastaða o. fl., þar sem ótal atburðir hafa gerst, er Skagfirðingar hafa lagt til sögu þjóðar- innar og stórfrægir teljast. — Sagan sýnir það líka gegn um aldirnar, að höfuðbólin hafa verið fengsæl á mikla menn. Þar hafa höfðingjar og mikilmenni Skagfirðinga lifað á öllum öldum. Einn af slíkum mönnum teljum við Skagfirðingar sjera Hallgrím Thor- lacius í Giaumbæ, og minningarhátíðin þar vefur um hann þeim ljóma, sem hlýtur að lýsa og lifa. Jeg hafði búist við því fyrir löngu, að einhver hinna viðstöddu gesta mundi rita eitthvað um þennan at- burð; en af því enginn hefur enn gefið sig fram til þess, vil jeg ekki draga lengur að segja frá samsæt- inu í Glaumbæ, því það heyrir jafnt til skagfirskri sögu, sóma og menningu. Seint í fyrravetur var kosin 5 manna nefnd af sóknarbændum sjera Hallgríms, til þess að hafa á hendi allar framkvæmdir og allan undirbúning á fyrir- hugaðri minningarhátíð. Kom það glögt í ljós, er leið að samsætinu, að menn þessir höfðu unnið með sam- tökum og áhuga að undirbúningnum. Frú Ingibjörg Bjarnadóttir á Völlum var fengin til að undirbúa og sjá fyrir veisluhaldinu, og fórst henni það svo vel úr hendi, að ekkert þótti þar á skorta, sem best mátti vera, og lofsorði var á lokið að verðleikum. — Nú var orðið fullvíst, að þátttaka sóknarfólks myndi verða almenn, og sjáanlegt að húsakynnin í Glaumbæ myndu ekki rúma gestina; gekst nefndin því fyrir, að fá lánað tjaldið mikla, Skagfirðinga-búð á Þingvöllum 1930, sem nú er eign Skagfirðinga. Var tjaldhöllin reist daginn fyrir hátíðina, og var þá um leið sjáanlegt merki þess, að eitthvað óvenju- legt stæði til á hinu skagfirska höfuðbóli Glaumbæ. Sunnudagurinn 10. júní, hinn fyrirhugaði og ákveðni hátíðisdagur, rann upp með kyrð, heiðríkju og sólaryl, sem hjelst allan daginn. Byrjaði því samsætisdagurinn og endaði með þeirri fylstu hamingju, sem samsætis- gestirnir gátu óskað sjer, hvað veðrið snerti. Þegar leið að hádegi, mátti heita að fólkið kæmi í einni svipan mjög stundvíslega, bæði á bílum og hestum, og eftir stutta stund stóðu samsætisgestirnir albúnir að taka þátt í veislufagnaðinum. Voru þeir um 90 talsins, allir innan sókna heiðursgestsins, nema Stefán Vagnsson, óðalsbóndi á Hjaltastöðum, og frú, og sjera Tryggvi Kvaran á Mælifelli.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.