Óðinn - 01.07.1935, Page 6

Óðinn - 01.07.1935, Page 6
54 Ó Ð I N N saman um að rjetta nú að heiðursgestinum til eignar og minningar um virðingarverða prestsþjónustu. Um það sagði ræðumaður svo: »Gjöfin er »Heimskringla« Snorra Sturlusonar. Hún er ekki mikil að fyrirferð eða peningagildi, en hún er samt mikil og merkileg. Hún er gimsteinn íslenskra fornbókmenta og einhver frægasta bókmentaperla Norðurlanda. Hún er skrifuð af Snorra Sturlusyni, hinum ódauðlega ritsnilling, er gaf með henni þá fyrirmynd hreinnar og fagurrar frásagnar, sem dásömuð verður á meðan íslensk tunga er töluð*. Ræðunni lauk hann með þessum orðum: »Jeg sagði að gjöfin væri ekki mikil að fyrirferð eða peningagildi, en hún er samt mikil og merkileg. Hún innibindur, auk síns aðalefnis, sem jeg hef drepið á, saman þjappaðar þakkir okkar allra samsætisgesta fyrir virðingarvert æfistarf og ágæta samfylgd, og óteljandi ánægjustundir í sorg og gleði á hinum langa lífsins degi. — Hún er okkar allra samsætisgestanna sameiginleg hjartans fórn á altari 40 ára virðulegrar prestsþjónustu. Drjúpi af henni ánægja, heill og ham- ingja heiðursgestinum til handa, um æfidaga hans alla*. Að því búnu var bókin »Heimskring!a«, í skraut- bandi, með gyltri áletrun til viðtakanda, afhjúpuð og afhent heiðursgestinum af fyrverandi oddvita sveitar- innar, hinum aldurhnigna og alkunna heiðursmanni Sigurði Jónssyni í Brautarholti, sem ljet henni fylgja nokkur vel valin þakkar- og árnaða-rorð til heiðurs- gestsins. Eftir það stóð heiðursgesturinn upp, og hjelt hugnæma og ágæta þakkarræðu, kvaðst ekki verð- skulda þann mikla heiður, sem sóknarmenn sýndu sjer, og eins mætti segja um ræðumann (V. G.) að hann gæfi sjer heiður og hrós í ræðunni fram yfir það, sem hann ætti skilið. Varð nú um stund hlje á ræðuhöldum, þangað til Jóhann Sigurðsson, óðalsbóndi á Löngumýri, talaði fyrir minni sveitarinnar. Var það hin besta ræða. Hann kom víða við. Minntist á fegurð hjeraðsins og frjósemi og framtíðarskilyrði; minti menn á að ekki mætti gefast upp, þó erfiðlega gengi nú með sveita- lifið og dimt væri framundan; það hefði oft komið fyrir áður og rofað til aftur. Talaði um flutning fólks- ins úr sveitinni f kaupstaðina, og sagði ástæðulaust fyrir það, að þyrpast á mölina, frá að mörgu leyti betri lífsskilyrðum. í sveitinni væri nú mikið búið að rækta, og ræktunarskilyrðin víða mikil og góð fyrir þá, sem vildu leggja hönd á plóginn og nota sjer þau. Minti svo á ýmsa ágæta menn af skagfiskri ætt og uppruna, sem haldið hefðu fyr og síðar uppi framþróun, heiðri og sóma sveitalífsins. Leið nú skamt þar til Hjörtur Benediktsson, bú- stjóri á Marbæli, gekk fram fyrir fólkið og hjelt ræðu, sem hann byrjaði með því að segja, að hann hefði sjerstaklega ætlað að skýra frá Glaumbæjarprestum 2 aldirnar síðustu. Byrjaði hann á Grímúlfi lllugasyni, sem tók við Glaumbæjarstað 1726, og hjelt þar prest- skapí 58 ár, eða til ársins 1784. En aðstoðarprest hafði hann mörg árin síðustu. Sagði síðan frá 6 prestum í Glaumbæ, til þess er sjera Hallgrímur tók við staðn- um. Vjek svo ræðunni að heiðursgestinum, og lýsti mjög vingjarnlega margra ára nágrannakynningu sinni af honum, bæði sem preti og leikmanni. Var gerður hinn besti rómur að ræðu Hjartar. Þar næst tók Stefán Vagnsson til máls. Hann kvað sjer jafnan Iroma í hug, er hann sæji sjera Hall- grím, orð Haraldar Sigurðssonar konungs um Gissur biskup, að úr honum hefði mátt gera 3 menn: vík- ingahöfðingja. konung og biskup, og mundi hann hafa verið til alls vel fallinn. Hann kvaðst ekki efa, að hefði sra. Hallgrímur verið uppi á víkingaöldinni, myndi hann ekki hafa skort karlmensku eða ráð- kænsku til að vera víkingahöfðingi, viturleik og stjórn- hæfileika til að vera góður konungur, en þó yrði hann að álíta, eftir að hafa hlustað á sjera Hallgrím flytja ræður eftir tvo látna frændur sína, að mest hefði þó kveðið að honum sem prestinum. Var ræð- an öll hin snjailasta. Kvaðst hann að lokum ætla að flytja heiðursgestinum kvæði. Væri það þó hin mesta dirfska, því það vissu aliir, að hann hefði manna best vit á kveðskap. Flutti hann síðan kvæðið, sem öllum þótti mikið til koma. En er Stefán Vagnsson hafði flutt það, reis sjera Hallgrímur úr sæti sínu og mælti á þessa leið: »Það má ei minna vera, en jeg þakki hinu ágæta skáldi þessa ljómandi drápu. Finn jeg þó vel. að jeg á ekki alt þetta mikla lof skilið. Arla tókst alúðarvinátta með mjer og skáldinu, og því er nú einhvernveginn, svo farið, að fornri vináttu hættir tii, að sjá og skoða þann, er hún ann, í of- birtu. Hinn hlýji vinarhugur sveipar vininn í eins- konar helgiblæ og verpur á hann dýrðarljóma. Svo er og hitt, að óðsnillingar hafa óbundnari hendur en aðrir menn. Frá ómunatíð hafa þeir átt frelsi til, að taka djúpt í árinni. Slíkt köllum vjer skáldaleyfi. Meðan Stefán, vinur minn, flutti mjer heils hugar kvæði sitt, því um það efast jeg ekki, rann mjer í hug frásögn um atburð, sem rituð er í Noregskon- ungasögum. Hann gjörðist á þeim árum, er þeir Magnús konungur góði og Haraldur konungur harð- ráði sátu að völdum í Noregi. Dag nokkurn gekk íslendingur fyrir þá konungana, og kvaðst hafa kvæði að flytja þeim. íslendingurinn var Arnór jarlaskáld.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.