Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 9
Ó Ð I N N
57
Frú Guðlaug Zakaríasdóttir
og Olafsdals-heimilið.
Eftir Jóhannes Þórðarson, fyrv. póst á ísafirði.
Þegar Torfi Bjarnason fór í fyrstu að hugsa til
að hrinda í framkvæmd áhugamáli sínu, að koma á
stofn búnaðarskóla, leitaði hann til nokkurra merkra
manna þar vestra, um álit þeirra á þessu fyrirtæki,
og er sagt að þá hafi sjera Guðmundur Einarsson,
að Breiðabólsstað á Skógarströnd, spurt hann, hvort
hann treysti konu sinni til að standa fyrir svo stóru
og mannmörgu heimili, sem skólahaldið hlyti að hafa
í för með sjer, og hafi Torfi þá svarað: »Það þarf
ekkert að efast um það, því jeg er svo lánsamur að
eiga konu, sem er framúrskarandi myndarleg, dugleg
og þrifin*. Og þetta reyndist ekkert of mælt, enda
bar heimili þeirra hjóna æfinlega þess ljósan vott,
að húsmóðirin bar sinn hluta af áhyggjum þess og
búskaparins, og það heyrði jeg Torfa sál. einhvern
tíma segja, að ekki væri hann hræddur um að kona
sín sæji ekki ráð fyrir sjer sjálf, og gæti stundað bú
sitt, þó hans misti við, meðan hún hefði heilsu, og
var hann sannspár um það.
Sambúð hjónanna og virðing hvors fyrir öðru var
svo sem best getur verið, og því sönn fyrirmynd fyrir
unga fólkið, sem hjá þeim dvaldi. Eins var um alla
háttsemi og siðprýði; hvöttu þau ætíð alla til að gæta
virðingar sinnar og stilla í hóf alla gamansemi, en
forðast alt það, sem væri öðrum til meins. Saklausri
gleði og öllu, sem stutt gat sanna menningu og feg-
urðarsmekk, unnu þau, en fyrirlitu alt prjál og
hjegómaskap.
Frú Guðlaug sagði ætíð fyrir öllum verkum innan-
bæjar og leit eftir hvernig þau voru unnin. Hún tók
ætíð sjálf til allan mat og matvæli, ýmist vigtaði eða
mældi það, sem til daglegrar nautnar þurfti og sömu-
leiðis allan eldivið. Mjólk var öll mæld vikulega og
um til þroska. Því var ekkert fjær Jóni en að mögla
undan þeim erfiðleikum, sem höfðu mætt honum um
æfina. Framtíðardraumur hans og framtíðarvon var,
að hann gæti treyst svo skapgerð sína, að meðlætið
yrði honum eins öruggur skóli og mótlætið hafði verið.
— Umburðarlyndi og mildi var takmark hans, og nú
vona jeg að hann hafi náð því.
Theodór Arnbjörnsson
— frá Ósi —
©
haldnir mjólkurreikn-
ingar. Búsmali mun
oftast hafa verið
150—200 ær og
milli 10 og 20 kýr
mjólkandi á meðan
fráfærur tíðkuðust;
voru því ærið mikil
umsvif að hirða öll
þau ílát, sem þurftu
undir svo mikla
mjólk og gera úr
henni smjör, skyr og
osta, því skilvindur
voru óþektar hjer á
landi þar til á síðari
búskaparárum þeirra
hjóna. En öll þessi verk ljet frú Guðlaug ætíð
leysa svo af hendi, að annálsvert þótti og öðrum til
fyrirmyndar. Allir þeir búshlutir, sem notaðir voru
í búri og eldhúsi, urðu að vera hreinir og þvegnir
að loknu dagsverki, og dirfðist engin vinnustúlka
að brjóta þau boð eða annað það, sem húsmóðirin
sagði fyrir um.
A þessum árum þurftu öll sveitaheimili að sjá heim-
ilisfólkinu fyrir öllum fatnaði, bæði innri og ytri,
og var því ullarvinnan stór þáttur í búskapnum. I
Olafsdal var unnin bæði mikil og falleg ullarvinna,
mörg hundruð álnir af alskonar alullarvoðum, bæði í
yfirfatnað karla og kvenna, og t. d. sást Torfi og synir
hans aldrei nema í heimaunnum fötum, og eins var
um kvenfatnaðinn, alt var unnið heima, ótrúlega fínir
og þunnir dúkar, og spann húsmóðirin ætíð í þá, því
hún var snillingur í tóskap og duglegust allra, sem
spunnu. Var gaman að koma í baðstofuna, þar sem
hún sat hjá stúlkum sínum, og allar þeyttu rokkana
eftir mætli; alt iðaði af fjörí, áhuga og kátínu, því
ekki var hætt við að þar ríkti ólund, og ætíð var
nóg til skemtunar. Torfi hafði sjálfur smíðað rokk
konu sinnar, með talsvert öðru lagi en alment gerð-
ist. Hafði hann mjög stórt hjól, en smáa snældusnúða,
rann snældan því um 24 snúninga á einum hjólsnún-
ingi. Með þessu lagi voru á seinni árutn flestir rokkar
í Olafsdal, og allir smíðaðir þar. Á hverjuin laugar-
degi var skrifað upp, hvað unnið hafði verið þá vik-
una. Afhentu þá allar stúlkurnar vinnu sína, og þær,
sem höfðu spunnið yfir 9 — 13 hespur (eftir því hvort
það var þráður eða ívaf) fengu verðlaun, þ. e. a. s.
loforð fyrir frítíma að vorinu, svo sem svaraði því,
sem þær höfðu spunnið fram yfir. Máttu þær nota
Guðlaug Zakaríasdóttir.