Óðinn - 01.07.1935, Page 4
52
Ó Ð I N N
Jakobína Johnson skáldkona.
Síðastliðið sumar dvaldi vesturíslenska skáldkonan
frú Jakobína johnson hjer á landi. Henni hafði verið
boðið heim hingað í viðurkenningarskyni fyrir starf
hennar vestan hafs að því, að kynna þar Island og
íslenskar bók-
mentir. Hún er
þingeysk að ætt
og fædd hjer
heima 24. okt.
1883, á Hólma-
vaði í Suður-
Þingeyjarsýslu.en
fluttist 5 ára að
aldri vestur um
haf með föður
sínum, Sigurbirni
]óhannssyni, sem
á sinni líð var
eilt af helstu
skáldum Þingey-
inga. Hún er gift
íslenskum manni,
Isak Johnson,
austfirskum að
ætf, og dvaldi áður í Winnipeg og víðar í Manitoba,
en síðastliðin 26 ár hafa þau verið búsett í Seattle,
vesfur við Kyrrahaf.
Frúin dvaldi hjer í Reykjavík um tíma eftir að
hún kom til landsins, og aftur um tíma áður en
hún fór, en annars ferðaðist hún víða um land og
dvaldi um tíma í fornum átthögum sínum í Þingeyjar-
sýslu. Hjer var hún alstaðar kær gestur, og með
kynningunni jók hún mjög þær vinsældir, sem hún
áður hafði áunnið sjer með ljóðum sínum. Hjer í
Reykjavík, á Akureyri og víðar las hún upp kvæði
sín við mikla aðsókn, og í Reykjavík var hún kvödd
með fjölmennu samsæti.
Frú Jakobína Johnson hefur á síðari árum orðið
kunn fyrir ljóðagerð sína, sem birzt hefur í íslenzk-
um og enskum blöðum og tímaritum vestan hafs, og
eru það bæði frumsamin ljóð og þýðingar íslenzkra
ljóðmæla á enska tungu. í bókinni »Icelandic Lyrics*,
sem út kom hjer 1930 á kostnað Þórhalls Bjarnar-
sonar, en Richard Beck prófessor hafði valið efni í,
á hún margar þýðingar á ensku af íslenzkum kvæð-
um. Eru þær vandaðar og vel gerðar. En hitt er eigi
síður merkilegt, hve vel hún kveður á íslenzku, enda
þótt hún hafi frá barnæsku dvalið vestan hafs, og
sýnir þetta, eins og mörg fleiri dæmi, hve Vestur-
Islendingar hafa lengi haldið trygð við tungu sína
og lagt rækt við bókmentirnar heiman að. Það er
aðdáunarvert, hve mikinn skerf þjóðarbrotið vestan
hafs hefur lagt til íslenzkra bókmenta.
í nýúfkomnu hefti af Eimreiðinni eru nokkur falleg
kvæði eftir frú Jakobínu, flest ort hjer heima í sum-
ar, og blöðin hjer hafa á síðustu árum prenfað ýms
af kvæðum hennar upp úr íslensku blöðunum vestan
hafs, einkum Morgunblaðið- — Safn af ljóðmælum
sínum hefur hún enn ekki gefið út.
Jakobína Johnson.
hann svo: »Hann sjera Hallgrímur hefur einkenni-
lega síglaða og göfugmannlega framkomu, og heilsar
öllum með sínu aðlaðandi og vináttukenda brosi, og
við getum ekki annað en dáðst að, hvað hann hefur
haldið jafnt út í gegn um allan andbyr og allar þrek-
raunir á sínum langa lífsins degi«. — Um presfs-
starfið í heild fórust honum svo orð: »1 prestsstarfi
sínu hefur sjera Hallgrímur jafnan sýnt trúrækni,
skapfestu og skyldurækni. Hann hefur jafnan sýnt
hina alúðarfylstu umhyggju fyrir undirbúningi barn-
anna undir ferminguna. — — — Og þó hann hefði
stundað prestsstarf sitt og embætti hinna andlegu
mála með skyldurækni og skörungsskap, þá hefði
hann heldur ekki vanrækt að ávaxta hið veraldiega
pundið, sem auðnan hefði rjett honum í hendur, því
greinilega hefði hann sýnt það, að hann hefði ekki
viljað liggja á líði sínu sem liðsmaður, þar sem hann
hefði, þrátt fyrir einstæðingslíf og erfiða aðstöðu, haft
jafnan mikla framleiðslu, og jafnan verið einn af helstu
máttarviðum sveitarinnar, til þess að bera útgjalda-
þungann. — Lýsti svo góðu og hagkvæmu sfarfi hans
fyrir fræðslumál sóknanna, og sýslunefndarstarfi í 38
ár. Sagði, að hann hefði jafnan komið þar fram með
hyggindum og gætni, og sparsamri meðferð á fje al-
mennings, og hefði því eðlilega oft orðið í andstöðu
við hinn örláta og áhrifaríka framfarastraum nútímans.
En hefði þó, þrátt fyrir það, nofið trausts og virð-
ingar samherja sinna í sýslunefndinni. — Á sviði
stjórnmálanna hefði hann jafnan verið ákveðinn og
aðsópsmikill, og lagt sjerstaka áherslu á framtíðar-
farsæld fósturjarðarinnar, sem hann hefði álitið að
lægi mest í fjármálagætni og heilbrigði í því, að
vernda eignarrjetf, framtak og frelsi einstaklingsins.
Lýsti því síðan, að sjera Hallgrímur væri ósvikinn